Sport

Ís­lendingalið Birming­ham upp í B-deild

Íslendingalið Birmingham City er komið upp í ensku B-deild karla í knattspyrnu eftir 2-1 útisigur á Peterborough United í kvöld. Stefán Teitur Þórðarson var svo á skotskónum þegar Preston North End gerði 2-2 jafntefli við Cardiff City í ensku B-deildinni í knattspyrnu.

Enski boltinn

„Þarf alltaf að hugsa um það versta sem getur gerst“

„Mjög svekkjandi, eigum ekki að vera fá á okkur þrjú mörk, sérstaklega á móti þessu liði. Mikilvægt að við komum til baka og sterkt af liðinu,“ sagði fyrirliðinn Ingibjörg Sigurðardóttir eftir 3-3 jafntefli Íslands og Sviss í Þjóðadeild kvenna í fótbolta.

Fótbolti

„Ég hefði tekið þrjú stig í staðinn“

„Ég hefði tekið þrjú stig í staðinn. Það er hrikalega svekkjandi að fá aðeins tvö stig úr þessum tveimur leikjum“ sagði Karólína Lea Vilhjálmsdóttir eftir að hafa sett þrennu fyrir Ísland í 3-3 jafntefli gegn Sviss.

Fótbolti

Sjáðu þrennu Karó­línu Leu

Karólína Lea Vilhjálmsdóttir skoraði öll þrjú mörk íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu þegar það gerði 3-3 jafntefli við Sviss í Þjóðadeildinni. Mörkin má sjá hér að neðan.

Fótbolti

Upp­gjörið: Haukar - Grinda­vík 76-73 | Deildar­meistararnir fengu líf­línu

Haukar tóku á móti Grindavík í þriðja leik liðanna í átta liða úrslitum Bónus deildar kvenna nú í kvöld. Fyrir leikinn hafði Grindavík komið flestum á óvart með því að vinna fyrstu tvo leiki liðsins og því mættu deildarmeistarar Hauka hingað til leiks með ískalt byssuhlaupi upp við hnakkann. Svo fór að lokum að Haukar héldu einvíginu lifandi en liðið sigraði eftir æsispennandi leik. Lokatölur héðan úr Ólafssal, 76-73.

Körfubolti

„Við völdum okkur ekki and­stæðinga“

Landsliðsþjálfarinn Arnar Pétursson segir stöðu íslenska kvennalandsliðsins vera snúna fyrir komandi leiki við Ísrael í umspili um sæti á HM í nóvember. Leikirnir fara fram í skugga gagnrýni en íslenska liðið er aðeins þessum tveimur leikjum frá heimsmeistaramóti.

Handbolti

Ein breyting á byrjunar­liðinu

Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, gerir eina breytingu á byrjunarliði Íslands fyrir leikinn gegn Sviss í Þjóðadeildinni í dag.

Fótbolti

Aron í tveggja leikja bann

Fyrirliði KR, Aron Sigurðarson, hefur verið úrskurðaður í tveggja leikja bann af aganefnd KSÍ vegna rauða spjaldsins sem hann fékk gegn KA í 1. umferð Bestu deildar karla á sunnudaginn.

Íslenski boltinn

Stúkan segir ekki rautt og fram­kvæmda­stjórinn æfur: „Má leggja hana niður“

Skiptar skoðanir eru á rauðu spjaldi Arons Sigurðarsonar, fyrirliða KR, í 2-2 jafntefli við KA á Akureyri um liðna helgi. Atvikið náðist ekki í sjónvarpsútsendingu en var sýnt í Stúkunni í gær. Sérfræðingar þar virtust sammála um að Aron hefði ekki átt að fá reisupassann, við dræmar undirtektir Akureyringa sem létu í sér heyra á samfélagsmiðlum.

Íslenski boltinn

Landsliðskonum borist skila­boð og sagðar styðja Ísrael

Perla Ruth Albertsdóttir, landsliðskona í handbolta, hefur greint frá því að leikmönnum landsliðsins hafi borist skilaboð á samfélagsmiðlum vegna leikja landsliðsins við Ísrael í umspili um sæti á HM. Leikirnir fara fram í skugga gagnrýni á morgun og hinn.

Handbolti