Viðskipti innlent

Afkoma þriggja banka 24 milljörðum betri en á sama tíma í fyrra

Arion banki, Íslandsbanki og Landsbankinn hafa nú allir skilað uppgjöri fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins. Samanlagður hagnaður þeirra er 17,2 milljarðar króna samanborið við sjö milljarða tap á sama tíma í fyrra.  Landsbankinn skilar mestum hagnaði eða 7,6 milljörðum, Arion banki 6 milljörðum og Íslandsbanki 3,6 milljörðum króna. 

Viðskipti innlent

Arion hagnaðist um rúma sex milljarða

Arion banki hagnaði um rúma sex milljarða króna á fyrsta fjórðungi ársins 2021. Arðsemi eiginfjár á tímabilinu var 12,5 prósent. Það er mun betri afkoma borið saman við fyrsta ársfjórðung 2020, þega bankinn tapaði rúmum tveimur milljörðum og afkoma eigin fjár var neikvæð um 4,6 prósent.

Viðskipti innlent

Erla Ósk færir sig um set í hótelbransanum

Erla Ósk Ásgeirsdóttir hefur látið af störfum sem forstöðumaður mannauðs og menningar hjá Icelandair hótelum eftir rúmlega sex ára starf. Hún tekur við sem forstöðumaður mannauðsmála hjá The Reykjavík Edition, hóteli við hliðina á Hörpu.

Viðskipti innlent

Tilkynnt um eina hópuppsögn í apríl

Vinnumálastofnun barst ein tilkynning um hópuppsögn í apríl þar sem 55 starfsmönnum var sagt upp störfum í fjármála – og vátryggingastarfsemi. Uppsagnirnar koma til framkvæmda á tímabilinu ágúst til nóvember 2021.

Viðskipti innlent

Sektar Mentor um 3,5 milljónir vegna öryggis­brestsins

Persónuvernd hefur lagt 3,5 milljóna króna stjórnvaldssekt InfoMentor ehf. vegna öryggisbrests sem átti sér stað í vefkerfinu Mentor í febrúar 2019. Vegna veikleika í kerfinu gátu tveir aðilar, einn á Íslandi og annar í Svíþjóð, nálgast kennitölur og myndir, svokallaða avatars, samtals 424 barna án þess að hafa til þess heimild.

Viðskipti innlent

Birgitta Líf endurreisir B5

Birgitta Líf Björnsdóttir, áhrifavaldur og World Class-erfingi, hefur tekið við lyklunum að Bankastræti 5, þar sem hún er að opna nýjan skemmtistað þegar veiran leyfir. Um er að ræða endurreistan B5, en sá skemmtistaður lagði upp laupana á síðasta ári í kjölfar heimsfaraldurs kórónuveiru.

Viðskipti innlent

Sam­herji segir sekt DNB-bankans ekki tengjast við­skiptum sínum

Samherji segist enga aðild eiga að máli norska fjármálaeftirlitsins gagnvart DNB-bankanum, sem í dag var sektaður um 400 milljónir norskra króna, eða um sex milljarða íslenskra króna, vegna brota á reglum um peningaþvætti í tengslum við Samherjamálið. Þá segist Samherji engar upplýsingar hafa um þessa sektarákvörðun umfram það sem birst hefur opinberlega.

Viðskipti innlent