Sport

Hefur Amorim bætt Man United?

Þegar Manchester United réð Rúben Amorim var ljóst að liðið var að horfa til framtíðar. Það var hins vegar eflaust búist við betri árangri en hann hefur náð til þessa. Stóra spurningin er hins vegar hvort Portúgalinn hafi bætt lið Rauðu djöflanna á einn eða annan hátt.

Enski boltinn

Sveinn Margeir mögu­lega ekkert með Víkingum í sumar

Sveinn Margeir Hauksson samdi við Víking eftir að síðasta tímabili í Bestu deild karla í knattspyrnu lauk. Það var strax ljóst að hann yrði ef til vill ekki með liðinu allt sumarið verandi í háskólanámi í Bandaríkjunum en nú stefnir í að hann missi af öllu sumrinu vegna meiðsla.

Íslenski boltinn

„Ó­af­sakan­legt hvernig við mættum til leiks“

Benedikt Rúnar Guðmundsson, þjálfari Tindastóls, var ekki sáttur við hvernig lærisveinar sínir byrjuðu og enduðu leikinn þegar liðið laut í lægra haldi fyrir Álftanesi í 19. umferð Bónus-deildar karla í körfubolta í Kaldalónshöllinni í kvöld. 

Körfubolti

Albert kom við sögu í naumum sigri

Framherjinn Albert Guðmundsson kom við sögu í 1-0 sigri Fiorentina á Lecce í Serie A, efstu deild karla á Ítalíu. Þórir Jóhann Helgason kom einnig inn af bekknum í liði gestanna.

Fótbolti

„Á­kveðnir í því að gefa þeim enga von“

Njarðvík tók á móti Haukum í IceMar-höllinni í kvöld þegar nítjánda umferð Bónus deild karla hóf göngu sína. Njarðvíkingar gátu með sigri styrkt stöðu sína í þriðja sæti deildarinnar og um leið formlega fellt Hauka. Í leik sem aldrei varð spennandi voru það Njarðvíkingar sem kjöldrógu Hauka 103-81.

Körfubolti

Upp­gjörið: Álfta­nes - Tinda­stóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álfta­ness í röð kom gegn topp­liðinu Tinda­stóli

Álftanes vann sinn fimmta sigur í röð í Bónus-deild karla í körfubolta þegar liðið lagði topplið deildarinnar, Tindastól, að velli í Kaldalónshöllinni á Álftanesi í kvöld. Leikurinn var liður í 19. umferð deildarinnar en Álftanes hefur nú 20 stig, líkt og Grindavík og Valur í fjörða til sjötta sæti deildarinnar. 

Körfubolti

„Staðan er erfið og flókin“

Sigurður Ingimundarson, þjálfari karlaliðs Keflavíkur í körfubolta, tók nýliðinni landsleikjapásu fagnandi. Með henni gafst tími til að stilla saman strengi fyrir spennandi lokakafla tímabilsins.

Körfubolti

Tvær til­lögur um að fjölga karlaleikjum

Ársþing Körfuknattleikssambands Íslands fer fram eftir rúmar tvær vikur og þar verður ekki aðeins kosið um nýjan formann. Það liggja fyrir tillögur um að fjölga leikjum í úrvalsdeild karla og þá má einnig búast við umræðu um erlenda leikmann eins og venjulega.

Körfubolti