Sport

Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár
Andri Nikolaysson Mateev er skylmingamaður ársins í níunda sinn, eftir að hafa farið upp um níutíu og fimm sæti á heimslistanum á einu ári. Skylmingakona ársins er Íslandsmeistarinn Anna Edda Gunnarsdóttir Smith, sem tók þátt á sínu öðru heimsmeistaramóti í ár.

Fyrsta liðið til að fá ekki á sig stig og sæti í úrslitakeppninni tryggt
Green Bay Packers urðu fyrsta liðið á tímabilinu í NFL deildinni til að fá ekki á sig stig, þrátt fyrir að vera án fjögurra byrjunarliðsmanna í varnarlínunni, í 34-0 stórsigri gegn New Orleans Saints í nótt. Sigurinn tryggði Packers sæti í úrslitakeppninni.

Músaskítur í leikhúsi draumanna
Músaskítur fannst við skoðun heilbrigðis- og matvælaeftirlits á Old Trafford, leikvangi Manchester United.

Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast
Halda þurfti aftur af Joel Embiid, sem brjálaðist út í dómara og var rekinn af velli eftir að hafa stjakað við Victori Wembanyama í 111-106 sigri Philadelphia 76ers gegn San Antonio Spurs í nótt.

Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól
Fyrrum heimsmeistarinn Rob Cross varð síðastur til að falla úr leik fyrir jólafrí á heimsmeistaramótinu í pílukasti þegar hann tapaði einvígi gegn góðvini sínum Scott Williams.

Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni
Freyr Alexandersson kveðst hafa dregið mikinn lærdóm af tíma sínum með Kortrijk í Belgíu, þaðan sem hann var rekinn í vikunni. Starfsfólk félagsins var sorgmætt þegar þjálfarinn kvaddi.

Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool
Jurgen Klopp mun á nýju ári byrja í nýju starfi sem alþjóða yfirmaður knattspyrnumála hjá Red Bull, aðeins ári eftir að hann kulnaði í starfi og hætti sem þjálfari Liverpool. Forstjóri hjá Red Bull segist fyrst hafa boðið Klopp starfið fyrir tveimur árum og hann hafi sýnt því mikinn áhuga þá.

Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti
Dave Chisnall hélt að hann hefði unnið legg gegn Ricky Evans á heimsmeistaramótinu í pílukasti en misreiknaði sig.

Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið
Stjórnarmenn Manchester United leita sífellt nýrra leiða til að afla tekna og skoða nú að fara með liðið í æfingaferð um leið og tímabilið klárast.

Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport
Í janúar ætlar Aston Villa að kalla framherjann Louie Barry aftur úr láni hjá Stockport County. Hann mun skilja eftir sig stórt skarð sem aðrir leikmenn liðsins, líkt og Benóný Breki Andrésson, þurfa að fylla.

Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða
Inter Milan tók á móti Como og vann 2-0 sigur í ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Mílanó-menn eru nú þremur stigum frá efsta sæti deildarinnar og eiga einn leik til góða á liðin fyrir ofan.

Eftirmaður Amorim strax á útleið
João Pereira tók við starfi Rubens Amorim sem aðalþjálfari Sporting þegar sá síðarnefndi fór til Manchester United. Hann hefur ekki fagnað góðu gengi og er sagður á útleið eftir rúman mánuð í starfi.

Fótbrotnaði í fyrra, varð fyrir skotárás í vor og var að slíta krossband
Eftir að hafa jafnað sig af fótbroti í fyrra og skotárás í vor hefur Tank Dell orðið fyrir öðrum slæmum meiðslum. Leikmaðurinn mun brátt gangast undir aðgerð og verður frá út tímabilið hið minnsta eftir að hnéskel hans fór úr lið og krossband slitnaði.

Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu
Melsungen er í efsta sæti þýsku úrvalsdeildarinnar í handbolta eftir 31-23 sigur í toppslag gegn Burgdorf.

Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir
Fiorentina tapaði öðrum deildarleiknum í röð, 2-1 gegn Udinese. Albert Guðmundsson byrjaði á bekknum en var settur inn á þegar liðið lenti undir.

Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt
Nottingham Forest hefur ráðið nýjan forstjóra, eftir tæp tvö ár án slíks. Lina Soulouko mun taka við starfinu en henni var bolað burt af mikilli reiði úr framkvæmdastjórastarfi hjá Roma í haust.

Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum
Alessandro Nesta hefur verið sagt upp störfum hjá ítalska úrvalsdeildarfélaginu Monza eftir að hafa aðeins unnið einn af sautján leikjum við stjórnvölinn.

Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli
Fótboltamaðurinn ungi Romano Floriani Mussolini skoraði sitt fyrsta mark á fótboltaferlinum er lið hans Juve Stabia vann 1-0 sigur á Cesena í ítölsku B-deildinni. Fagnaðarlæti stuðningsmanna liðsins hafa vakið athygli.

Hrasaði viljandi og sló alla út af laginu
Taktar félaganna Jared Goff og Jahmyr Gibbs í liði Detroit Lions í öruggum sigri liðsins á Chicago Bears í NFL-deildinni í gær hafa vakið töluverða lukku. Báðir féllu þeir viljandi við til að slá vörn Bjarnanna út af laginu, sem skilaði snertimarki.

Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“
Ange Postecoglou, stjóri Tottenham, var bersýnilega pirraður þegar hann sat fyrir svörum á blaðamannafundi í gærkvöld, eftir 6-3 tapið gegn Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta.

Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka
Bukayo Saka, einn besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta, verður ekki með Arsenal á næstunni vegna meiðsla.

„Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“
Birkir Bjarnason stefnir á það að koma liði sínu Brescia í umspil um laust sæti í efstu deild á Ítalíu.

Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg
Þýska handknattleiksdeildin hefur nú samþykkt að heimaleik Magdeburgar við Erlangen, sem fara átti fram annan í jólum, verði frestað um ótilgreindan tíma vegna grimmdarverkanna á jólamarkaðnum í Magdeburg.

Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn
Stuðningsmenn spænska knattspyrnufélagsins Real Betis hafa skapað fallega jólahefð sem felst í því að gleðja bágstödd börn með gjöfum.

Sagði frá eigin lyfjamisnotkun og er kominn í bann
Ástralski tenniskappinn Max Purcell, sem tvívegis hefur unnið risamót í tvíliðaleik, er kominn í ótímabundið bann eftir að hafa sjálfur látið vita af broti á lyfjareglum.

Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu
Skotinn Charlie Adam hefur verið látinn taka poka sinn hjá Fleetwood Town í ensku D-deildinni. Liðinu var ætlað upp um deild en á í töluverðum vandræðum.

„Allt er svo erfitt“
„Sem stendur er allt svo erfitt,“ sagði Portúgalinn Rúben Amorim eftir 3-0 tap Manchester United fyrir Bournemouth á Old Trafford í Manchester í gær. Þetta sagði Portúgalinn á blaðamannafundi sem þurfti að slíta vegna leka í blaðamannaherberginu á Old Trafford.

Látnir æfa á jóladag
Stjörnurnar í Englandsmeistaraliði Manchester City þurfa að mæta til vinnu á jóladag, á fótboltaæfingu, öfugt við það sem þeir eru vanir, eftir skelfilegt gengi liðsins undanfarna tvo mánuði.

Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms
Sandro Eric Sosing varð óvænt að draga sig úr keppni rétt áður en hann átti að stíga á svið á föstudaginn, á HM í pílukasti. Nú er orðið ljóst hve alvarleg ástæðan var.

Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði
Albert Guðmundsson verður á ferðinni með Fiorentina gegn Udinese í kvöld, í síðasta heimaleik Fiorentina á þessu ári. Búast má við að vel verði klappað fyrir Edoardo Bove sem snýr aftur á Artemio Franchi leikvanginn eftir að hafa farið í hjartastopp.