Menning

Örvhentir og blindir fagna breytingum

Örvhentir nemendur við Háskóla Íslands taka þeim breytingum sem hafa verið gerðar á nýjum kvikmyndasölum Háskólabíós fagnandi. Ný sæti með borðum fyrir örvhenta hefur verið komið fyrir yst vinstra megin í hverri sætaröð og eiga þeir því auðveldara með það en áður að glósa í fyrirlestrum.

Menning

Tíminn með Odd Nerdrum guðsgjöf

Fyrsta einkasýning listmálarans Þrándar Þórarinssonar verður opnuð í húsi Ó. Jónssonar og Kaaber á laugardag. Þrándur hrökklaðist á sínum tíma úr námi sínu í Listaháskóla Íslands og gerðist nemandi hjá hinum norska Odd Nerdrum.

Menning

Leggur Indland að fótum sér

Vinjettuhöfundurinn Ármann Reynisson ferðaðist um þvert Indland í um tvo mánuði til þess að viða að sér efni og fá nýtt blóð í sagnabrunninn. Vinjettur Ármanns féllu Indverjum almennt mjög vel í geð.

Menning

Aðdáendur Sigga Páls fagna

Sigurður Pálsson hlaut á fimmtudaginn Íslensku bókmenntaverðlaunin 2007 í flokki fagurbókmennta fyrir Minnisbók. Fáir fögnuðu sigri Sigurðar jafn innilega og meðlimir Singapore Sling. Þeir voru staddir úti í Berlín í gær þegar þeir heyrðu fréttirnar. „Þetta voru frábær tíðindi,“ segir Henrik Björnsson söngvari. „Við opnuðum kampavínsflösku um leið og við heyrðum þetta.

Menning

Friðþjófur Helgason sýnir í Fótógrafí

Laugardaginn 12. janúar klukkan tólf verður opnuð sýning á myndum Friðþjófs Helgasonar í ljósmyndagalleríinu Fótógrafi Skólavörðustíg 4. Sýningin nefnist Tríólógía og sýnir Friðþjófur samsettar landslags- og umhverfismyndir sem hver og ein myndar þrenningu.

Menning

Flókið samband fólks í Texas

Í kvöld dregur til tíðinda í íslensku leikhúslífi þar sem nýr atvinnuleikhópur sem kallast Silfurtunglið frumsýnir leikritið Fool for Love í Austurbæ.

Menning

Svartur fugl á ferð og flugi

Leikritið eldfima Svartur fugl var sýnt í Hafnarfjarðarleikhúsinu í haust við góðar undirtektir gagnrýnenda og áhorfenda. Verkið verður sýnt á Egilsstöðum, á Ísafirði og í Vestmannaeyjum og verður sett upp tvisvar á hverjum stað.

Menning

Ljóð tónum skreytt

Ljóðskáldin Sigurður Pálsson og Óskar Árni Óskarsson lesa upp og kynna nýjar tónskreyttar ljóðaútgáfur í bókaversluninni Iðu, Lækjargötu 2a, í kvöld kl. 20.30. Auk þeirra kemur saxófónleikarinn Jóel Pálsson fram og leggur til tónskreytingar.

Menning

Vel heppnaðir tónleikar í Víðistaðakirkju

Kvennakór Hafnarfjarðar og Grundartangakórinn héldu jólatónleika í Víðistaðakirkju í dag. Fyrst söng Kvennakór Hafnarfjarðar undir stjórn Ernu Guðmundsdóttur jólalög og síðan söng Grundartangakórinn undir stjórn Atla Guðlaugssonar.

Menning

Erró gefur listaverk fyrir fimm milljónir

Þeir fimmtíu fyrstu sem kaupa nýja bók um listamanninn Erró fá óvæntan glaðning. Þeir fá nefnilega grafík­þrykkt verk eftir listamanninn sem eru bæði árituð og tölusett en herlegheitin fara fram í bókabúð Máls og Menningar á Laugaveginum á laugardaginn um leið og búðin er opnuð.

Menning

Lessing fer ekki til Svíþjóðar

Rithöfundurinn Doris Lessing, sem hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels í ár, getur ekki ferðast til Stokkhólms til að taka við verðlaununum vegna eymsla í baki.

Menning

List mæld í metrum

Á Korpúlfsstöðum er rekin sjón­listamiðstöð á vegum Sam­bands íslenskra myndlistar­manna, Sam­taka hönnuða og Reykjavíkur­borgar. Í sjónlistamiðstöðinni eru nú vinnustofur hátt í fjörutíu starfandi myndlistarmanna og hönnuða.

Menning

Raggi fer til Feneyja

Tilkynnt var í gær við hátíðlega athöfn í Listasafni Íslands sem Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar stóð fyrir að Ragnar Kjartansson, myndlistarmaður með meiru, yrði fulltrúi Íslands á Tvíæringnum í Feneyjum 2009.

Menning

Ljóð á tungu

Ljóðasamkeppnin Ljóð á tungu - ljóð um tungu er haldin ár hvert á vegum Fagráðs í íslensku við Kennaraháskóla Íslands í tilefni af degi íslenskrar tungu. Í ár var leitað eftir efni sem tengist Jónasi Hallgrímsyni á einhvern hátt enda vel við hæfi á 200 ára afmælisdegi skáldsins.

Menning

Arnaldur á kunnuglegum slóðum

Arnaldur Indriðason er á toppi metsölulista Eymundsson með bók sína Harðskafa aðra vikuna í röð. Listinn sem birtur var í morgun hefur tekið nokkrum breytingum frá síðustu viku en í öðru sæti er Hnífur Abrahams eftir Óttar M. Norðfjörð. Sú bók hefur fengið góðar viðtökur og er henni líkt við Da Vinci lykilinn sem fór eins og eldur í sinu um heimsbyggðina fyrir nokkrum misserum. Í þriðja sæti sitja systkinin Þórarinn og Sigrún Eldjárn með bókina Gælur, fælur og þvælur.

Menning

Banksy staðinn að verki?

Vegfarandi nokkur kveðst hafa náð myndum með símanum sínum af listamanninum við iðju sína. Banksy hefur fram að þessu verið dularfull persóna í heimi myndlistarinnar og ávallt gætt vel að því að réttu nafni og öðrum upplýsingum um persónu hans verði ekki uppljóstrað.

Menning

Sæmdur riddarakrossi frönsku heiðursorðunnar

„Mér var tilkynnt þetta ekki alls fyrir löngu. Maður fær engar nákvæmar skýringar heldur bara tilkynningu,“ segir rithöfundurinn Sigurður Pálsson en Frakklandsforseti hefur ákveðið að sæma hann Chevalier de l’Ordre National du Mérite eða riddarakrossi frönsku heiðursorðunnar.

Menning

Koss í farbann

Ljósmynd af tveimur rússneskum lögreglumönnum sem kyssast í skógi vöxnu vetrarlandslagi hefur valdið þó nokkrum usla í rússnesku menningarlífi.

Menning

Myndlist í Regnboganum

Myndlistarhátíðin Sequences stendur yfir um þessar mundir, en undir formerkjum hennar fara fram listviðburðir víðs vegar um höfuðborgina. Hluti af dagskrá Sequences fer fram í Regnboganum, Hverfisgötu 54, í dag og á morgun. Í dag verður það listfélagsskapurinn Lortur sem stígur á svið með stuttmyndadagskrá og sérlegan leynigest.

Menning

Stefán Karl leikur Trölla eftir áramót á Broadway

"Við eigum enn eftir að ganga frá nokkrum lausum endum en ef þetta gengur allt saman upp þá verð ég Trölli á Broadway á næsta ári,“ upplýsir Stefán Karl Stefánsson en hann er nú kominn með annan fótinn á stóra sviðið í New York. Um er að ræða söngleik sem byggður er á bókinni Þegar Trölli stal jólunum eftir Dr. Seuss.

Menning

Leitar suðræns sjarmörs

Leikstjórinn Benedikt Erlingsson leitar nú logandi ljósi að suðrænu sjarmatrölli til að taka þátt í uppsetningu hans á Sólarferð eftir Guðmund Steinsson. Ekki spillir fyrir ef sjarmatröllið líkist Baltasar Kormáki.

Menning

Torfusamtökin þinga

Hundrað og eitt tækifæri er yfirskrift þings sem Torfusamtökin efna til á laugardag í gamla Iðnó. Samtökin hafa starfað af nokkrum krafti undir nýrri forystu eftir að hafa legið í dvala um árabil. Enda er nú tekist á um framtíð byggðar með ströndinni við Reykjavík og margt til umræðu í þeim áætlunum.

Menning

Ég vil snerta við fólki

Í dag verður sýningin Undrabörn/Extraordinary Child með myndum hins heimsþekkta bandaríska ljósmyndara Mary Ellen Mark opnuð í Þjóðminjasafninu. Ljósmyndirnar sýna veruleika fatlaðra barna á Íslandi í dag.

Menning

Krónprins íslenskra glæpasagna

Þýska bókaútgáfan List sem er hluti af Ullstein samsteypunni gefur út glæpasöguna Krosstré eftir Jón Hall Stefánsson á morgun. Kynningareintök voru send á þýska fjölmiðla og bókabúðir í síðustu viku og virðist mikill áhugi vera á bókinni. Biðpantanir frá bókabúðum nema nú þegar yfir 20.000 eintökum og er fyrsta prentun bókarinnar þrotin, en endurprentun hafin.

Menning

Vinjettusafnið stækkar enn

Rithöfundurinn Ármann Reynisson hefur sent frá sér sjöundu vinjettubók sína, sem heitir einfaldlega Vinjettur VII. Vinjettur Ármanns hafa áður verið gefnar út í Þýskalandi. Nú hefur Esperantófélagið á Íslandi fengið heimild höfundarins til að þýða þær yfir á esperantó og birta í tímariti sínu, sem er með áskrifendur í 40 löndum.

Menning