Rafíþróttir

Dusty rúllaði Ármanni upp

Stórmeistarar Dusty léku sinn fyrsta leik í Vodafonedeildinni í CS:GO í gærkvöldi. Liðið gerði sér lítið fyrir og vann Ármann 16-3 í afar einhliða leik.

Rafíþróttir

XY kreysti fram sigur gegn Sögu

XY hafði betur eftir æsispennandi leik gegn Sögu í Vodafonedeildinni í CS:GO. Eftir frábæra byrjun hjá XY komst Saga yfir í upphafi síðari hálfleiks þar sem allt var í járnum fram að leikslokum.

Rafíþróttir

Heimsmeistaramótið verði haldið í Laugardalshöll

Vefmiðillinn Dot Esports færði okkur þær fréttir á dögunum að þeirra heimildarmenn fullyrði að heimsmeistaramótið í League of Legends verði haldið á Íslandi í ár. Mótið verður haldið frá 5. oktober og miðillinn segir að það muni fara fram í Laugardalshöll.

Rafíþróttir

Fullyrða að heimsmeistaramótið verði haldið á Íslandi

Heimsmeistaramótið í tölvuleiknum League of Legends átti að fara fram í Kína í ár, en vegna sóttvarnaraðgerða þar í landi hefur mótið verið fært til Evrópu. Ekki hefur enn verið gefið upp í hvaða landi, en vefmiðillinn dotesports.com fullyrðir að mótið fari fram á Íslandi.

Rafíþróttir

Íslenskur keppandi í ævilangt bann

Íslenskur keppandi í tölvuleiknum Overwatch hefur verið settur í ævilangt bann af Rafíþróttasamtökum Íslands, RÍSÍ. Umræddur keppandi dreifði nektarmyndum öðrum keppanda, en myndirnar voru teknar áður en sá varð lögráða, sem gerir málið enn alvarlegra.

Rafíþróttir

Royal Never Give Up sigraði MSI

Royal Never Give Up, eða RNG, stóð uppi sem sigurvegari á MSI mótinu í League of Legends í dag eftir sigur í oddaleik gegn ríkjandi heimsmeisturum í DWG KIA. Þetta var í annað skipti sem RNG vinnur MSI.

Rafíþróttir

Undanúrslit MSI hefjast á morgun

Undanúrslit MSI mótsins í League of Legends sem fram fer í Laugardalshöll hefjast á morgun. Liðin fjögur sem eftir eru, ásamt þjálfurum þeirra, sátu fyrir svörum blaðamanna í dag.

Rafíþróttir

MAD Lions og PSG Talon tryggðu sig í undanúrslit MSI

Seinasti dagur milliriðilsins á MSI sem haldið er í Laugardalshöll fór fram í dag. Cloud9 þurfti að treysta á að hvorki MAD Lions né PSG Talon myndi vinna leik í dag til að eiga möguleika á að stela sæti í undanúrslitum. Vonir þeirra urðu þó að engu áður en þeir spiluðu fyrsta leik dagsins.

Rafíþróttir