Sport

Hækkaði um tæp hundrað sæti á heims­listanum í ár

Andri Nikolaysson Mateev er skylmingamaður ársins í níunda sinn, eftir að hafa farið upp um níutíu og fimm sæti á heimslistanum á einu ári. Skylmingakona ársins er Íslandsmeistarinn Anna Edda Gunnarsdóttir Smith, sem tók þátt á sínu öðru heimsmeistaramóti í ár.

Sport

Eftir­maður Amorim strax á út­leið

João Pereira tók við starfi Rubens Amorim sem aðalþjálfari Sporting þegar sá síðarnefndi fór til Manchester United. Hann hefur ekki fagnað góðu gengi og er sagður á útleið eftir rúman mánuð í starfi.

Fótbolti

Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja at­hygli

Fótboltamaðurinn ungi Romano Floriani Mussolini skoraði sitt fyrsta mark á fótboltaferlinum er lið hans Juve Stabia vann 1-0 sigur á Cesena í ítölsku B-deildinni. Fagnaðarlæti stuðningsmanna liðsins hafa vakið athygli.

Fótbolti

Hrasaði viljandi og sló alla út af laginu

Taktar félaganna Jared Goff og Jahmyr Gibbs í liði Detroit Lions í öruggum sigri liðsins á Chicago Bears í NFL-deildinni í gær hafa vakið töluverða lukku. Báðir féllu þeir viljandi við til að slá vörn Bjarnanna út af laginu, sem skilaði snertimarki.

Sport

„Allt er svo erfitt“

„Sem stendur er allt svo erfitt,“ sagði Portúgalinn Rúben Amorim eftir 3-0 tap Manchester United fyrir Bournemouth á Old Trafford í Manchester í gær. Þetta sagði Portúgalinn á blaðamannafundi sem þurfti að slíta vegna leka í blaðamannaherberginu á Old Trafford.

Enski boltinn

Látnir æfa á jóla­dag

Stjörnurnar í Englandsmeistaraliði Manchester City þurfa að mæta til vinnu á jóladag, á fótboltaæfingu, öfugt við það sem þeir eru vanir, eftir skelfilegt gengi liðsins undanfarna tvo mánuði.

Enski boltinn

Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði

Albert Guðmundsson verður á ferðinni með Fiorentina gegn Udinese í kvöld, í síðasta heimaleik Fiorentina á þessu ári. Búast má við að vel verði klappað fyrir Edoardo Bove sem snýr aftur á Artemio Franchi leikvanginn eftir að hafa farið í hjartastopp.

Fótbolti