Skoðun

Komið að þol­mörkum leik­skólans

Rakel Ýr Ísaksen skrifar

Tilkynning um breytt skipulag og starfsumhverfi í leikskólum Kópavogsbæjar í síðustu viku hefur vakið sterk viðbrögð í samfélaginu. Samþykkt hefur verið að bjóða öllum leikskólabörnum í Kópavogi sex klukkustunda gjaldfrjálsan dvalartíma og að dvalargjöld umfram sex klukkustundir fari stigvaxandi með auknum dvalartíma.

Skoðun

Láttu gott af þér leiða og fáðu skatta­af­slátt í staðinn

Thelma Lind Jóhannsdóttir skrifar

Þann 1. júní voru inneignir frá skattinum greiddar út. Í tilefni þess er ágætt að minna fólk á að í lok árs 2021 var ný löggjöf samþykkt sem felur í sér að einstaklingar geta fengið skattaafslátt/lækkun á tekjuskattsstofni fyrir allt að 350.000 krónur á ári, vegna framlaga til almannaheillafélaga. 

Skoðun

Hve­nær fór ríkis­stjórnin að treysta Banka­sýslunni aftur?

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar

Þingmenn ríkisstjórnarflokkanna í fjárlaganefnd segja nauðsynlegt að starfslokasamningur Birnu Einarsdóttur verði birtur. Það er sanngjörn krafa. Bryndís Haraldsdóttir segir að það þurfi auðvitað að birta allt í kringum þessa sölu. Það er rétt. Og ef það er ætlunin að að endurheimta traust þarf að birta allt, en ekki bara sumt. Það þarf að segja söguna alla en ekki bara að birta valda kafla.

Skoðun

Pjatt­krati skilar skatti – með einum eða öðrum hætti

Þorsteinn Sæmundsson skrifar

Formaður Samfylkingarinnar lent í því (eins og maður gerir) að fá kauprétt í fyrirtæki sem hún vann í. Fínustu kaup. Fyrir þrjár milljónir fékk hún hlut að verðmæti 10 milljónir svipað og á lokadögum útsölu í Kringlunni. Allt er þetta gott því verðugur er verkamaðurinn launanna.

Skoðun

Ekkert mál að flokka rusl í Reykja­vík

Sara Björg Sigurðardóttir skrifar

Í janúar sl. tóku í gildi lög um hringrásarhagkerfi og þannig varð skylt að flokka heimilisúrgang í fjóra flokka undir húsvegg. Um er að ræða umfangsmikið verkefni bæði fyrir Reykjavíkurborg en líka fyrir okkur neytendur að breyta venjum okkar og vinnulagi.

Skoðun

Inn­viðir eru ekki að springa vegna flótta­fólks

Marín Þórsdóttir skrifar

Síðustu misseri hefur ítrekað komið fram í fjölmiðlum að innviðir íslensks samfélags séu sprungnir og því sé erfitt að þjónusta fólk sem fengið hefur alþjóðlega vernd hér á landi. Ísland hefur aldrei veitt jafn mörgum vernd og árið 2022 og má það einkum rekja til ákvörðunar stjórnvalda um að veita fólki frá Venesúela og Úkraínu vernd.

Skoðun

Rang­færslur „fagráðs“ um vel­ferð dýra

Árni Alfreðsson skrifar

Fagráð um velferð dýra birti nýverið (16. júní s.l.) skýrslu eða álit sitt varðandi hvalveiðar. Á þessu áliti byggir matvælaráðherra tímabundið bann við hvalveiðum. Álitið eru tæpar tvær gisnar síður. Í þessum örfáu setningum þá kemst fagráðið að merkilega mörgum rangfærslum. Rangfærslur sem eru til þess gerðar að gera þetta álit að marklausu plaggi.

Skoðun

Ósanngjarnar samkomulagsbætur tryggingafélaga

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar

Í útvarpsþættinum Bítið á Bylgjunni hringdi nýlega inn hlustandi sem taldi sig hlunnfarinn af tryggingarfélagi sínu. Hann hafði lent í tjóni á vinnubíl sínum en var í rétti og átti því að fá fullar bætur, en raunin var svo að tryggingarfélagið hans ætlaði ekki að bæta honum fyrir þann virðisaukaskatt sem þurfti að greiða vegna viðgerðarinnar. 

Skoðun

Sam­staðan

Sigríður Hrund Pétursdóttir skrifar

Nokkur orð varðandi samstöðu. Samstaða er hlaðin ásetningi. Við fæðumst ekki með samstöðu heldur er hún val hverju sinni. Samstaða er hluti af lærdómsferli og þroska bæði einstaklinga og samfélaga. Samfélag án samstöðu er sundurslitið, átakabundið og eirðarlaust.

Skoðun

Hæstiréttur Íslands segir kynmisræmi sjúkdóm

Maj-Britt Hjördís Briem skrifar

Kynmisræmi er sjúkdómur samkvæmt dómi Hæstaréttar Íslands frá 28. júní 2023, sem sneri við dómi Landsréttar frá 4. nóvember 2022. Þar komst Landsréttur að þeirri niðurstöðu að kynmisræmi sé ekki sjúkdómur, meðal annars á grundvelli laga um kynrænt sjálfræði, og fjarvistir frá vinnu vegna tengdra læknisaðgerða því ekki greiðsluskyldar af hálfu atvinnurekanda.

Skoðun

Um breytingar á fram­hald­skóla­kerfinu

Ármann Halldórsson skrifar

Núna þegar þetta er ritað hefur orðið nokkur umræða um breytingar á fyrirkomulagi framhaldsskóla á Íslandi á öðrum áratug þessar aldar. Þessar breytingar eru almennt kenndar við „styttingu“ en lykilatriði í þeim var að stytta tíma til stúdentsprófs úr 4 í 3 ár.

Skoðun

Til hvers að nenna í rekstur?

Stefanía K. Ásbjörnsdóttir skrifar

Flest kjósum við að ganga í hóp launafólks á lífsleiðinni, fæst kjósum við að hefja eigin rekstur og stofna fyrirtæki, þrátt fyrir að því fylgi fjölmargir kostir. Með öðrum orðum þá veljum við flest öryggi fram yfir áhættu. Það gætum við hins vegar ekki ef ekki væri fyrir þau fáu sem ákveða að demba sér í fyrirtækjarekstur.

Skoðun

Hvar hefur SFS verið?

Orri Páll Jóhannsson skrifar

Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi birti grein hér á Vísi í gær undir yfirskriftinni „Hvar eru gögnin?“ Þar er reynt að gera reglugerð matvælaráðherra um tímabundna stöðvun hvalveiða tortryggilega með vísan til þess að samtökin hafi enn sem komið er ekki fengið svar frá ráðuneytinu við beiðni um „afrit af lögfræðilegri ráðgjöf og öðrum gögnum að baki þeirri ákvörðun ráðherra“.

Skoðun

2% öku­manna telja sig verri en meðal­öku­maðurinn

Ágúst Mogensen skrifar

Júlí er umferðarþyngsti mánuðurinn á Ísland en þá leggja flestir land undir fót. Nær allar helgar eru hátíðir í bæjum og sveitum sem vel eru sóttar. Fólk fer í sumarbústaði og umferð erlendra ferðamanna er einnig mikil.

Skoðun

Að deyja á geð­deild

Sigríður Gísladóttir og Grímur Atlason skrifa

Í ágúst 2021 dó sjúklingur á deild 33C við Hringbraut. Um var að ræða veika konu með fjölþætta kvilla. Hún dó vegna þess að tveimur næringardrykkjum var þröngvað ofan í hana af hjúkrunarfræðingi á deildinni án þess að annað starfsfólk brigðist við. Hún kafnaði í kjölfarið.

Skoðun

Ekki ég, ekki ég

Helgi Áss Grétarsson skrifar

Eitt sinn var lítil gul hæna. Hún vann hörðum höndum að því að baka brauð. Í hverju skrefi sem hún tók til að klára baksturinn spurði hún vini sína, hin dýrin, hvort þau vildu leggja hönd á plóg. Öll svöruðu þau, ekki ég.

Skoðun

Langþráð lausn úr ofbeldishjúskap

Hanna Katrín Friðriksson skrifar

Um helgina dregur til tíðinda. Þá taka loksins gildi lög sem auðvelda lögskilnað, bæði fyrir þolendur ofbeldis í nánu sambandi og fyrir fólk sem er sammála um að leita skilnaðar. Aðdragandinn er frumvarp sem Jón Steindór Valdimarsson, þáverandi þingmaður Viðreisnar, lagði fyrst fram í nóvember 2019 og undirrituð endurflutti fyrir rúmu ári síðan.

Skoðun

Rangt gefið á Reykja­nesi

Markús Ingólfur Eiríksson skrifar

Ég hef í rúm fjögur ár gegnt embætti forstjóra Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja (HSS), sem ber þær lögboðnu skyldur að veita ört fjölgandi íbúum Suðurnesja eins fullkomna heilbrigðisþjónustu og völ er á, líkt og segir í lögum um heilbrigðisþjónustu. Réttindi íbúanna eru ekki einungis tryggð með lögum og reglum, heldur einnig í stjórnarskrá. Það er því skylda stjórnvalda að tryggja stofnuninni nægilegt fjármagn svo unnt sé að veita þá þjónustu sem íbúarnir eiga rétt á.

Skoðun

Mest verð­launaða um­hverfis­slysið skaðar sam­göngur þjóðar og lífs­skil­yrði

Matthías Arngrímsson skrifar

Mest verðlaunaði meirihluti borgarstjórnar frá upphafi fyrir vanhæfni, yfirgang og skelfilega óstjórn fjármála samþykkti á dögunum breytt deiliskipulag fyrir Nýja Skerjafjörð á fölskum forsendum. Íbúar Skerjafjarðar hafa verið virtir að vettugi og gaslýstir þrátt fyrir mikla baráttu við að fá upplýsingar og svör við fyrirspurnum, áhyggjum og mótmælum.

Skoðun

Hvar eru gögnin?

Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar

Þegar matvælaráðherra, Svandís Svavarsdóttir, tók fyrirvaralaust ákvörðun um stöðvun veiða á langreyðum við Ísland 20. júní sl. óskuðu Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) samstundis eftir afriti af lögfræðilegri ráðgjöf og öðrum gögnum að baki þeirri ákvörðun ráðherra frá matvælaráðuneytinu.

Skoðun

Stjórn­völd eru ekki hafin yfir lög

Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar

Öflugt atvinnulíf eykur velsæld, en óstöðugleiki, þungt regluverk og aðrar kvaðir hamla atvinnulífinu og koma að endingu niður á lífskjörum okkar. Í alþjóðlegum úttektum hefur ítrekað verið sýnt fram á að mun fleiri hindranir eru til staðar í rekstrarumhverfi íslenskra fyrirtækja en á hinum Norðurlöndunum. Það er óásættanleg staða.

Skoðun

Hver bendir á annan á þingi

Gísli Rafn Ólafsson skrifar

Ég er oft spurður hvernig það sé að vera á þingi og það getur verið erfitt að svara því í stuttu máli, því það er margt gott sem ég hef upplifað á þessum tíma sem ég hef setið á þingi, en líka margt sem betur mætti fara.

Skoðun

Einka­vædd einka­væðing

Jóhann Páll Jóhannsson skrifar

Fjármálaráðherra hneykslast á þeim sem vilja kalla hann til ábyrgðar vegna alvarlegra og kerfislægra lögbrota sem framin voru við sölu á eignarhluta ríkisins í Íslandsbanka síðastliðið vor. Sama hneykslun birtist í viðbrögðum forstjóra og stjórnarformanns Bankasýslunnar við spurningum á opnum fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis í gær.

Skoðun

Hita­mál í Evrópu

Nótt Thorberg skrifar

Þýskaland og Ísland hafa sett sér metnaðarfull markmið þegar að kemur að loftslagsmálum. Alþingi hefur lögfest markmið um kolefnishlutlaust Ísland árið 2040 og Þjóðverjar stefna að því að ná kolefnishlutleysi fimm árum síðar eða árið 2045. Þó verkefnið sé stórt hér heima, þá sérstaklega þegar að kemur að því að fasa út jarðefnaeldsneyti, er áskorunin mun stærri í Þýskalandi og raunar í Evrópu allri.

Skoðun

Fjár­mála­ráð­herra ber fulla á­byrgð

Eyjólfur Ármannsson skrifar

Alþingi veitti fjár­málaráðherra heim­ild til að selja eign­ar­hlut rík­is­ins í Íslands­banka með lög­um um sölumeðferð eign­ar­hluta rík­is­ins í fjár­mála­fyr­ir­tækj­um frá 2012 og sér­stakri heim­ild í fjár­lög­um fyr­ir árið 2022.

Skoðun

Langþráðir samningar fyrir fólkið í landinu

Ingibjörg Isaksen skrifar

Í vikunni bárust þau gleðilegu tíðindi að Sjúkratryggingar Íslands og Læknafélag Reykjavíkur hafi náð samkomulagi um þjónustu sérgreinalækna. Hér er um að ræða langtímasamning til 5 ára og mun hann taka að fullu gildi þann 1. september næstkomandi.

Skoðun

Fantasíur innviðaráðherra

Þorgrímur Sigmundsson skrifar

Ein stærsta hugsjón okkar sem stofnuðum og störfum í Miðflokknum er að tryggja jöfn tækifæri íbúa um allt land, að skilja engan eftir. Því miður er það svo að landsbyggðin situr eftir á flestum sviðum þjónustu hins opinbera og á það jafnt við um menntamál, heilbrigðismál og stjórnsýslu.

Skoðun

Orð um bækur

Margrét Tryggvadóttir skrifar

Síðustu ár hefur Jórunn Sigurðardóttir staðið vaktina á vettvangi bókmenntanna með þáttinn sinn Orð um bækur á Rás 1 en nú hefur síðasti þátturinn verið sendur út.

Skoðun