Menning

Erum enn þá síðnýlenduþjóð

Sæmd, nýjasta skáldsaga Guðmundar Andra Thorssonar, fjallar um sannsögulega atburði sem áttu sér stað í Reykjavík árið 1882. Hann segist þó alls ekki vera að skrifa sagnfræði, heldur að endurskapa persónur og atburði.

Menning

Fæ að gera það sem ég hef gaman af

Sigrún Guðjónsdóttir, Rúna, opnar sýningu á morgun, laugardag í Hafnarborg, sem nefnist Dvalið hjá djúpu vatni. Þar eru verk frá fjölbreyttum listferli hennar sem nær allt aftur til ársins 1947, og enn er hún að, áttatíu og sjö ára að aldri.

Menning

Grænland var afgerandi áhrifavaldur

Kim Leine hlaut bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs í ár fyrir skáldsöguna Profeterne i Evighedsfjorden. Leine bjó á Grænlandi í 15 ár og segir þá vist hafa haft afgerandi áhrif á sig. Bókin er væntanlegu á íslensku í mars á næsta ári.

Menning

Veisla fyrir kammerunnendur

Ingibjörg Guðjónsdóttir verður gestasöngvari með Elektra Ensemble á tónleikum hópsins á Kjarvalsstöðum á sunnudagskvöldið.

Menning

Myndaði miðbæinn

Ljósmyndabókin Reykjavík í hnotskurn er umfangsmikil samtímaheimild um grafík og hönnun í miðbæ Reykjavíkur. Bókin inniheldur ljósmyndir sem Annetta Scheving, grafískur hönnuður með ljósmyndadellu, hefur tekið undanfarin fjögur ár.

Menning

Bjarki enn á toppnum

Ljóðabók Bjarka Karlssonar, Árleysi alda, trónir á toppi metsölulista Eymundsson aðra vikuna í röð.

Menning

Nýr einleikur um eldklerkinn

Eldklerkurinn, nýr einleikur eftir Pétur Eggerz, verður frumsýndur á Kirkjubæjarklaustri um helgina. Verkið er byggt á ritum séra Jóns Steingrímssonar, eldklerksins úr Skaftáreldum. Sýningar verða í Hallgrímskirkju næstu þrjár helgar.

Menning

Spánverjar elska Arnald

Arnaldur Indriðason fær lofsamlega dóma í El Mundo fyrir Skuggasund og er þar meðal annars talað um frásagnarsnilld.

Menning

Átök alþýðukonu og listfræðings

Leikritið Pollock? eftir Stephen Sachs verður frumsýnt í Þjóðleikhúsinu á miðvikudagskvöld. Það fjallar um átök alþýðukonu og listfræðings og í forgrunni er spurningin um það hvað sé ekta og hvað svikið.

Menning

Bláskjár enn á ferð

Illugi Jökulsson var sjö ára þegar hann sá vagnalest rómafólks á ferð í Grikklandi og hafði djúp áhrif á hann. Nýlegar fréttir af bláeygu barni rifjuðu líka upp gamla barnabók.

Menning

Getur alveg leikið illmenni

Ólafía Hrönn Jónsdóttir er kona ekki einhöm. Hún er jafnvíg á að leika konur og karla, syngur, málar og semur tónlist, skýtur hreindýr og eldar ofan í börnin sín.

Menning

Æfir sig í að breytast

Heimsendir fylgir þér alla ævi er fyrsta ljóðabók Evu Rúnar Snorradóttur. Hún segist hafa skrifað ljóð alla ævi en farið með það eins og mannsmorð, það hafi ekki þótt töff í Neðra-Breiðholtinu.

Menning

Fönixinn rís enn á ný úr öskunni

Dansleikhúskonsertinnn Ferðalag Fönixins – um listina að deyja og fæðast á ný verður sýndur á Álandseyjum í á laugardaginn. María Ellingsen, sem fer fyrir hópnum sem að sýningunni stendur, segir áhorfendur hrífast mjög af verkinu.

Menning