Innherji
Sögulegur vöxtur í óverðtryggðum lánum lífeyrissjóða til heimila
Stöðug ásókn er hjá heimilunum í að taka óverðtryggð íbúðalán hjá lífeyrissjóðunum og hefur vöxturinn margfaldast á undanförnum mánuðum eftir að sjóðirnir fóru að bjóða upp á umtalsvert betri kjör á slíkum lánum en viðskiptabankarnir.
Sidekick verðmetið á yfir 40 milljarða í fjármögnun leiddri af Novator
Heilbrigðistæknifyrirtækið Sidekick Health hefur tryggt sér 55 milljón Bandaríkjadala fjármögnun, sem samsvarar rúmlega sjö milljörðum íslenskra króna, til þess að styðja við áframhaldandi vöruþróun og vöxt, sérstaklega í Bandaríkjunum. Samkvæmt heimildum Innherja var fyrirtækið verðmetið á 300 til 350 milljónir dala í viðskiptunum, eða hátt í 45 milljarða króna.
Erum að vinna í haginn fyrir kjarasamninga, segir seðlabankastjóri
„Við höfum tækin sem þarf til að ná niður verðbólgunni og við getum beitt þeim af fullum þunga. Ef við þurfum að gera það í andstöðu við aðila vinnumarkaðarins af því að þeir ætla sér að auka enn á verðbólguna með því að hækka launin meira en hagkerfið þolir þá þýðir það einungis að Seðlabankinn þarf að keyra hagkerfið niður í kreppu,“ segir Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri í viðtali við Innherja.
Harður tónn í Seðlabankanum bendir til töluverðra vaxtahækkana í sumar
Tónninn í yfirlýsingu peningastefnunefndar í morgun var harðari en hann hefur verið að undanförnu að sögn sérfræðinga á skuldabréfamarkaði. Hann gefur til kynna að bankinn ætli sér að hækka vexti töluvert í sumar.
Kristófer Páll ráðinn til Kóða sem sölu- og markaðsstjóri
Kristófer Páll Lentz hefur verið ráðinn til hugbúnaðarfyrirtækisins Kóða sem sölu- og markaðsstjóri Keldunar og Hluthafaskrár.
Vonsvikinn með áhrif hertra skilyrða á fasteignaverð
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir vonbrigði að hert lánþegaskilyrði hafi ekki enn haft tilætluð áhrif á fasteignamarkaðinn. Þetta kom fram í máli seðlabankastjóra á kynningarfundi peningastefnunefndar bankans í morgun.
Seðlabankinn snarhækkar verðbólguspá fyrir árið, aukin hætta á vanmati
Seðlabankinn gerir ráð fyrir því að verðbólga haldi áfram að aukast og verði í kringum 8 prósent á bæði þriðja og fjórða ársfjórðungi. Þetta er veruleg hækkun frá síðustu verðbólguspá bankans í febrúar og ekki er talið að verðbólga verði komin undir 3 prósent fyrr en seint árið 2024.
Jarðboranir fá 155 milljóna króna reikning frá Skattinum
Ríkisskattstjóri tilkynnti Jarðborunum í síðasta mánuði um fyrirhugaða endurákvörðun gjalda fyrir árin 2017 til 2020 vegna viðskipta við hollenska dótturfélag sitt Heklu Energy BV. Standi sú ákvörðun Skattsins þá mun tekjuskattur og álag Jarðborana vegna þessa tímabils hækka um 155 milljónir króna.
Benedikt Egill ráðinn framkvæmdastjóri LOGOS
Benedikt Egill Árnason, lögmaður og einn eigenda LOGOS lögmannsþjónustu, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri félagsins. Tekur hann við af Þórólfi Jónssyni, lögmanni, sem hefur gegnt starfinu síðastliðin þrjú ár en mun nú einbeita sér alfarið að lögmannsstörfum hjá félaginu.
Áhrif hækkandi matvælaverðs eiga eftir að „koma inn af fullum þunga“
Verðbólguhorfurnar eru dökkar fyrir næstu mánuði og útlit er fyrir að áhrif hærra matvælaverðs, sem hefur hækkað um 5,2 prósent síðasta árið, muni þá koma inn af fullum þunga. Þær miklu verðhækkanir sem hafa orðið á mörgum hrávörum á heimsvísu að undanförnu, meðal annars á sólblómaolíu, hveiti og sojabaunum, eru vart komin inn í matvælaverðið hér á landi.
Sjóður Stefnis hagnaðist um fimm milljarða við sölu á Verne Global
Framtakssjóður í rekstri Stefnis, dótturfélags Arion banka, bókfærði hjá sér yfir 5,4 milljarða hagnað þegar allt hlutafé Verne Global, sem rekur gagnaver í Reykjanesbæ, var selt um haustið í fyrra en sjóðurinn átti rúmlega 28 prósenta hlut í íslenska félaginu.
CCP í fjárfestingafasa: „Við þurfum að taka áhættu og læra af því“
Tölvuleikjafélagið CCP, sem fagnar brátt aldarfjórðungsafmæli, er í miklum fjárfestingafasa að sögn forstjórans Hilmars Veigars Péturssonar. Hann segir að tölvuleikjaiðnaðurinn geti orðið ein af efnahagstoðum landsins ef vel er haldið á spöðunum og að Íslendingar geti lært mikið af Suður-Kóreubúum þegar kemur að innviðafjárfestingu.
BlueBay rennir hýru auga til íslenskra ríkisbréfa
Ísland er að verða áhugaverður kostur fyrir skuldabréfafjárfesta á ný en það er mat sjóðstjóra BlueBay Asset Management, eins stærsta sérhæfða skuldabréfastýringarfyrirtæki Evrópu. Fyrirtækið var um tíma stærsti erlendi eigandi íslenskra ríkisbréfa.
Spár um vaxtahækkun: Markaðurinn klofinn milli 75 og 100 punkta
Ríflega helmingur markaðsaðila gerir ráð fyrir því, samkvæmt könnun Innherja, að Seðlabanki Íslands hækki vexti um 100 punkta á miðvikudaginn. Laust taumhald peningastefnu, mjög lágir raunstýrivextir og vaxandi verðbólguþrýstingur eru meginstef í þeim svörum sem bárust.
ÍL-sjóður tapaði nærri 14 milljörðum króna í fyrra
ÍL-sjóður tapaði 13,9 milljörðum króna á síðasta ári samkvæmt nýbirtum ársreikningi sjóðsins og eigið féð var í árslok neikvætt um 196,6 milljarða króna.
Akta sjóðir hagnast um 1.700 milljónir og eignir í stýringu tvöfaldast
Hagnaður Akta sjóða, sem er að stærstum hluta í eigu sex starfsmanna, meira en tvöfaldaðist á síðasta ári og nam samtals 1.665 milljónum króna eftir skatta en félagið greiddi meira en 500 milljónir í skatta vegna afkomu ársins 2021. Umsýslu- og árangurstengdar þóknanir voru 2.554 milljónir og jukust um rúmlega 1.330 milljónir á milli ára.
Félag Reynis komið í hóp stærstu hluthafa Kviku
Fjárfestingafélag Reynis Grétarssonar, stofnanda Creditinfo, hefur bæst við hóp stærstu hluthafa Kviku banka. Samkvæmt lista bankans yfir hluthafa sem eiga meira en eins prósents hlut fer félagið með 50 milljónir hluta, um 1,04 prósent, sem eru metnir á 1,1 milljarð króna miðað við núverandi markaðsvirði Kviku.
Hagar hafa mun meiri áhyggjur af verðhækkunum en vöruskorti
Finnur Oddsson, forstjóri Haga, segist ekki hafa áhyggjur af því að skortur verði á ákveðnum vörutegundum hér á landi vegna hnökra í aðfangakeðjum. Helsta áhyggjuefni smásölufélagsins eru áhrif verðbólgu og vaxtahækkana á ráðstöfunartekjur heimila. Þetta kom fram í máli Finns á uppgjörskynningu Haga í morgun.
Íslandsbanki kominn í einkaviðræður um sölu á gagnaverinu á Korputorgi
Íslandsbanki er samkvæmt heimildum Innherja kominn í einkaviðræður um sölu á hátæknigagnaverinu Reykjavík DC á Korputorgi en bankinn tók yfir gagnaverið á síðasta ári vegna fjárhagsvandræða. Um er að ræða innlenda aðila sem njóta stuðnings frá erlendum fjárfestum og gæti salan gengið í gegn á næstu vikum.
Erfitt fyrir sjóðina að kaupa í Marel vegna umsvifa í Rússlandi, segir greinandi
Marel þarf að svara fyrir viðskipti sín í Rússlandi þótt lítil séu og á meðan það heldur umsvifum sínum þar óbreyttum kann að vera erfitt fyrir lífeyrissjóði að réttlæta aukningu á eignarhlut í fyrirtækinu. Þetta kemur fram í hlutabréfayfirliti greiningarstofunnar Jakobsson Capital.
Opinberir starfsmenn leiddu launahækkanir í fyrra
Laun opinberra starfsmanna hafa hækkað mun meira en laun á almennum vinnumarkaði á síðustu árum og er það einkum launaþróunin á síðasta ári sem skýrir þennan mun.
Brýnt að innleiða skýrar leiðbeiningar fyrir samstarf fyrirtækja
Mikilvægt er að íslensk stjórnvöld innleiði nýjar leiðbeiningar Evrópusambandsins um samstarf fyrirtækja eins fljótt og auðið er svo að Ísland verði ekki eftirbátur samanburðarríkja. Þetta segir Hallmundur Albertsson, meðeigandi lögmannastofunnar Deloitte Legal en hann, ásamt fleiri framsögumönnum, verður með erindi á sumarfundi lögmannastofunnar um samkeppnismál sem verður haldinn í Hörpu í hádeginu.
Marel ræðst í yfirtöku á bandaríska félaginu Wenger fyrir 70 milljarða
Marel hefur undirritað samning um kaup á bandaríska fyrirtækinu Wenger Manufacturing, sem er leiðandi á heimsvísu í framleiðslu á hátæknilausnum fyrir matvælavinnslu fyrir gæludýr, plöntuprótein, og fóður fyrir fiskeldi. Heildarkaupverðið, sem verður greitt með reiðufé og lánalínum, er 540 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði rúmlega 70 milljarða íslenskra króna.
Seldu úr sjóðum fyrir um þrjá milljarða samtímis óróa á mörkuðum
Innlausnir fjárfesta í innlendum hlutabréfasjóðum voru um 1.640 milljónum krónum meiri en sem nam fjárfestingum þeirra í slíkum sjóðum í mars en miklar sveiflur voru þá á mörkuðum, bæði hér heima og erlendis, vegna stríðsátakanna í Úkraínu og lækkaði Úrvalsítalan sem dæmi um sjö prósent á fyrstu átta dögum mánaðarins.
Loðnuvinnslan metin á ellefu milljarða í kaupum Lífsverks á sex prósenta hlut
Lífeyrissjóðurinn Lífsverk bættist við hluthafahóp Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði á liðnu ári þegar sjóðurinn keypti samtals um 5,6 prósenta hlut í útgerðarfyrirtækinu.
Verðhækkun á innfluttu byggingarefni brýst fram með látum
Vísitalan fyrir innflutt byggingarefni hækkaði um 5,5 prósent í apríl en ekki hefur sést viðlíka hækkun á verði innflutts byggingarefnis frá því að Hagstofan byrjaði að birta sundurliðun byggingarvísitölunnar í byrjun árs 2010.
SKEL seldi í Íslandsbanka, keypti í VÍS og fer með yfir sjö prósenta hlut
Fjárfestingafélagið SKEL, sem áður hét Skeljungur, keypti í morgun um 2,5 prósenta hlut í VÍS fyrir tæplega 800 milljónir króna. Fyrir átti SKEL um 4,8 prósenta eignarhlut í VÍS, sem er í formi framvirka samninga, og er því eftir kaupin í dag fjórði stærsti hluthafi tryggingafélagsins með rúmlega 7,3 prósenta hlut.
Skoða tvöföldun á framleiðslugetu kísilversins á Bakka
Stjórnendur kísilversins á Bakka hafa til skoðunar hvort ákjósanlegt sé að tvöfalda framleiðslugetu kísilversins á næstu árum í ljósi batnandi rekstrar og markaðsaðstæðna. Þetta staðfestir Rúnar Sigurpálsson, forstjóri PCC Bakka, í samtali við Innherja.
Útlánaskrið gæti hvatt Seðlabankann enn frekar til að grípa fast í taumana
Kraftmikill útlánavöxtur bankanna í mars er enn eitt merkið um að efnahagsumsvif séu meiri en áður var búist við og því eru auknar líkur á því að Seðlabanki Íslands bregðist harkalega við aukinni verðbólgu á vaxtaákvörðunarfundi bankans í næstu viku. Þetta segir Stefán Broddi Guðjónsson, sérfræðingur hjá markaðsviðskiptum Arion banka.
Félag Bjarna bætti verulega við hlut sinn í Fáfni Offshore í fyrra
Sjávarsýn ehf., fjárfestingafélag Bjarna Ármannssonar, og Hlér ehf., sem er í eigu Guðmundar Ásgeirssonar, bættu verulega við eignarhluti sína í Fáfni Offshore á síðasta ári þegar félögin keyptu út framtakssjóðinn Horn II og þrjá aðra hluthafa. Þetta kemur fram í nýbirtum ársreikningi Fáfnis Offshore.