Lífið

Xbox Game Pass kemur til Íslands

Tölvuleikjaáskriftarþjónusta Microsoft, PC Game Pass, er orðin aðgengileg Íslendingum í gegnum prufuáskrift. Svo stendur til að opna þjónustuna að fullu á næstu mánuðum.

Leikjavísir

Mun aldrei ná sér

Leikarinn Tom Sizemore mun aldrei ná sér aftur eftir að hafa fengið heilablóðfall fyrir rúmri viku síðan. Hann er í öndunarvél en slökkt verður á henni á næstu dögum. 

Lífið

Gátu ekki hætt að kyssast

Elvis-leikarinn Austin Butler og kærasta hans, Kaia Gerber, gátu ekki sleppt hvoru öðru í veislu W-tímaritsins í Los Angeles um helgina. Fjöldi stjarna var samankominn í veislunni. 

Lífið

Kristrún búin að eiga

Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, og eiginmaður hennar, Einar B. Ingvarsson, eignuðust dóttur í byrjun febrúar. Þetta er þeirra annað barn en fyrir eiga þau dóttur sem fæddist árið 2019. Dóttirin hefur fengið nafnið Ragnhildur Steinunn.

Lífið

Tuttugu og fimm þúsund bækur á fjórum dögum

Bækur flæða um húsakynni Knattspyrnusambands Íslands þar sem bókamarkaður Félags íslenskra bókaútgefenda fer nú fram. Nú þegar hafa selst 25.000 bækur á fjórum dögum. Stefnan er sett á hundrað þúsund.

Menning

Kyli­e ekki lengur á toppnum

Athafnakonan og raunveruleikastjarnan Kylie Jenner er ekki lengur með flesta fylgjendur kvenna á Instagram. Leik- og söngkonan Selena Gomez hefur tekið fram úr.

Lífið

Gefin saman af Siggu Kling í brjáluðu veðri

Eftir þrjár tilraunir í brjáluðu veðri og gulri viðvörun gaf spákonan og gleðigjafinn Sigga Kling saman sexfalda heimsmeistarann í lethwei, Dave Leduc frá Kanada og Irinu Terehova fyrirsætu- og raunveruleikastjörnu í Álftanesfjöru.

Lífið

Fjórðungslíkur á sigri Svía í Eurovision

Veðbankar eru á einu máli um að Svíar muni bera sigur úr býtum í Eurovision í ár, þrátt fyrir að framlag þeirra hafi ekki enn verið valið. Ísland situr í 33. sæti yfir sigurstranglegustu liðin. 

Lífið

Auðvitað er Ísland ekki best í heimi!

„Ég trúi því varla ennþá hvurslags lán það var þegar fyrrverandi sjónvarpsstjóri var einhvern tímann á hlaupum inn á fund og henti þessari setningu í fangið á mér: „Hvar er best að búa?“. Ég held að hún hafi verið að pæla í þáttaröð um það í hvaða sveitarfélagi á Íslandi er best að búa, en einhvern veginn möndlaðist það þannig í höndunum á mér að þetta varð mun skemmtilegra djobb“

Lífið

Ruddust inn á sviðið hjá Lor­een í miðju lagi

Loreen fékk að flytja framlag sitt aftur á fjórða undanúrslitakvöldi Melodifestivalen í kvöld eftir að fjórir ruddust inn á sviðið með skilti. Slökkt var á tónlistinni í miðju lagi Loreen að óvörum. Mennirnir voru hnepptir í varðhald.

Lífið

Þessi keppa til úr­slita í Söngva­keppninni

Lögin Gleyma þér og dansa, með Siggu Ózk, og OK með Langa Sela og Skuggunum komust áfram í seinni undanúrslitum Söngvakeppninnar í kvöld. Framkvæmdastjórnin kom á óvart og hleypti þriðja laginu í gegn. Úrslitin fara fram eftir viku.

Lífið