Lífið

Adam Levine og Behati Prinsloo eiga von á barni

Maroon 5 söngvarinn góðkunni Adam Levine og fyrirsætan Behati Prinsloo eiga von á sínu þriðja barni saman samkvæmt heimildum People. Parið gifti sig árið 2014 og rekur saman Calirosa vínframleiðsluna. 

Lífið

Nafn sonarins, Harvey Weinstein og 73 spurningar

Leikkonan Jennifer Lawrence er í sviðsljósinu hjá Vogue þessa vikuna þar sem hún ræðir móðurhlutverkið, nýju myndina sína og svarar 73 spurningum í mínígolfi. Í viðtalinu deilir hún nafni sonar síns sem kom í heiminn í febrúar á þessu ári. 

Lífið

Bieber af­lýsir fjölda tón­leika vegna heilsu­brests

Tónlistarmaðurinn Justin Bieber tilkynnti í kvöld að hann hefði ákveðið að taka sé hlé frá tónleikahaldi um óákveðinn tíma vegna heilsubrests. Í júní síðastliðnum neyddist hann til að fresta fjölda tónleika vegna taugasjúkdóms sem hann greindist með.

Lífið

Gigi Hadid gæti orðið elsta kærastan til þessa

Sá orðrómur er nú á kreiki vestanhafs að stórleikarinn Leonardo Dicaprio sé að slá sér upp með ofurfyrirsætunni Gigi Hadid, aðeins nokkrum vikum eftir að greint var frá sambandsslitum Dicaprio og leikkonunnar Camillu Morrone.

Lífið

Biðinni eftir Björk lokið

Björk Guðmundsdóttir var að senda frá sér tónlistarmyndband við lagið „atopos“ og er um að ræða fyrsta lagið af væntanlegri plötu, „fossora“.

Tónlist

Listasýningar með ömmu í æsku kveiktu á sköpunargleðinni

Lágmyndir hafa heillað listamanninn Pétur Geir Magnússon frá ungum aldri og í dag hefur hann fært þær inn í nútímalegt form í listsköpun sinni. Pétur Geir, sem er búsettur og starfræktur í Stokkhólmi, er með bakgrunn í grafískri hönnun en kallar sig hagnýtan myndlistarmann og nálgast listaverk sín á einstakan hátt. Pétur Geir er viðmælandi í nýjasta þætti af KÚNST, sem er jafnframt fyrsti þáttur í seríu tvö.

Menning

Tapaði enn einu dómsmálinu

Dómstóll í Kaliforníu hefur vísað frá enn einu dómsmálinu, í tengslum við eitt frægasta plötuumslag tónlistarsögunnar, plötu Nevermind með hljómsveitinni Nirvana. Fyrirsæta plötuumslagsins, Spencer Elden, hefur margoft krafist bóta þar sem hann telur myndatökuna falla undir „kynferðislega misnotkun barna“. 

Lífið

Mörg járn í eldinum og rauði dregillinn með Jason Momoa

Stórstjarnan Hera Hilmarsdóttir fer með hlutverk Helgu í kvikmyndinni Svar við bréfi Helgu þar sem hún leikur á móti Þorvaldi Davíð og Anítu Briem. Hún fer einnig með hlutverk í þáttunum „See“ frá streymisveitunni Apple TV+ þar sem hún leikur meðal annars á móti Jason Momoa.

Lífið

Bönnuð á Tinder fyrir lífstíð

„Er þetta ekki alltaf bara sama ómenningin? Vond en venst? Æ, ég hef samt nett gaman af henni. Ég held ég myndi ekkert fúnkera betur í öðru umhverfi,“ segir tölfræðingurinn og dellukonan Sigrún Helga Lund um stefnumótamenninguna í viðtali við Makamál. 

Makamál

RIFF setur frumbyggja í sviðsljósið

RIFF hefur kynnt til leiks nýjan flokk stuttmynda í ár, sem setur frumbyggja í sviðsljósið.Úr þessum flokki tala stuttmyndirnar til heimsbyggðarinnar allrar en þær koma frá stöðum sem í dag nefnast Svíþjóð, Grænland, Bandaríkin og Mexíkó.

Bíó og sjónvarp

Sömdu lag út frá upplifun á sóttkví

Piparkorn er jazz-skotin funk hljómsveit sem hefur starfað í ýmsum myndum frá árinu 2015. Hljómsveitin hóf ferilinn í djasstónlist en hefur þróað stílinn sinn hægt og rólega út í poppaðra og ferskara efni en Piparkorn var að senda frá sér lagið Heima við ásamt splunkunýju tónlistarmyndbandi.

Tónlist