Menning

Nornir og forynjur á hrekkjavöku

Á sunnudaginn er allra heilagra messa samkvæmt kaþólskum sið, en þá fara nornir, forynjur og hverskyns kynjakvistir á kreik. Það er ekki hefð fyrir því að halda upp á hrekkjavökuna á Íslandi þó Íslendingar sem hafa verið búsettir í útlöndum haldi fast í þessa skemmtilegu hátíð og festi hana gjarnan í sessi í eigin fjölskyldu.

Menning

Grænmeti í áskrift

"Ég hafði samband við Olís með þessa hugmynd og þeim leist svo vel á þetta að þeir stukku til," segir Þórður G.Halldórsson hjá Græna hlekknum sem dreifir lífrænt ræktuðu grænmeti til einstaklinga í áskrift.

Menning

Mjúk og bragðgóð

Risarækjueldi Orkuveitu Reykjavíkur hefur gengið vel. Fyrsta uppskeran var matreidd og brögðuð í gær og fannst stjórnarformanninum rækjan hið mesta lostæti. Orkuveitan stefnir á að koma eldinu í hendur annarra.

Menning

Keypti eigin plötu

Arnviður Snorrason, sem er betur þekktur sem raftónlistarmaðurinn Exos þurfti einu sinni að gera kaup sem voru í senn einstaklega góð og afar slæm."Ég var að gefa út plötu hjá þýsku plötufyrirtæki.

Menning

Gerður K. fékk Laxnessverðlaunin

Gerður Kristný hlýtur bókmenntaverðlaun Halldórs Laxness í ár fyrir skáldsöguna<strong> </strong><em>Bátur með segli og allt</em>. Verðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn í Þjóðmenningarhúsinu í dag.

Menning

Stansted-flugvöllur

"Við höfum fengið leyfi til að auka farþegafjölda okkar úr tuttugu milljónum í 25 milljónir fyrir árið 2011. Framtíðarsýn okkar er skýr og árið 2011 hyggjumst við bæta við flugstöðina. Við viljum fjölga bílastæðum, verkstæðum og flugbrautum innan flugvallarsvæðisins,"

Menning

Runurúm og verkandi föll

Háskóli Íslands hefur boðað til málstofu í stærðfræði í dag. Eggert Briem, prófessor, heldur fyrirlestur um runurúm og verkandi föll.

Menning

Stjörnur og fjöll

Evu Ólafsdóttur, kennara á Tálknafirði, hundleiðist í verkfallinu og vill að um semjist hið fyrsta svo hún geti aftur tekið til við að uppfræða æskuna. Síðustu vikur hefur hún reynt að stytta sér stundir með boltaleikjum í íþróttahúsinu og sundferðum í lauginni.

Menning

Nýtt fyrirtæki í tungumálakennslu

Estudiolatino er nýstofnað fyrirtæki sem býður upp á einkatíma í frönsku, spænsku og ítölsku. Einnig standa til boða tveggja og þriggja manna kennslustundir fyrir þá sem ekki hentar að læra í stærri nemendahópum.

Menning

Námskeið um kynverund kvenna

"Konur þekkja að það að vera kynvera snýst ekki bara um kynlífsathafnir eða hvað kynfærin aðhafast hverju sinni, heldur hvernig hjartað hefur það," segir Jóna Ingibjörg Jónsdóttir, kynlífsfræðingur, sem verður með námskeið í næsta mánuði sem ber heitið Kynverund kvenna.

Menning

Námskeið í lestrartækni

PhotoReading er lestrartækni sem kennd er í þrjátíu löndum um allan heim.Þessi tækni gerir námsmönnum kleift að innbyrða mikið lesefni á skömmum tíma og vinna úr því á markvissan hátt.

Menning

Lífið eftir stúdentspróf

Þuríður Pétursdóttir lauk stúdentsprófi frá Verslunarskólanum síðastliðið vor og vissi eiginlega ekkert hvað hana langaði að læra þegar þeim áfanga var náð.

Menning

Vestur-Íslendingar og fræðsla

Afkomendur Íslendinga í hinum vestræna heimi eru ófáir og á hverju ári leggja Íslendingar land undir fót til að heimsækja ættingja sína sem hafa tekið Norður-Ameríku fram yfir Ísland. Í bráðum fimm ár hefur Þjóðræknisfélag Íslendinga staðið fyrir námskeiðum um vesturfarana og síðustu þrjú ár hafa verið farnar skipulagðar ferðir til Norður-Ameríku í tengslum við námskeiðin.

Menning

Mamma er náttúrugeðsjúklingur

"Ég hugsa bara um kvikmyndagerð og held mér þannig í formi. Maður verður að halda sér við til að standa sig betur í kvikmyndagerðinni. Ég hreyfi mig alltaf eitthvað og reyni að skokka. Maður verður hreinlega sjúklingur ef maður situr mikið," segir Ólafur Jóhannesson, kvikmyndagerðamaður aðspurður um hvernig hann haldi sér í formi.

Menning

Mikil bílaeign Íslendinga

Á fundi Umhverfis- og heilbrigðisnefndar Reykjavíkur 14. október síðastliðinn var á ný lögð fram skýrsla um Umhverfisvísa Reykjavíkur.

Menning

Skáldsaga Ragnars komin út

Út er komin ný skáldsaga eftir Ragnar Arnalds og ber hún nafnið Maríumessa. Útgefandi er forlagið krabbinn.is. Sagan er byggð á sögulegum heimildum og gerist í byrjun sautjándu aldar. 

Menning

Upplýstir óhraustari

Þeir sem þjást af lífstíðarsjúkdómum bæta yfirleitt ekki heilsu sína með því að afla sér upplýsinga og fræðslu um þá á netinu, heldur þvert á móti.

Menning

Æft af kappi fyrir Galaxy Fitness

Nú styttist óðum í Galaxy Fitness vaxtaræktarmótið í Laugardalshöll en það fer fram 7. til 13. nóvember næstkomandi. Fréttablaðið heldur áfram að fylgjast með tveim keppendum fyrir mótið og kíkir á hvað er að gerast í þessari viku.

Menning

Meðfædd eining vakin á ný

Í Jógasetrinu Brautarholti 20 er Sahaja-jóga kennt í sjálfboðavinnu. Kennarinn Rita Defruyt frá Belgíu segir það vera í samræmi við fordæmi frumkvöðuls Sahaja, hinnar indversku Shri Mataji Nirmala Devi. Kenndar eru einfaldar hugleiðsluæfingar og er mælt með því við iðkendur að þeir hugleiði við mynd af Shri til að auka hughrifin.

Menning

Samfylkingarkonur í stafgöngu

Þeir sem ferðast um í miðbænum gætu tekið eftir hópi föngulegra kvenna sem arkar þar um stræti og torg með bros á vör og staf í hendi. Þar eru á ferð þingkonur Samfylkingarinnar og aðrar konur tengdar flokkinum sem hittast í hádeginu á miðvikudögum hjá Alþingishúsinu og rækta sál og líkama.

Menning

Bílabúð Benna

Um helgina verður Evrópufrumsýning á nýrri línu Chevrolet-bíla hjá Bílabúð Benna. General Motors, stærsti bílaframleiðandi í heimi, hefur ákveðið að bjóða þekktasta merki sitt, Chevrolet, um allan heim.

Menning

Herferð gegn reykingum

Evrópusambandið hefur hrundið af stað herferð gegn reykingum með birtingu hryllingsmynda af rotnandi lungum, æxlum í hálsi og hálfónýtum tönnum.

Menning

Stálstýrið 2004

Volvo S40 hlaut Stálstýrið 2004 sem nýstofnað Bandalag íslenskra bílablaðamanna veitti í síðustu viku. Tilnefndir voru bílar í fjórum flokkum og stóð valið um bíl ársins milli þeirra bíla sem valdir voru í hverjum þessara fjögurra flokka.

Menning

Keppendur í Galaxy Fitness

Nú styttist óðum í Galaxy Fitness vaxtaræktarmótið í Laugardalshöll en það fer fram 7. til 13. nóvember næstkomandi. Fréttablaðið heldur áfram að fylgjast með tveim keppendum fyrir mótið og kíkir á hvað er að gerast í þessari viku.

Menning