
Rafíþróttir

Dusty lagði Ármann léttilega
Síðari leikur gærkvöldsins í áttundu umferð Vodafonedeildarinnar í CS:GO var á milli Dusty og Ármanns. Dusty vann 16-6.

Fylkismenn lögðu Kórdrengi í annað sinn
Áttunda umferð Vodafonedeildarinnar í CS:GO hófst í gær á sigri Fylkis á Kórdrengjum 16-10.

Sjöundu umferð lokið í CS:GO: Dusty enn ósigraðir
Sjöundu umferð Vodafonedeildarinnar í CS:GO lauk í gær þegar Dusty hafði betur gegn Vallea. Ármann og Þór héldu sínu striki.

Dusty búið að vinna öll hin liðin
Í síðasta leik fyrstu túrneringar í Vodafonedeildinni í CS:GO mættust liðin sem léku til úrslita í Stórmeistaramótinu í sumar. Þá, eins og nú hafði Dusty betur gegn Vallea og fór leikurinn 16-10.

Ármann með sannfærandi sigur gegn XY
Sjöunda umferð Vodafonedeildarinanr í CS:GO hélt áfram í gærkvöldi þegar Ármann vann XY 16-10.

Kórdrengir stigalausir eftir fyrsta hringinn í CS:GO
Lið Þórs og Kórdrengja mættust í gærkvöldi í sjöundu umferð Vodafonedeildarinnar í CS:GO. Þór hafði mikla yfirburði og hafði betur, 16-10.

Saga lagði arfaslaka Fylkismenn
Sjöunda umferð Vodafonedeildarinnar í CS:GO hófst í gær á viðureign Sögu og Fylkis. Saga vann ótvíræðan sigur, 16-5.

Sjöttu umferð lokið í CS:GO: Dusty situr eitt á toppnum
Sjöttu umferð Vodafonedeildarinnar í CS:GO lauk í gær þegar Dusty hafði betur gegn Þór í toppslag deildarinnar. Ármann og XY eru komin á skrið.

Dusty vann Þór í hörðum toppslag Vodafonedeildarinnar
Sjöttu umferð Vodafonedeildarinnar í CS:GO lauk með toppslag Dusty og Þórs. Þessi mest spennandi leikur tímabilsins fór Dusty í vil 16-13.

Saga hafði betur í botnslagnum
Annar sigur Sögu Esports kom í sjöttu umferð Vodafonedeildarinnar í CS:GO þegar liðið hafði betur gegn Kórdrengjum.

Í beinni: Toppslagur í Vodafone-deildinni
Það eru svo sannarlega stórleikir í Vodafone-deildinni í Counter-Strike: Global Offensive. Toppliðin Dusty og Þór mætast klukkan 21.30 en útsending hefst klukkan 20.15 á Stöð 2 E-Sport.

XY nær sér aftur á skrið
Annar leikur sjöttu umferðar í Vodafonedeildinni í CS:GO var ekki síður spennandi og hafði XY að lokum betur gegn Vallea 16-9.

Ármann siglir upp í fjórða sæti
Sjötta umferð Vodafonedeildarinnar í CS:GO hófst í gær með leik Ármanns og Fylkis. Ármann hafði betur 16-14 og er því komið í fjórða sæti deildarinnar.

Fimmtu umferð lokið í CS:GO: Vallea og Ármann að komast á skrið
Fimmtu umferð Vodafonedeildarinnar í CS:GO lauk í gær þegar Ármann rústaði Kórdrengjum. Dusty og Þór unnu sína leiki og Vallea er farið að láta finna fyrir sér.

Bræður börðust þegar Ármann fór illa með Kórdrengi
Fimmtu umferð Vodafonedeildarinnar í CS:GO lauk með stórsigri Ármanns gegn Kórdrengjum, 16-3, í vægast sagt einhliða viðureign.

Vallea á uppleið og hafði betur gegn Fylki
Spennandi viðureign Fylkis og Vallea lauk í gærkvöldi með sigri Vallea 16-12 í fimmtu umferð Vodafonedeildarinnar í CS:GO.

Dusty hættir ekki og vann XY
Sigurganga Dusty hélt áfram í fimmtu umferð Vodafonedeildarinnar í CS:GO í gær þegar liðið lagði XY 16-9.

Þórsarar lögðu Sögu
Spennandi viðureign Þórs og Sögu í fimmtu umferð Vodafonedeildarinnar í CS:GO lauk með sigri Þórs 16-13.

Edward Gaming tryggði sér sæti í úrslitum gegn ríkjandi heimsmeisturum
Edward Gamning og Gen.G áttust við í seinni undanúrslitaviðureign Heimsmeistaramótsins í League of Legends sem fram fer í Laugardalshöll um þessar mundir. Eftir að hafa lent 2-1 undir snéru þeir taflinu við og unnu að lokum 3-2 eftir oddaleik.

Heimsmeistararnir þurftu oddaleik til að tryggja sér sæti í úrslitum
Ríkjandi heimsmeistarar í DWG KIA þurftu oddaleik til að tryggja sér sæti í úrslitum Heimsmeistaramótsins í League of Legends er liðið mætti gamla stórveldinu T1 í Laugardalshöll í dag. DWG KIA lenti 2-1 undir, en þetta voru fyrstu tvö töp liðsins á mótinu.

Fjórðu umferð lokið í CS:GO: Sviptingar á toppnum og stórir sigrar
Fjórðu umferð Vodafonedeildarinnar í CS:GO lauk í gær þegar Þór pakkaði XY saman 16-2. Leikir umferðarinnar voru ójafnari en áður og sitja lið Dusty og Þórs nú tvö á toppnum.

Þór skildi XY eftir í sárum
Gríðarsterkt lið Þórs vann stærsta sigur í Vodafonedeildinni í CS:GO hingað til þegar liðið pakkaði XY saman 16-2.

Saga vann sinn fyrsta leik á tímabilinu
Fyrsti sigur Sögu Esports kom í fjórðu umferð Vodafonedeildarinnar í CS:GO þegar liðið vann stórsigur á Ármanni.

Er Vallea vélin komin í gang?
Síðari leikur gærkvöldsins í Vodafonedeildinni í CS:GO fór í framlengingu. Vallea hafði betur að lokum, 19-15, gegn sprækum Kórdrengjum.

Dusty sigraði nýliða Fylkis örugglega
Fjórða umferð Vodafonedeildarinn í CS:GO hófst í gær með leik Dusty og Fylkis. Dusty hafði betur 16-9 og er því taplaust á toppi deildarinnar.

Gen.G seinasta liðið til að tryggja sæti sitt í undanúrslitum
Kóreska liðið Gen.G varð í dag fjórða og seinasta liðið til að tryggja sæti sitt í undanúrslitum Heimsmeistaramótsins í League of Legends er liðið vann öruggan 3-0 sigur á Cloud9 frá Bandaríkjunum.

Heimsmeistararnir fóru örugglega í gegnum átta liða úrslitin
Ríkjandi heimsmeistarar DWG KIA tryggðu sig örugglega inn í undanúrslit Heimsmeistaramótsins í League of Legends með 3-0 sigri gegn evrópska liðinu MAD Lions í dag.

Edward Gaming í undanúrslit eftir oddaleik
Edward Gaming og Royal Never Give Up áttust við í átta liða úrslitum Heimsmeistaramótsins í League of Legends í dag. Viðureignin fór alla leið í oddaleik þar sem Edward Gaming hafði betur.

3. umferð lokið í CS:GO, Dusty, Þór og XY enn á toppnum
Þriðju umferð Vodafonedeildarinnar í CS:GO lauk í gær þegar Dusty burstaði Kórdrengi 16-3. Leikir umferðarinnar voru spennandi en staðan nokkuð óbreytt.

Dusty burstuðu Kórdrengi
Nýliðarnir í Kórdrengjum lutu í lægra haldi fyrir Dusty 16-3 í leik liðanna í þriðju umferð Vodafonedeildarinnar í CS:GO í gærkvöldi.