Lífið

Eftir sumarfrí leiðinn og góð ráð

Flestir tengja veturinn við þann tíma sem dregur fólk niður andlega og jafnvel í þunglyndi. En að sumarið sé hins vegar skemmtilegi, fjörugi og bjarti tíminn okkar. Þar sem það er miklu skemmtilegra. Þótt það rigni eða blási.

Áskorun

Þóttist vera dáin

Mar­got Robbie segist hafa verið mikill prakkari þegar hún var barn. Hún hafi í­trekað þóst vera dáin til þess að hefna sín á barna­píunni sinni þegar hún var lítil.

Lífið

Segist hafa stokkið of hratt í sam­bandið með Pete

Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian, sagði frá því í nýjasta þætti raunveruleikaþáttanna The Kardashians, að hún hafi stokkið of hratt í ástarsamband með uppistandaranum Pete Davidson eftir skilnað hennar við rapparann Kanye West.

Lífið

Barna­lán hjá Bar­bie-hjónum

Leikstjórarnir Greta Gerwig og Noah Baumbach eignuðust annað barn sitt fyrr á árinu. Barnið kom því í heiminn í miðjum fjölmiðlatúr fyrir Barbie sem Gerwig leikstýrir og kom í bíó í vikunni.

Lífið

Dúós: Kostuleg keppni í Gang Beasts

Pétur Jóhann Sigúfsson er ekki mikill leikjaspilari en hann fékk Óla Jóels til að aðstoða sig við að læra. Í sjötta þætti Dúós kíktu þeir félagar á partíleikinn Gang Beasts en óhætt er að segja að aðfarir þeirra hafi verið kostulegar.

Leikjavísir

Undir­­­gefnir að­dá­endur og linnu­­laus markaðs­her­­ferð knýi „Bar­ben­heimer“ á­­fram

Einn stærsti bíóviðburður ársins er nú runninn upp en stórmyndin Barbie verður frumsýnd á Íslandi í dag og frumsýning bíómyndarinnar Oppenheimer var í gær. Álitsgjafi segir bíóviðburðinn „Barbenheimer“ lykta af örvæntingu þar sem bíóbransinn eigi enn í erfiðleikum með að koma sér aftur á réttan kjöl eftir heimsfaraldur.

Menning

Creed snúa loksins aftur

Hin rómaða rokkhljómsveit Creed hefur tilkynnt nýja tónleikaröð, hina fyrstu í áratug. En sveitin hefur legið í dvala, fjölmörgum aðdáendum sínum til ama, frá árinu 2012.

Tónlist

Peysa Díönu prinsessu á upp­­­boði

Peysa sem Díana prinsessa klæddist í upphafi níunda áratugar síðustu aldar er nú til sölu á uppboði. Um er að ræða rauða peysu með mynstri af hvítum kindum. Ein kindin er þó svört og er talið að Díana hafi þess vegna verið hrifin af peysunni.

Lífið

Sérfræðingur gáttaður á „Bar­ben­heimer“

Paul Dergara­bedian, sér­fræðingur á sviði miðla­greiningar, sem sérhæft hefur sig í að greina miðasölutekjur kvikmyndahúsa vestanhafs, segist vera hvumsa yfir eftir­væntingunni sem ríkir fyrir „Bar­ben­heimer,“ sam­eigin­legum frum­sýningar­degi stór­myndanna Bar­bie og Oppen­heimer.

Bíó og sjónvarp

Hadid hand­tekin í fríinu

Fyrirsætan Gigi Hadid var handtekin ásamt vinkonu sinni þegar þær mættu til Cayman-eyja á dögunum. Vinkonurnar ferðuðust með einkaflugvél og voru með í fórum sínum kannabis og áhöld til að neyta þess. 

Lífið

Lína Langsokkur er látin

Upprunalega Lína Langsokkur, hin sænska Sonja Melin, lést 4. júlí síðastliðinn, 89 ára að aldri. Melin var konan sem veitti barnabókahöfundinum Astrid Lindgren innblástur að sögunni um Línu Langsokk sem kom út árið 1945.

Lífið

Heitasta sundfatatískan í sumar

Sundfatatískan hjá íslensku stjörnunum í sumar einkennist af þríhyrningabikiníi ýmist í svörtu eða skærum litum. Þar má nefna að sundföt fatahönnuðarins Hildar Yeoman njóta töluverðra vinsælda um þessar mundir. 

Lífið

Nýr pipar­sveinn á átt­ræðis­aldri

Raunveruleikaþættirnir Bachelor hafa lengi verið vinsælir en í haust hefst ný útgáfa af þáttunum, The Golden Bachelor. Þar er piparsveinninn ekki ungur maður í leit að fyrstu ástinni sinni heldur karlmaður á áttræðisaldri sem leitar að ástinni í annað skipti.

Lífið

Ætla að trylla lýðinn á Krúttinu

Það verður sannkölluð tónlistarveisla á Blönduósi næstkomandi laugardagskvöld þegar þeir Dagur Sigurðsson og Einar Örn Jónsson verða með tónleika á nýjum tónleikastað í gamla bænum, Krúttinu á Hóteli Blönduósi.

Tónlist

Lohan er kominn í heiminn

Lindsay Lohan er orðin mamma. Hún eignaðist sitt fyrsta barn með eigin­manni sínum Bader Shammas og er um að ræða strák. Hann hefur þegar fengið nafnið Luai en drenginn fæddi Lohan á Dubai þar sem parið býr.

Lífið