Lífið

Hallmark hringir inn jólin

Hver elskar ekki velgjulega væmnar sjónvarpsmyndir þar sem allt fer á besta veg að lokum? Auðvitað eru einhverjir skröggar þarna úti sem vilja ekkert af slíku vita en aðdragandi jóla er gósentíð fyrir okkur hin þegar hinar ástsælu Hallmark-jólamyndir fara að birtast á Stöð 2 og Stöð 2+ og í augum margra eru þær jafn nauðsynlegar um jólin og malt og appelsín, hálfmánar með sveskjusultu og frómasinn hennar ömmu.

Lífið samstarf

Laddi fær hjartastein í Hafnarfirði

„Þetta er einn af hápunktunum, allavega hæsti punkturinn hingað til myndi ég segja,“ segir Þórhallur Sigurðsson, skemmtikraftur, betur þekktur sem Laddi. Svokallaður hjartasteinn til heiðurs Ladda var afhjúpaður fyrir framan Bæjarbíó í Hafnarfirði fyrr í kvöld og fréttastofa Stöðvar 2 var að sjálfsögðu á staðnum. Hjartasteininn hlýtur Laddi fyrir leikinn, gleðina og skemmtunina sem hann hefur fært öllum aldurshópum um árabil.

Lífið

Snúa bökum saman hjá Gameverunni

Marín í Gameverunni fær til sín Allifret í heimsókn en þau ætla að setjast niður og spila svokalla Co-op leiki. Í þeim leikjum þurfa þau að snúa bökum saman til að vinna.

Leikjavísir

Myndaveisla: Sköpuðu nýjan fatnað úr ósöluhæfum flíkum

Verkefnið Misbrigði VIII er unnið af nemendum í fatahönnun á öðru ári við Listaháskóla Íslands í samstarfi við Fatasöfnun Rauða kross Íslands. Tískusýning Misbrigða fór fram 3. nóvember síðastliðinn og á morgun, 18. nóvember, kl 16:00 opna nemendur sýningu í húsnæði Listaháskólans við Þverholt 11 með flíkunum og nánari upplýsingum um hverja línu.

Tíska og hönnun

Fær ekki að vera hin eina sanna „drottning jólanna“ þrátt fyrir allt

Söngkonan Mariah Carey hefur oft verið kölluð drottning jólanna enda jólalög hennar órjúfanlegur hluti af jólahaldi margra. Carey hafði óskað eftir því að titillinn yrði skráður sem vörumerki í hennar eigu. Í vikunni fékkst sú niðurstaða í málið að Carey fengi ekki einkaleyfi fyrir vörumerkinu og má því hver sem er kalla sig „drottningu jólanna“.

Jól

Ekki auðveld ákvörðun að hætta saman

Parið Gem­ma Owen og Luca Bish, sem byrjuðu að slá sér upp í raunveruleikaþáttunum Love Island, eru hætt saman eft­ir þriggja mánaða sam­band. Gemma er dóttir fótboltamannsins Michael Owen sem spilaði fyr­ir Li­verpool og enska landsliðið.

Lífið

Endaði sem víkingur eftir að hafa greinst með krabbamein

Þættirnir Afbrigði í umsjón Ingileifar Friðriksdóttur hófu göngu sína á nýjan leik á Stöð 2 í gærkvöldi en þar er fjallað um fólk sem lifir óhefðbundnum lífsstíl og er óhætt að segja að um afar sérstaka og öðruvísi þætti sé að ræða.

Lífið

Það var enginn tilbúinn í þetta

Hún hefur verið ein vinsælasta söngkona landsins í að verða tuttugu ár. Hún er mikið Eurovision-nörd og tekið þátt fyrir Íslands hönd í keppninni sjálfri. Mikið fyrir hreyfingu, er trúuð og mikil fjölskyldukona. Regína Ósk Óskarsdóttir er gestur vikunnar í Einkalífinu.

Lífið

Nágrannar fengu fjármagn og fara ekki fet

Sápuóperan Nágrannar kvaddi skjáinn fyrr á árinu eftir 37 ár í sjónvarpi. Tárin féllu þegar Nágrannarnir sögðu bless og voru aðdáendur um heim allan í öngum sínum. Þeir geta þó tekið gleði sína á ný þar sem ný þáttaröð er væntanleg.

Bíó og sjónvarp

Ís­lensku stjörnurnar skinu skært í Tallinn

Kvikmyndin Sumarljós og svo kemur nóttin var frumsýnd á Pöff, alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Tallinn um helgina og hlaut mikið lof. Elfar Aðalsteins, leikstjóri og handritshöfundur myndarinnar var viðstaddur ásamt framleiðandanum Heather Millard og stórum hluta leikhópsins.

Bíó og sjónvarp

Leita að jólagjöf ársins

RSV (Rannsóknasetur Verslunarinnar) leitar eftir tillögum að jólagjöf ársins. Jogginggalli var valin gjöf ársins í fyrra. Þá verður fróðlegt að sjá hvort neytendur og verslanaeigendur séu sammála viðskiptavinum Elko sem völdu loftsteikingapott sem vinsælustu gjöfina í ár. 

Jól

Gefur lagið loksins út tíu árum síðar

Tónlistarkonan og læknaneminn Guðrún Ólafsdóttir, einnig þekkt undir listamannsnafninu ЯÚN, var að gefa út lagið Móðurást. Texti lagsins er úr samnefndu ljóði Jónasar Hallgrímssonar en í dag er dagur íslenskrar tungu sem haldinn er á fæðingardegi skáldsins.

Tónlist

Dúndur­diskó Bragi Valdimar hlaut verð­­laun Jónasar

Bragi Valdimar Skúlason hlaut verðlaun Jónasar Hallgrímssonar í dag á degi íslenskrar tungu. Verðlaunin eru veitt einstaklingi sem hefur með sérstökum hætti unnið íslenskri tungu gagn í ræðu eða riti, með skáldskap, fræðistörfum eða kennslu og stuðlað að eflingu hennar, framgangi eða miðlun til nýrrar kynslóðar.

Menning

Ágengur fílsungi truflaði fréttamann

Fréttamaður KBC í Kenía var í sakleysi sínu að taka upp sjónvarpsfrétt um athvarf fyrir fíla í Naíróbí. Alvin Kaunda var að taka upp frétt þar sem hann fjallaði um ágengi fólksins og hvað hún hefði komið niður á fílum Afríku, þegar ágengan fílsunga bar að garði.

Lífið