Lífið

„Mamma er að fara að deyja“

Anja var tólf ára gömul þegar móðir hennar, Linda Sæberg, greindist með brjóstakrabbamein. Anja var hrædd um að móðir hennar væri dauðvona. Linda fór í aðgerð, lyfja- og geislameðferð og Anja var eins mikið hjá henni og hún gat í ferlinu.

Lífið

Húðrútína ung­menna geti valdið skaða til fram­tíðar

„Ungar stelpur í dag eru ítrekað farnar að hafa meiri áhyggjur af húðinni sinni en nokkurn tímann gæti talist eðlilegt,“ segir Íris Björk Reynisdóttir, förðunarfræðingur og eigandi snyrtivöruverslunarinnar Beautybox, í samtali við Marínu Möndu Magnúsdóttur í nýjasta hlaðvarpsþætti Spegilmyndarinnar.

Lífið

Eiga á fjórða hundrað bíla í Hvera­gerði

Eitt glæsilegast bílasafn landsins er í eigu hjóna í Hveragerði, sem eiga nú tæplega fjögur hundruð bíla, sem eru stofustáss heimilisins. Allir bílarnir eru merktir með heiti þeirra og öðrum gagnlegum upplýsingum.

Lífið

„Hollt að horfast í augu við gömul sár“

„Ég held að það sé svo margt erfitt sem maður upplifir sem er miklu þægilegra að reyna að gleyma bara eða láta eins og hafi ekki haft áhrif á mann,“ segir tónlistarkonan Hildur Kristín sem var að senda frá sér lagið Þúsund skyssur ásamt tónlistarmyndbandi.

Tónlist

Eliza að drukkna í við­tölum í Dubai

Eliza Reid forsetafrú og rithöfundur lætur vel af heimsókn sinni til Dúbaí í Sameinuðu arabísku furstadæmunum þar sem hún var á meðal þátttakenda í Emirates Literary bókahátíðinni.

Lífið

Ís­lenskur hönnuður með fatalínu á tísku­viku

„Adrenalínið var alveg í hámarki eftir sýninguna,“ segir hin 24 ára gamla Thelma Gunnarsdóttir sem er nýútskrifaður fatahönnuður og nú þegar farin að taka þátt í spennandi verkefnum. Hún sýndi fatalínu sína á tískuvikunni í Kaupmannahöfn í síðustu viku en blaðamaður heyrði í henni og fékk að heyra nánar frá.

Tíska og hönnun

Best klæddu á Grammys: Lauf­ey skein skært í Chanel

Grammy verðlaunin fóru fram í 66. skipti í gærkvöldi með pomp og prakt í Crypto höllinni í Los Angeles. Stjörnurnar glitruðu á rauða dreglinum í sínu allra fínasta pússi og þar á meðal voru Grammy verðlaunahafinn Laufey Lín og Ólafur Arnalds, sem hlaut tilnefningu. 

Tíska og hönnun

Bragð­veisla fyrir sanna sæl­kera

Nói Síríus byrjar nýja árið með hvelli og sannir sælkerar gleðjast yfir hverri nýjunginni á fætur annarri. Sú nýjasta í röðinni er Síríus Pralín, dökkt Barón súkkulaði, með ómótstæðilegri bananafyllingu.

Lífið samstarf

Sony Portal: Spilað þegar ein­hver stelur sjón­varpinu

Sony gaf í lok síðasta árs út græjuna PlayStation Portal, sem gerir eigendum PlayStation 5 kleift að streyma tölvuleikjum úr tölvunni, hvar sem þeir eru staddir. Til að mynda er hægt að spila leiki sem búið er að setja upp í tölvunni á meðan aðrir horfa á sjónvarpið.

Leikjavísir

Hámhorfið: Hvað eru grínistar landsins að horfa á?

Gular viðvaranir, frost og snjókoma heiðra landsmenn og sófinn og sjónvarpsgláp eru að mati margra hinn prýðilegasti sunnudagskostur. Lífið á Vísi heldur áfram að heyra í fjölbreyttum hópi fólks með mikilvæga spurningu: Hvað ertu að horfa á þessa dagana? 

Lífið

Lætur draum látins eigin­manns síns rætast á Ís­landi

„Ég veit að hann á eftir að vera með okkur í anda,“ segir Sinéad Nolan Martin, 27 ára gömul kona frá Englandi í samtali við Vísi en í næsta mánuði mun hún leggja af stað í 40 kílómetra göngu frá Nesjavöllum til Þingvalla. Þannig hyggst hún heiðra minningu eiginmanns síns, Harry Martin, sem lést úr sjaldgæfu krabbameini árið 2021, einungis 25 ára gamall. Einn stærsti draumur Harry þegar hann var á lífi var að heimsækja Ísland.

Lífið