
Menning

Rétt nær að standa við gamalt loforð með skáldsögu fyrir sjötugt
Að fara á eftirlaun getur reynst þeim erfitt sem eru fullfrískir og orkumiklir og vilja ekki sitja aðgerðalausir heilu og hálfu dagana. Gróa Finnsdóttir er ein þeirra en hún deyr ekki ráðalaus og mun nú eftir helgi efna gamalt loforð með útgáfu sinnar fyrstu skáldsögu rétt fyrir sjötíu ára afmælisdaginn. Þannig leggur hún í leiðinni grunn að nýjum starfsferli sínum sem rithöfundur á eftirlaunaaldrinum.

Sjálfsbjargarviðleitnin kennir Bubba að búa til myndlist
Yfirstandandi Covid-bylgja hefur orðið til þess að Bubbi Morthens hefur tekið upp þráðinn þar sem frá var horfið og framleiðir nú textaverk í seríu sem hann kallar Regnbogaverk. Textabrot sem Bubbi lætur vinna í listaverk.

Ein milljón fyrir Þorstein og Bjarna
Málverk listamannsins Þrándar Þórarinssonar, sem hefur vakið talsverða athygli, seldist á uppboði fyrir heila milljón króna.

Búið að bjóða sjö hundruð þúsund krónur í myndina af Bjarna og Þorsteini Má
Listamaðurinn Þrándur Þórarinsson sér fyrir sér að hærri tilboð líti dagsins ljós á lokametrum uppboðsins.

Harmleikjakóngur Bollywood er látinn
Indverski leikarinn Dilip Kumar, sem hefur verið kallaður Harmleikjakóngur Bollywood, er látinn. Hann lést í morgun, 98 ára að aldri.

Skotthúfusprenging í Stykkishólmi
Þjóðbúningahátíðin Skotthúfan var haldin hátíðlega í Stykkishólmi á laugardag. Fyrsti þjóðbúningadagurinn í Norska húsinu var haldinn 2005 og síðan þá hefur gestum hennar farið fjölgandi með ári hverju.

Vonar að Þorsteinn Már eða börn hans kaupi málverkið
Þrándur Þórarinsson listmálari segist sjaldan eða aldrei fengið eins mikil viðbrögð við nokkru verka sinna og því af Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra og Þorsteini Má Baldvinssyni forstjóra Samherja.

„Peps“ Persson fallinn frá
Sænski tónlistarmaðurinn Peps Persson er fallinn frá, 74 ára að aldri. Umboðsmaður Perssons segir að hann hafi látist á laugardaginn, eftir að hafa glímt við veikindi um nokkurt skeið.

Valgerður bæjarlistamaður Akraness
Tónlistarkonan Valgerður Jónsdóttir hlaut titilinn Bæjarlistamaður Akraness árið 2021 en tilkynnt var um niðurstöðu menningar- og safnanefndar á hátíðardagskrá Akraneskaupstaðar af tilefni þjóðhátíðardags Íslendinga í gær.

Leitinni að Ídu og Emil í Kattholti lokið
Listrænir stjórnendur uppsetningar Borgarleikhússins á leiksýningu um Emil í Kattholti hafa nú hitt öll þau tólfhundruð börn sem sóttust eftir því að leika Emil eða litlu systur hans Ídu í uppsetningunni og tekið ákvörðun um hver hreppa hlutverkin.

Ólöf Nordal útnefnd borgarlistamaður
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri, útnefndi í dag 17. júní, Ólöfu Nordal myndlistarkonu, Borgarlistamann Reykjavíkur 2021 við hátíðlega athöfn í Höfða. Útnefningin er heiðursviðurkenning til listamanns sem með listsköpun sinni hefur skarað fram úr og markað sérstök spor í íslensku listalífi.

Íslensk-frönsk veforðabók opin öllum endurgjaldslaust
Ný íslensk-frönk veforðabók verður öllum aðgengileg frá og með deginum í dag og það endurgjaldslaust. Lexía inniheldur fimmtíu þúsund uppflettiorð. Þetta kemur fram í tilkynningu frá franska sendiráðinu.

Vertu úlfur sópaði til sín Grímuverðlaunum
Einleikurinn Vertu úlfur stóð uppi sem ótvíræður sigurvegari kvöldsins þegar Íslensku sviðslistaverðlaunin voru veitt í kvöld.

Frítt fyrir fullorðna í fylgd með börnum á lokahelgi Barnamenningarhátíðar
Um helgina lýkur Barnamenningarhátíð í Reykjavík hátíðlega með ofurspennandi Ævintýrahöll og menningardagskrá fyrir alla fjölskylduna.

Tvær sýningar fá sjö tilnefningar til Grímunnar
Sýningarnar Vertu Úlfur og Ekkert er sorglegra en manneskjan hljóta flestar tilnefningar Grímunnar, íslensku sviðslistaverðlaunanna, í ár eða sjö tilnefningar hvor. Næstflestar tilnefningar hlýtur Haukur og Lilja – Opnun eftir Elísabetu Kristínu Jökulsdóttur.

Auður tekur ekki þátt í uppsetningu Rómeó og Júlíu
Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, betur þekktur sem Auður, mun ekki taka þátt í uppsetningu leikverksins Rómeó og Júlíu sem mun verða sýnt í Þjóðleikhúsinu næsta vetur en hann tilkynnti í gær að hann muni draga sig í hlé. Þetta staðfestir Magnús Geir Þórðarson, Þjóðleikhússtjóri, í samtali við fréttastofu.

Katrín Halldóra til liðs við Þjóðleikhúsið
Leik- og söngkonan Katrín Halldóra Sigurðardóttir hefur samið við Þjóðleikhúsið og bætist nú í leikarahóp hússins.

Fengu yfir sig slím ef ræðurnar voru of langar
Sögur - verðlaunahátíð barnanna var haldin í fjórða sinn um helgina. Þar verðlauna börn á aldrinum sex til tólf ára það menningarefni sem þeim finnst hafa staðið upp úr á árinu auk þess sem sögur, leikrit, lög og handrit barna hljóta verðlaun.

Friederike Mayröcker er látin
Austurríski rithöfundurinn og ljóðskáldið Friederike Mayröcker er látin, 96 ára að aldri.

Almar Blær á samning hjá Þjóðleikhúsinu strax eftir útskrift
Almar Blær Sigurjónsson leikari er kominn með samning við Þjóðleikhúsið. Almar er einn þeirra ungu leikara sem útskrifast á þessu vori frá sviðslistabraut Listaháskóla Íslands.

Fjórir nýir höfundar hlutu hálfa milljón í Nýræktarstyrk
Miðstöð íslenskra bókmennta úthlutar fjórum Nýræktarstyrkjum í ár, hver þeirra er 500.000 krónur. Verkin sem hljóta viðurkenninguna nú eru tvær ljóðabækur og tvær skáldsögur.

Björn og Unnur bæjarlistamenn Garðabæjar
Bæjarlistamenn Garðabæjar 2021 eru leikarahjónin Unnur Ösp Stefánsdóttir og Björn Thors en þeim vour veitt verðlaunin við hátíðlega athöfn í gær. Styrkupphæð bæjarlistamanns er 1,5 milljón króna.

Eiríkur biður Hallgrím afsökunar á að hafa sært hann
Menningarþátturinn Víðsjá hófst á óvenjulegum nótum í dag, á pistli annars umsjónarmanns sem bað rithöfundinn Hallgrím Helgason afsökunar.

Grunnskólakennari í Garðabæ á bók sem Time Magazine vill að þú lesir
Skáldsaga Þóru Hjörleifsdóttur, Kvika, er ein 36 skáldsagna sem þú verður að lesa í sumar að mati bandaríska fjölmiðilsins Time Magazine. Þar fjallar miðillinn um bækur sem koma út í Bandaríkjunum í sumar og er íslenska höfundinum þar gert hátt undir höfði.

Margrét sú þriðja til að fá verðlaun Guðrúnar Helgadóttur
Margrét Tryggvadóttir hlýtur Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur 2021 fyrir handrit sitt að bókinni Sterk. Reykjavíkurborg veitti verðlaunin í dag í þriðja sinn.

Höfundur Gráðugu lirfunnar er látinn
Bandaríski rithöfundurinn og teiknarinn Eric Carle er látinn, 91 árs að aldri. Carle skrifaði og myndskreytti rúmlega sjötíu barnabækur en er þekktastur fyrir bókina um Gráðugu lirfuna (e. The Very Hungry Caterpillar).

Bob Dylan áttræður og því fagna allir góðir menn
Í klassískri tónlist er stundum talað um Bé-in þrjú: Bach, Beethoven og Brahms. En Bé-in þrjú eru líka til í rokkinu og dægurlagatónlistinni: Beatles, Bowie og Bob (Dylan) … og auðvitað Elvis.

Stráknum strítt en hann staðráðinn í að láta það ekki stöðva sig
Saga Helga Tómassonar ballettmeistara er með hinum mestu ólíkindum. Mýta eða ævintýri. Kotúngssonur fer utan og sigrar heiminn.

Sunna Gunnlaugsdóttir valin bæjarlistamaður Kópavogs
Sunna Gunnlaugsdóttir, jazzpíanisti, hefur verið valin Bæjarlistamaður Kópavogs 2021. Þetta var tilkynnt í Salnum í gær en Sunna hefur verið áberandi í tónlistarsenunni um áratugaskeið.

Tólf hundruð börn vilja leika Emil og Ídu
Um tólf hundruð börn hafa skráð sig í prufur fyrir hlutverk systkinanna Emils og Ídu í leikritinu Emil í Kattholti sem verður sýnt á Stóra sviðinu í Borgarleikhúsinu næsta vetur.