Viðskipti erlent

Ál- og gasverð í hæstu hæðum

Miklar hækkanir hafa orðið á eldsneytismörkuðum vegna innrásar Rússa í Úkraínu og refsiaðgerða gegn Rússlandi. Tunnan af hráolíu kostar nú meira en 110 Bandaríkjadali og hefur verð jarðgass hefur aldrei verið hærra í Evrópu.

Viðskipti erlent

Gæti reynst þungt högg að útiloka Rússa frá SWIFT

Vesturlöndin hafa undanfarna viku gripið til umfangsmikilla refsiaðgerða gegn Rússum og er nýjasta útspilið að loka fyrir aðgengi Rússa að SWIFT kerfinu svokallaða. Hagfræðingur segir að áhrifin verði líklega töluverð en hætt er við að aðgerðirnar bitni mest á almenningi. 

Viðskipti erlent

Versti dagur í langan tíma

Icelandair hefur lækkað mest íslenskra félaga á rauðum degi á hlutabréfamarkaði í dag. Hækkandi olíuverð bítur flugfélög - en mun væntanlega einnig bíta íslenska neytendur, þegar það ratar inn í bensínverð.

Viðskipti erlent

Olíuverð hækkar hratt og hefur ekki verið hærra frá 2014

Olíuverð hafði í morgun ekki verið hærra frá 2014 samhliða mjög svo aukinni spennu í Austur-Evrópu. Spennan við Úkraínu náði nýjum hæðum í gærkvöldi þegar Vladimír Pútín, forseti Rússlands, viðurkenndi sjálfstæði tveggja héraða í Úkraínu þar sem aðskilnaðarsinnar, studdir af Rússlandi, ráða ríkjum.

Viðskipti erlent

Jurta­olíur hækka mest í verði

Verð jurtaolía hefur hækkað um 4,2% frá því í desember en matvöruverð hefur ekki verið hærra í nær tíu ár. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna um matvælaverð á heimsvísu. 

Viðskipti erlent

Skortur kemur enn niður á framleiðslu PS5

Starfsmenn Sony eiga enn í vandræðum við að framleiða nægjanlegt magn PlayStation 5 leikjatölva. Um 3,3 milljónir tölva voru seldar síðasta ársfjórðungi 2021 og í heild hefur Sony selt 17,3 milljónir leikjatölva frá því þær komu fyrst á markað.

Viðskipti erlent