Viðskipti erlent Hægir á hjólum efnahagslífsins í Kína Verg landsframleiðsla í Kína jókst um 4,9 prósent á þriðja ársfjórðungi og var um lægstu mælingu í heilt ár að ræða. Viðskipti erlent 18.10.2021 07:38 Verkfall í kvikmynda- og þáttagerð gæti hafist eftir helgi Um 60.000 félagar í stéttarfélagi kvikmynda- og þáttagerðafólks í Bandaríkjunum gæti hafist á mánudag ef samningar nást ekki við framleiðendur áður. Vinna við kvikmyndir og þætti í Hollywood og víðar myndi að líkindum stöðvast að miklu leyti. Viðskipti erlent 13.10.2021 15:44 Tæknirisarnir keppast um athygli í næstu viku Nóg verður um að vera fyrir aðdáendur nýrra tækja í næstu viku. Stærstu tæknirisar heimsins eru allir að fara að kynna ný tæki, tól og hugbúnað þrjá daga í röð. Viðskipti erlent 13.10.2021 14:45 Skortur sagður koma niður á framleiðslu iPhone 13 Apple mun líklega draga úr fjölda iPhone 13 sem til stendur að framleiða vegna heimslægs skorts á hálfleiðurum. Skorturinn er að koma niður á helstu tekjulind tæknirisans. Viðskipti erlent 13.10.2021 13:28 Stjórn AGS lýsti yfir stuðningi við Georgievu Kristalina Georgieva getur setið áfram sem framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins eftir að stjórn hans lýsti yfir fullum stuðningi við hana að liknum fundi í gær. Taldi stjórnin ekki fullsannað að Georgieva hefði beitt sér á óeðlilegan hátt í þágu Kína þegar hún starfaði fyrir Alþjóðabankann. Viðskipti erlent 12.10.2021 07:22 AGS útvatnaði varnaðarorð um áhættu vegna loftslagsbreytinga Stjórnendur hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum lúffuðu fyrir fulltrúum Brasilíu og milduðu orðalag þar sem varað var við áhættu brasilísks efnahagslífs vegna loftslagsbreytinga í árlegri skýrslu. Framkvæmdastjóri sjóðsins á fyrir í vök að verjast vegna ásakana um að hún hafi gengið erinda Kínverja hjá Alþjóðabankanum. Viðskipti erlent 11.10.2021 13:41 Stjórn AGS ræðir framtíð Georgievu Framtíð Kristalinu Georgievu, framkvæmdastjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS), er enn óráðin eftir að stjórn sjóðsins tók enga ákvörðun á maraþonfundum um helgina. Stjórnin ætlar að funda aftur vegna ásakana um að Georgieva hafi gengið erinda Kínverja í dag. Viðskipti erlent 11.10.2021 08:40 Google bannar auglýsingar með loftslagsafneitun Tæknirisinn Google hefur ákveðið að banna afneiturum loftslagsvísinda að kaupa auglýsingar í leitarvélinni og á samfélagsmiðlinum Youtube og að hagnast á auglýsingum. Ákvörðunin var tekin vegna óánægju auglýsenda með að auglýsingar þeirra birtust við slíkt efni. Viðskipti erlent 8.10.2021 08:45 Ný útgáfa Windows nú aðgengileg notendum að endurgjaldslausu Hugbúnaðarfyrirtækið Microsoft gaf í gær út nýjustu útgáfuna af Windows-stýrikerfi sínu sem ber heitið Windows 11. Um er að ræða nokkuð umfangsmikla uppfærslu sem verður aðgengileg flestum notendum Windows 10 að endurgjaldslausu. Viðskipti erlent 5.10.2021 14:19 Biðja 3,5 milljarða notenda afsökunar og útskýra ástæður bilunarinnar Samfélagsmiðlarisinn Facebook hefur beðið 3,5 milljarða notendur sína afsökunar á að miðlar fyrirtækisins hafi legið niðri um margra klukkutíma skeið í gær. Var um að ræða mestu truflun á starfsemi Facebook í heil þrettán ár. Viðskipti erlent 5.10.2021 07:28 Kvikmynda- og þáttagerð í Hollywood gæti stöðvast Nær öll kvikmynda- og þáttagerð í Bandaríkjunum gæti stöðvast komi til verkfalls fleiri en 50.000 starfsmanna í kvikmyndabransanum. Stéttarfélag þeirra samþykkti vinnustöðvun sem gæti orðið sú stærsta frá því í síðari heimstyrjöldinni. Viðskipti erlent 4.10.2021 23:21 Truflanir hjá Facebook Fjölmargir notendur Facebook og Instagram um heim allan hafa átt í vandræðum með að tengjast samfélagsmiðlunum frá því á fjórða tímanum. Einnig hefur borið á truflunum á þjónustu Whatsapp, Messenger og Workplace en allir fimm miðlarnir eru í eigu Facebook. Viðskipti erlent 4.10.2021 15:48 Hlutabréf bóluefnaframleiðenda hríðféllu eftir tilkynningu um nýtt Covid-lyf í pilluformi Hlutabréf í lyfjafyrirtækjunum Moderna og BioNTech hríðféllu á mörkuðum í gær eftir að tilkynnt var um árangur nýs veirulyfs í pilluformi gegn Covid-19. Viðskipti erlent 2.10.2021 10:00 Sex hundruð óbólusettir munu missa vinnuna hjá United Airlines Bandaríska flugfélagið United Airlines hyggst segja upp 593 óbólusettum starfsmönnum sínum. Félagið hafði óskað eftir staðfestingu á bólusetningu við Covid-19 fyrir mánudaginn síðastliðinn. Viðskipti erlent 29.9.2021 16:30 Ford leggur þúsundir milljarða í rafbílaverksmiðjur Bandaríski bílaframleiðandinn Ford ætlar að fjárfesta meira en 1.400 milljarða íslenskra króna í verskmiðjum til að framleiða rafbíla. Markmið fyrirtækisins er að um helmingur allra seldra bíla losi ekki gróðurhúsalofttegundir árið 2030. Viðskipti erlent 28.9.2021 08:48 Breski herinn í viðbragðsstöðu þar sem bensín er víða uppurið Breski herinn hefur verið settur í viðbragðsstöðu og kann að koma til þess að hann muni aðstoða við að koma eldsneyti til bensínstöðva í landinu. Bensín er uppurið á mörgum bensínstöðvum eftir að fjölmargir hafa hamstrað eldsneyti síðustu daga. Viðskipti erlent 28.9.2021 07:51 Vöruskortur yfirvofandi hjá Nike og Costco Bandarísku stórfyrirtækin Nike og Costco vara við því að þau standi frammi fyrir vöruskorti og töfum vegna raskana á framleiðslu í verksmiðjum í Asíu. Costco segist ætla að taka upp takmarkanir á hversu mikið af ákveðnum vörum viðskiptavinir geta keypt. Viðskipti erlent 25.9.2021 07:55 Vinstri sveifla skýtur þýskum millum skelk í bringu Þýskir auðkýfingar eru nú sagðir flytja eigur sínar til Sviss af ótta við að vinstri stjórn taki við eftir sambandsþingskosningar á sunnudag. Vinstriflokkarnir hafa boðað hækkun auðlegar- og erfðaskatts. Viðskipti erlent 24.9.2021 15:48 Hitnar undir framkvæmdastjóra gjaldeyrissjóðsins Vaxandi þrýstingur er nú á Kristalinu Georgievu, framkvæmdastjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, vegna ásakana um að hún hafi látið eiga við gögn til þess að fegra viðskiptaumhverfi í Kína. Viðskipti erlent 24.9.2021 13:25 Kínverjar banna rafmyntir og gröft Stjórnvöld í Beijing lýstu öll viðskipti með rafmyntir ólögleg og bönnuðu svonefndan gröft eftir rafmyntum í dag. Bannið á meðal annars að hjálpa Kínverjum að ná markmiðum sínum um samdrátt gróðurhúsalofttegunda. Viðskipti erlent 24.9.2021 12:19 Hóta lögsókn vegna einkaréttar á lillabláum Sælgætisrisinn Mondelez hefur hótað fyrirtækinu Nurture Brands lögsókn ef það bregst ekki við og breytir umbúðum ávaxtastykki innan sex mánaða. Forsvarsmenn Mondelez halda því fram að litur umbúðanna brjóti gegn einkarétti fyrirtækisins. Viðskipti erlent 24.9.2021 08:20 Kjöt- og drykkjarframleiðendur í úlfakreppu vegna skorts á kolsýru Matvælaframleiðendur í Bretlandi eru í öngum sínum eftir að bresk stjórnvöld vöruðu þá við því að verð á kolsýru gæti hækkað um 500% vegna skorts á jarðgasi. Stjórnvöld hafa nú framlengt neyðaraðstoð sem á að koma í veg fyrir skort á kjötvörum. Viðskipti erlent 22.9.2021 15:58 Sömdu við kröfuhafa en næsta greiðsla gæti orðið félaginu að falli Kínverska fasteignafélagið Evergrande Group hefur tekist að semja við kröfuhafa um stóra vaxtagreiðslu sem er gjalddaga á morgun. Stjórnendur hafa varað við því að það gæti verið á leið í gjaldþrot en fasteignaþróunarfélagið er það skuldsettasta í heimi. Viðskipti erlent 22.9.2021 15:15 iPhone 13 lítur dagsins ljós Bandaríski tæknirisinn kynnti nýjar vörur með pompi og prakti á sérstökum kynningarfundi í dag. iPhone 13 var kynntur til sögunnar ásamt nýju Apple Watch og ýmsu öðru. Viðskipti erlent 14.9.2021 20:01 Horfðu á kynningu Apple: Kynna nýja síma og úr Forsvarsmenn tæknirisans Apple halda árlega kynningu fyrirtækisins í dag. Eins og síðusta ár er kynningin stafræn en búist er við því að fyrirtækið kynni nýja síma, snjallúr og heyrnartól. Viðskipti erlent 14.9.2021 16:31 Ætla að leggja áherslu á skjái á kynningu dagsins Forsvarsmenn Apple munu kynna nýjustu tæki fyrirtækisins í dag. Að þessu sinni er fastlega búist við því að fyrirtækið muni kynna nýja iPhone-síma og Apple Wathch-snjallúr. Það er að segja iPhone 13 línu og sjöundu kynslóð úra. Viðskipti erlent 14.9.2021 11:09 Heimsmarkaðsverð á áli ekki verið hærra í þrettán ár Heimsmarkaðsverð á áli fór yfir þrjú þúsund Bandaríkjadali í gær, um 385 þúsund krónur á núvirði, og hefur ekki verið hærra í þrettán ár. Viðskipti erlent 14.9.2021 07:47 Úrskurður dómara í deilu Apple og Epic sagður mikið högg fyrir tæknirisann Dómari í máli tölvuleikjaframleiðandans Epic gegn bandaríska tæknirisanum Apple hefur úrskurðað að Apple megi ekki koma í veg fyrir að framleiðendur smáforrita beini notendum að öðrum greiðslugáttum en þeirri sem Apple býður upp á. Fréttamiðlar ytra slá því upp að úrskurðurinn sé mikið högg fyrir Apple. Viðskipti erlent 10.9.2021 21:01 Svíar ætla að hætta að niðurgreiða stóra tengitvinnbíla og dýra rafbíla Sænsk stjórnvöld ætla að herða verulega losunarskilyrði fyrir ívilnunum til kaupa á vistvænni bifreiðum. Hætt verður að niðurgreiða stærri tengitvinnbíla og dýra rafbíla. Viðskipti erlent 9.9.2021 11:21 Saksóknarar lýstu stofnanda Theranos sem gráðugum svikahrappi Réttarhöld yfir Elizabeth Holmes, stofnanda Theranos sem átti að umbylta blóðrannsóknum, hófust í Kaliforníu í gær. Saksóknarar lýstu Holmes þar sem gráðugum svikahrappi en verjendurnir sögðu hana ástríðufullan lítilmagna. Viðskipti erlent 9.9.2021 10:04 « ‹ 18 19 20 21 22 23 24 25 26 … 334 ›
Hægir á hjólum efnahagslífsins í Kína Verg landsframleiðsla í Kína jókst um 4,9 prósent á þriðja ársfjórðungi og var um lægstu mælingu í heilt ár að ræða. Viðskipti erlent 18.10.2021 07:38
Verkfall í kvikmynda- og þáttagerð gæti hafist eftir helgi Um 60.000 félagar í stéttarfélagi kvikmynda- og þáttagerðafólks í Bandaríkjunum gæti hafist á mánudag ef samningar nást ekki við framleiðendur áður. Vinna við kvikmyndir og þætti í Hollywood og víðar myndi að líkindum stöðvast að miklu leyti. Viðskipti erlent 13.10.2021 15:44
Tæknirisarnir keppast um athygli í næstu viku Nóg verður um að vera fyrir aðdáendur nýrra tækja í næstu viku. Stærstu tæknirisar heimsins eru allir að fara að kynna ný tæki, tól og hugbúnað þrjá daga í röð. Viðskipti erlent 13.10.2021 14:45
Skortur sagður koma niður á framleiðslu iPhone 13 Apple mun líklega draga úr fjölda iPhone 13 sem til stendur að framleiða vegna heimslægs skorts á hálfleiðurum. Skorturinn er að koma niður á helstu tekjulind tæknirisans. Viðskipti erlent 13.10.2021 13:28
Stjórn AGS lýsti yfir stuðningi við Georgievu Kristalina Georgieva getur setið áfram sem framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins eftir að stjórn hans lýsti yfir fullum stuðningi við hana að liknum fundi í gær. Taldi stjórnin ekki fullsannað að Georgieva hefði beitt sér á óeðlilegan hátt í þágu Kína þegar hún starfaði fyrir Alþjóðabankann. Viðskipti erlent 12.10.2021 07:22
AGS útvatnaði varnaðarorð um áhættu vegna loftslagsbreytinga Stjórnendur hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum lúffuðu fyrir fulltrúum Brasilíu og milduðu orðalag þar sem varað var við áhættu brasilísks efnahagslífs vegna loftslagsbreytinga í árlegri skýrslu. Framkvæmdastjóri sjóðsins á fyrir í vök að verjast vegna ásakana um að hún hafi gengið erinda Kínverja hjá Alþjóðabankanum. Viðskipti erlent 11.10.2021 13:41
Stjórn AGS ræðir framtíð Georgievu Framtíð Kristalinu Georgievu, framkvæmdastjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS), er enn óráðin eftir að stjórn sjóðsins tók enga ákvörðun á maraþonfundum um helgina. Stjórnin ætlar að funda aftur vegna ásakana um að Georgieva hafi gengið erinda Kínverja í dag. Viðskipti erlent 11.10.2021 08:40
Google bannar auglýsingar með loftslagsafneitun Tæknirisinn Google hefur ákveðið að banna afneiturum loftslagsvísinda að kaupa auglýsingar í leitarvélinni og á samfélagsmiðlinum Youtube og að hagnast á auglýsingum. Ákvörðunin var tekin vegna óánægju auglýsenda með að auglýsingar þeirra birtust við slíkt efni. Viðskipti erlent 8.10.2021 08:45
Ný útgáfa Windows nú aðgengileg notendum að endurgjaldslausu Hugbúnaðarfyrirtækið Microsoft gaf í gær út nýjustu útgáfuna af Windows-stýrikerfi sínu sem ber heitið Windows 11. Um er að ræða nokkuð umfangsmikla uppfærslu sem verður aðgengileg flestum notendum Windows 10 að endurgjaldslausu. Viðskipti erlent 5.10.2021 14:19
Biðja 3,5 milljarða notenda afsökunar og útskýra ástæður bilunarinnar Samfélagsmiðlarisinn Facebook hefur beðið 3,5 milljarða notendur sína afsökunar á að miðlar fyrirtækisins hafi legið niðri um margra klukkutíma skeið í gær. Var um að ræða mestu truflun á starfsemi Facebook í heil þrettán ár. Viðskipti erlent 5.10.2021 07:28
Kvikmynda- og þáttagerð í Hollywood gæti stöðvast Nær öll kvikmynda- og þáttagerð í Bandaríkjunum gæti stöðvast komi til verkfalls fleiri en 50.000 starfsmanna í kvikmyndabransanum. Stéttarfélag þeirra samþykkti vinnustöðvun sem gæti orðið sú stærsta frá því í síðari heimstyrjöldinni. Viðskipti erlent 4.10.2021 23:21
Truflanir hjá Facebook Fjölmargir notendur Facebook og Instagram um heim allan hafa átt í vandræðum með að tengjast samfélagsmiðlunum frá því á fjórða tímanum. Einnig hefur borið á truflunum á þjónustu Whatsapp, Messenger og Workplace en allir fimm miðlarnir eru í eigu Facebook. Viðskipti erlent 4.10.2021 15:48
Hlutabréf bóluefnaframleiðenda hríðféllu eftir tilkynningu um nýtt Covid-lyf í pilluformi Hlutabréf í lyfjafyrirtækjunum Moderna og BioNTech hríðféllu á mörkuðum í gær eftir að tilkynnt var um árangur nýs veirulyfs í pilluformi gegn Covid-19. Viðskipti erlent 2.10.2021 10:00
Sex hundruð óbólusettir munu missa vinnuna hjá United Airlines Bandaríska flugfélagið United Airlines hyggst segja upp 593 óbólusettum starfsmönnum sínum. Félagið hafði óskað eftir staðfestingu á bólusetningu við Covid-19 fyrir mánudaginn síðastliðinn. Viðskipti erlent 29.9.2021 16:30
Ford leggur þúsundir milljarða í rafbílaverksmiðjur Bandaríski bílaframleiðandinn Ford ætlar að fjárfesta meira en 1.400 milljarða íslenskra króna í verskmiðjum til að framleiða rafbíla. Markmið fyrirtækisins er að um helmingur allra seldra bíla losi ekki gróðurhúsalofttegundir árið 2030. Viðskipti erlent 28.9.2021 08:48
Breski herinn í viðbragðsstöðu þar sem bensín er víða uppurið Breski herinn hefur verið settur í viðbragðsstöðu og kann að koma til þess að hann muni aðstoða við að koma eldsneyti til bensínstöðva í landinu. Bensín er uppurið á mörgum bensínstöðvum eftir að fjölmargir hafa hamstrað eldsneyti síðustu daga. Viðskipti erlent 28.9.2021 07:51
Vöruskortur yfirvofandi hjá Nike og Costco Bandarísku stórfyrirtækin Nike og Costco vara við því að þau standi frammi fyrir vöruskorti og töfum vegna raskana á framleiðslu í verksmiðjum í Asíu. Costco segist ætla að taka upp takmarkanir á hversu mikið af ákveðnum vörum viðskiptavinir geta keypt. Viðskipti erlent 25.9.2021 07:55
Vinstri sveifla skýtur þýskum millum skelk í bringu Þýskir auðkýfingar eru nú sagðir flytja eigur sínar til Sviss af ótta við að vinstri stjórn taki við eftir sambandsþingskosningar á sunnudag. Vinstriflokkarnir hafa boðað hækkun auðlegar- og erfðaskatts. Viðskipti erlent 24.9.2021 15:48
Hitnar undir framkvæmdastjóra gjaldeyrissjóðsins Vaxandi þrýstingur er nú á Kristalinu Georgievu, framkvæmdastjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, vegna ásakana um að hún hafi látið eiga við gögn til þess að fegra viðskiptaumhverfi í Kína. Viðskipti erlent 24.9.2021 13:25
Kínverjar banna rafmyntir og gröft Stjórnvöld í Beijing lýstu öll viðskipti með rafmyntir ólögleg og bönnuðu svonefndan gröft eftir rafmyntum í dag. Bannið á meðal annars að hjálpa Kínverjum að ná markmiðum sínum um samdrátt gróðurhúsalofttegunda. Viðskipti erlent 24.9.2021 12:19
Hóta lögsókn vegna einkaréttar á lillabláum Sælgætisrisinn Mondelez hefur hótað fyrirtækinu Nurture Brands lögsókn ef það bregst ekki við og breytir umbúðum ávaxtastykki innan sex mánaða. Forsvarsmenn Mondelez halda því fram að litur umbúðanna brjóti gegn einkarétti fyrirtækisins. Viðskipti erlent 24.9.2021 08:20
Kjöt- og drykkjarframleiðendur í úlfakreppu vegna skorts á kolsýru Matvælaframleiðendur í Bretlandi eru í öngum sínum eftir að bresk stjórnvöld vöruðu þá við því að verð á kolsýru gæti hækkað um 500% vegna skorts á jarðgasi. Stjórnvöld hafa nú framlengt neyðaraðstoð sem á að koma í veg fyrir skort á kjötvörum. Viðskipti erlent 22.9.2021 15:58
Sömdu við kröfuhafa en næsta greiðsla gæti orðið félaginu að falli Kínverska fasteignafélagið Evergrande Group hefur tekist að semja við kröfuhafa um stóra vaxtagreiðslu sem er gjalddaga á morgun. Stjórnendur hafa varað við því að það gæti verið á leið í gjaldþrot en fasteignaþróunarfélagið er það skuldsettasta í heimi. Viðskipti erlent 22.9.2021 15:15
iPhone 13 lítur dagsins ljós Bandaríski tæknirisinn kynnti nýjar vörur með pompi og prakti á sérstökum kynningarfundi í dag. iPhone 13 var kynntur til sögunnar ásamt nýju Apple Watch og ýmsu öðru. Viðskipti erlent 14.9.2021 20:01
Horfðu á kynningu Apple: Kynna nýja síma og úr Forsvarsmenn tæknirisans Apple halda árlega kynningu fyrirtækisins í dag. Eins og síðusta ár er kynningin stafræn en búist er við því að fyrirtækið kynni nýja síma, snjallúr og heyrnartól. Viðskipti erlent 14.9.2021 16:31
Ætla að leggja áherslu á skjái á kynningu dagsins Forsvarsmenn Apple munu kynna nýjustu tæki fyrirtækisins í dag. Að þessu sinni er fastlega búist við því að fyrirtækið muni kynna nýja iPhone-síma og Apple Wathch-snjallúr. Það er að segja iPhone 13 línu og sjöundu kynslóð úra. Viðskipti erlent 14.9.2021 11:09
Heimsmarkaðsverð á áli ekki verið hærra í þrettán ár Heimsmarkaðsverð á áli fór yfir þrjú þúsund Bandaríkjadali í gær, um 385 þúsund krónur á núvirði, og hefur ekki verið hærra í þrettán ár. Viðskipti erlent 14.9.2021 07:47
Úrskurður dómara í deilu Apple og Epic sagður mikið högg fyrir tæknirisann Dómari í máli tölvuleikjaframleiðandans Epic gegn bandaríska tæknirisanum Apple hefur úrskurðað að Apple megi ekki koma í veg fyrir að framleiðendur smáforrita beini notendum að öðrum greiðslugáttum en þeirri sem Apple býður upp á. Fréttamiðlar ytra slá því upp að úrskurðurinn sé mikið högg fyrir Apple. Viðskipti erlent 10.9.2021 21:01
Svíar ætla að hætta að niðurgreiða stóra tengitvinnbíla og dýra rafbíla Sænsk stjórnvöld ætla að herða verulega losunarskilyrði fyrir ívilnunum til kaupa á vistvænni bifreiðum. Hætt verður að niðurgreiða stærri tengitvinnbíla og dýra rafbíla. Viðskipti erlent 9.9.2021 11:21
Saksóknarar lýstu stofnanda Theranos sem gráðugum svikahrappi Réttarhöld yfir Elizabeth Holmes, stofnanda Theranos sem átti að umbylta blóðrannsóknum, hófust í Kaliforníu í gær. Saksóknarar lýstu Holmes þar sem gráðugum svikahrappi en verjendurnir sögðu hana ástríðufullan lítilmagna. Viðskipti erlent 9.9.2021 10:04