Lífið

Liðsmaður De La Soul látinn

Bandaríski tónlistarmaðurinn David Jolicoeur, einnig þekktur sem Trugoy the Dove, er látinn, 54 ára að aldri. Hann var liðsmaður hiphop-sveitarinnar De La Soul.

Lífið

Ri­hanna og A$AP eiga von á öðru barni

Netheimar loguðu þegar tónlistarkonan Rihanna steig á svið í hálfleik Ofurskálarinnar í gær. Tónlistarkonan steig síðast á svið fyrir fimm árum síðan og því mikil eftirvænting meðal aðdáenda hennar. Ekki bara það heldur skartaði hún óléttubumbu en aðeins níu mánuðir er síðan frumburður hennar og A$AP Rocky kom í heiminn. 

Lífið

Lionel Messi kominn á Hvolsvöll

Knattspyrnuhetjan Messi og átrúnaðargoð margra er nú mættur á Hvolsvöll, reyndar ekki í eigin persónu en níu ára strákur á staðnum fékk málverk af honum í afmælisgjöf, sem mamma hans málaði. Verkið hefur vakið mikla athygli.

Lífið

Megan Fox kyndir undir orðróm um sambandsslit

„Þú getur bragðað óheiðarleikann, hann umlykur andardrátt þinn,“ skrifar leikkonan Megan Fox við nýjustu mynd sína á Instagram. Hún hefur einnig eytt öllum Instagram-myndum af unnusta sínum, rapparanum Machine Gun Kelly, og þannig kynt rækilega undir orðróm um sambandsslit þeirra tveggja. 

Lífið

Íslensku systurnar lutu í lægra haldi fyrir umdeildum Færeyingi

Framlag Dana í Eurovision í ár verður í höndum Færeyingsins Reiley sem verður þar með fyrsti Færeyingurinn til að taka þátt í keppninni. Íslensku systurnar Brynja Mary og Sara Victoria Sverrisdætur, sem koma saman fram undir nafninu Eyjaa, kepptu í gær í úrslitum undankeppni danska ríkisútvarpsins en tókst ekki að komast á pall.

Tónlist

Gat ekki snúið til baka: „Ég var löngu búin með kvótann á sálinni“

Aníta Briem var aðeins 16 ára gömul þegar hún lagði út í hinn stóra heim til þess að gerast leikkona. Hún bjó lengst af í Los Angeles þar sem gylliboð voru á hverju strái. Þegar hún kom hingað til lands til þess að taka upp sjónvarpsþætti fyrir nokkrum árum síðan, fann hún hvernig Íslendingurinn innra með henni öskraði á hana.

Lífið

Bjóða fólki að senda ástarbréf frítt

Um helgina og fram á Valentínusardag, sem er næsta þriðjudag, verður sérstakur hjartapóstkassi staðsettur í Kringlunni þar sem fólk getur skrifað eldheita ástarkveðju og póstlagt frítt með Póstinum.

Lífið

Kostulegar lýsingar Jakobs á verkahring nýs verkefnastjóra

Jakob Birgisson grínisti var álitsgjafi Íslands í dag á miðvikudag, þar sem hvaðeina markvert úr fjölmiðlaumræðu að undanförnu var til umræðu. Á meðal þess var atvinnuauglýsing Reykjavíkurborgar fyrir hinn svonefnda verkefnastjóra framtíðarinnar. Sjá má innslagið hér að ofan en viðtal við Jakob er strax í upphafi þáttar.

Lífið

„Ég held að engin móðir vilji nokkurn tímann upp­­lifa þetta“

„Það sem mér finnst sárast í þessu er þegar fólk talar í kringum þetta, og vill ekki ræða þetta, af því að það heldur að það sé að særa mig. En það er akkúrat öfugt,“ segir Harpa Þöll Gísladóttir sem varð fyrir miklu áfalli þegar Þröstur sonur hennar fæddist andvana á tuttugustu viku meðgöngu. Hún segir reynsluna hafa verið lífsmarkandi.

Lífið

Sendi Arnaldi handritið reglulega

„Ég man ekki hvort ég fékk bókina gefins eða lánaða um jólin eftir að hún kom út 1999, en ég las hana allavega um það leyti,“ segir Óskar Þór Axelsson, leikstjóri myndarinnar Napóleonsskjölin sem frumsýnd var 3. febrúar síðastliðinn.

Lífið samstarf

Mysingur í skeið, kandís með kaffinu og allskonar ofan á brauð

Þau eru sem betur fer af ólíku tagi og misalvarleg hitamálin í þjóðfélagsumræðunni. Þó svo að eðlilega fari kannski mest fyrir veðurviðvörunum, verðhækkunum og verkalýðsbaráttu þessa dagana er algjör óþarfi að gleyma litlu hlutunum. Þessum litlu-stóru hlutum sem oft á tíðum geta skapað hressilegar og bráðnauðsynlegar umræður.

Lífið

Segir tískuna geggjaða og ömurlega á sama tíma

Jóhann Kristófer Stefánsson, jafnan þekktur sem Joey Christ, er rappari, leikstjóri og lífskúnstner sem hefur vakið athygli fyrir persónulegan og einstakan stíl sinn. Hann sækir innblástur í hið sammannlega ástand og segir fátt hafa haft jafn mikil áhrif á sig og Fóstbræður. Jóhann Kristófer er viðmælandi vikunnar í Tískutali.

Tíska og hönnun

Vaktin: Saga Matt­hildur bar sigur úr býtum

Spennan er orðin áþreifanleg. Úrslitakvöld Idol er nefnilega á Stöð 2 í kvöld. Tvö keppa til úrslita, þau Kjalar og Saga Matthildur, sem bæði hafa fangað hjörtu þjóðarinnar. Við fylgjumst auðvitað með úrslitakvöldinu og lýsum framvindunni í Vaktinni á Vísi.

Lífið

Kepp­endur Söngva­­keppninnar trylla leik­­skóla landsins

Það má ætla að hljómsveitin Celebs, sem tekur þátt í Söngvakeppni sjónvarpsins í ár, hafi eignast marga unga aðdáendur á síðustu dögum. Sveitin hefur verið á svokölluðum leikskólatúr á höfuðborgarsvæðinu en í dag eru þau stödd á Vestfjörðum þar sem þau hafa verið bókuð af átta leikskólum.

Lífið

Hagstætt og þægilegt að hlaða bílinn með hleðslustöð í áskrift

„Rafbílavæðing á Íslandi hefur stóraukist og þá helst á síðustu 3-4 árum. Orkusalan hóf vegferð sína í hleðslulausnum árið 2016 en þá gáfum við öllum sveitarfélögum landsins 22kW hleðslustöðvar til þess að vekja athygli á orkuskiptum framtíðarinnar. Til að byrja með voru þessar stöðvar lítið notaðar og þá síst utan höfuðborgarsvæðisins en með aukinni drægni rafbíla hefur fjöldi rafbílaeigenda 20-faldast á síðustu fimm árum. Við sjáum klárlega aukningu í kortunum, þessi þróun á eftir að halda áfram næstu ár sem er mikilvægur þáttur þegar kemur að orkuskiptum hér á landi,“ segir Heiða Halldórsdóttir, markaðsstjóri Orkusölunnar.

Lífið samstarf