Körfubolti

Pavel: Þakið á þessu liði er mjög hátt

Pavel Ermolinskij var sýnilega mjög ánægður með sína menn í dag og úrslitin sem Valur náði í gegn Keflvíkingum. Valsmenn voru með undirtökin lengi vel í seinni hálfleik eftir jafnan fyrri hálfleik og uppskáru að lokum 88-74 sigur sem lyftir þeim upp í fjórða sæti deildarinnar og nær Keflavík.

Körfubolti

Óvíst hvenær Ben Simmons verður klár

Mikið fjaðrafok myndaðist á lokadegi félagaskiptagluggans í NBA-deildinni í körfubolta þegar Ben Simmons færði sig loks um set frá Philadelphia 76ers til Brooklyn Nets. Simmons hefur hins vegar ekki enn spilað vegna meiðsla og er óvist hvenær hann snýr aftur.

Körfubolti

Íslandsmeistararnir felldu nafna sína

Íslandsmeistarar Þórs frá Þorlákshöfn unnu góðan sjö stiga sigur, 95-88, er liðið heimsótti Þór frá Akureyri í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Tap Akureyringa þýðir að liðið er fallið úr efstu deild.

Körfubolti

Umfjöllun og viðtöl: Breiða­blik - Njarð­vík  116-120 | Njarð­víkingar náðu í sigur í framlengdum háspennuleik

Njarðvíkingar náðu í dýrmæt stig í toppbaráttunni þegar þeir unnu Breiðablik í Smáranum eftir framlengdan leik 116-120. Ég segi dýrmæt því þegar minna en mínúta var eftir af venjulegum leiktíma voru Njarðvíkingar undir en jöfnuðu og náðu í sigurinn. Blikar gáfu þeim mikla keppni eftir að hafa verið undir ca. 80% af leiknum.

Körfubolti

Benedikt Guðmundsson: Ég er bara virkilega ánægður með að fara héðan með sigur

Benedikt Guðmundsson vissi alveg að leikurinn við Breiðablik yrði ekki gefins og sú varð raunin þegar Njarðvíkingar náðu í sigur með erfiðasta móti 116-120. Njarðvíkingar virtust vera með góða stjórn á leiknum en Blikar eru óútreiknanlegt lið og ef þeir komast í gírinn sinn þá er erfitt að eiga við þá. Benedikt var því virkilega ánægður með sigurinn.

Körfubolti

Fjölnir eitt á toppi Subway-deildar

Fjölnir vann Njarðvík í stórleik kvöldsins í Subway-deild kvenna í Dalhúsum. Leikurinn var jafn og spennandi allan tíman eins og allar viðureignir liðanna til þessa á tímabilinu.

Körfubolti

Enn tapar Lakers

Þrátt fyrir að hafa misst niður gott forskot vann Dallas Mavericks góðan sigur á Los Angeles Lakers, 104-109, í NBA-deildinni í nótt.

Körfubolti

FIBA bannar Rússum keppni og Ísland gæti komist á HM

Alþjóða körfuknattleikssambandið, FIBA, hefur ákveðið að banna Rússneskum landsliðum og dómurum að taka þátt í mótum á vegum sambandsins um óákveðinn tíma vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Rússar eru með Íslendingum í riðli í undankeppni HM karla.

Körfubolti

Umfjöllun: Ítalía - Ísland 95-87 | Ítalir númeri of stórir á heimavelli

Ítalía lagði Ísland 95-87 í Bologna á Ítalíu fyrr í kvöld í fjórðu umferð undankeppni HM í körfubolta. Íslendingar byrjuðu mjög vel og náðu að nýta styrkleika sína mjög vel og voru með forskotið þegar einn leikhluti var búinn. Ítalir náðu þó vopnum sínum, sigu fram úr í öðrum leikhluta og sigldu síðan sigrinum heim í seinni hálfleik. 

Körfubolti