Lífið

Var við dauðans dyr sextán ára

„Við skildum ekkert, ég var svo gulur. „Djöfull er ég með skrýtinn lit“ hugsaði ég en þá kom í ljós að lifrin var ónýt,“ segir Idol stjarnan og gleðigjafinn Guðjón Smári Smárason í viðtali í Bakaríinu síðasta laugardag.

Lífið

Deildin hefst fyrir alvöru í kvöld

Enska úrvalsdeildin hefst fyrir alvöru í Stjóranum í kvöld en þeir Hjálmar og Óli eru nú komnir á stóra sviðið. Strákarnir hafa tekið við stjórn úrvalsdeildarliða og er því til mikils að vinna.

Leikjavísir

Tilkynnir endurkomu Food & Fun í mars

„Þetta er bara lífið, þetta er eins og að vera píanóleikari, þú hættir ekkert að spila á píanó. Þú spilar bara á píanó þangað til þú deyrð,“ segir Siggi Hall í viðtali í Bakaríinu á Bylgjunni.

Matur

Aðalsteinn frændi ekki hátt skrifaður hjá Sólveigu Önnu

Oft er sagt að Ísland sé lítið og þar þekkist allir. Fyrir vikið sé frændhygli mikil á landinu kalda þar sem skyldmenni hjálpist að. Það virðist þó ekki vera tilfellið þegar kjaradeila Eflingar við Samtök atvinnulífsins er annars vegar. Þar takast skyldmenni á.

Lífið

Hryllings- og keppniskvöld hjá GameTíví

Það verður nóg um að vera hjá GameTíví í kvöld. Dói ætlar að hefja leik á því að kíkja á endurgerð hryllingsleiksins Dead Space sem kom út á dögunum. Í kjölfar þess ætla strákarnir að skipta liði og fara í parakeppni í Warzone 2.

Leikjavísir

Ráðleggur konum á miðjum aldri að lyfta þungum lóðum

„Að eldast með reisn er ekki það sama og reyna að halda í við yngri konur. Líkaminn breytist og það er eðlileg vegferð sem við njótum að fylgjast með og sjá fegurðina í. Hreyfing, mataræði, hvíld og andleg næring eru lykilatriði sem við verðum að hlúa að. Við höfum gríðarleg áhrif á hvernig við eldumst, það er himinn og haf milli þeirra sem hreyfa sig og hreyfa sig ekki,” segir Guðbjörg Finnsdóttir, íþróttafræðingur.

Lífið samstarf

Uppgötvaði líkamann sinn upp á nýtt

„Innblásturinn fyrir verkið er þessi magnaði líkami sem við eigum,“ segir dansarinn Þyri Huld Árnadóttir, sem frumsýnir verkið Hringrás næstkomandi föstudag. Er um að ræða dansverk til heiðurs kvenlíkamanum en verkið samtvinnar myndlist, tónlist og dans, sem mynda heildræna hringrás.

Menning

Stjörnulífið: Chicago, útskrift og Alparnir

Það var nóg um að vera um helgina. Þorrablót voru haldin víða um landið og Harpan fylltist af nýútskrifuðum snillingum. Aðeins fjórir keppendur eru eftir í Idol, söngleikurinn Chicago var frumsýndur á Akureyri og lögin í Söngvakeppninni voru kynnt. 

Lífið

„Eins og að setja startvökva á gamla díselvél“

Sunna Dís Másdóttir rithöfundur var sigursæl í liðinni viku eftir að hún hlaut hinn svonefnda Ljóðstaf Jóns úr Vör fyrir frumsamið ljóð. Tekið var hús á henni í Gröndalshúsi í Grjótaþorpinu í miðbæ Reykjavíkur, þar sem rithöfundar ýmsir hafa aðsetur í góðu yfirlæti. Innslagið má sjá í Íslandi í dag hér að ofan og hefst á níundu mínútu.

Menning

Hreyfum okkur saman: Jóga og styrkur

Í áttunda þætti af Hreyfum okkur saman sýnir Anna Eiríks jógaæfingu. Þetta er öflugt jógaflæði í bland við góðar styrktaræfingar með eigin líkamsþyngd.

Heilsa