Viðskipti innlent Skoða þarf hvort málefnalegar ástæður séu fyrir lögverndun starfsgreina Íslendingar lögvernda flestar starfsgreinar allra Evrópuríka og ekkert rekstrarfélag flugvalla í álfunni er rekið með óhagstæðari hætti en Isavia, að mati skýrsluhöfunda Efnahags og framfarastofnunar Evrópu. OECD segir þetta koma illa niður á neytendum og gerir yfir fjögur hundruð úrbótatillögur á íslenskum reglum. Viðskipti innlent 10.11.2020 17:51 OECD gerir hátt í 700 athugasemdir við „flóknar“ íslenskar reglur Greining OECD á 632 lögum og stjórnvaldsfyrirmælum sem gilda um ferðaþjónustu og byggingariðnað hér á landi leiddi í ljós 676 mögulegar samkeppnishindranir í regluverkinu. Viðskipti innlent 10.11.2020 13:50 Innkalla granóla Nathan & Olsen hefur innkallað tvær tegundir af granóla eftir að tilkynning barst frá birgja um að varnarefnið ethylene oxíð, sem er bannað í matvælum, hafi fundist í sesamfræjum sem er notað í framleiðslu. Viðskipti innlent 10.11.2020 13:06 Bein útsending: Samkeppnismat OECD á íslenskri ferðaþjónustu og byggingariðnaði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra býður til opins fundar um niðurstöður samkeppnismats OECD á íslenskri ferðaþjónustu og byggingariðnaði, sem hún óskaði eftir árið 2018 og niðurstöður liggja nú fyrir. Viðskipti innlent 10.11.2020 12:16 Byggja lúxushótel í Eyjafirði: „Bjartsýnir fyrir framtíð Íslands“ Félagarnir Björgvin Björgvinsson og Jóhann Haukur Hafstein, fyrrverandi landsliðsmenn á skíðum og eigendur Viking Heliskiing og Scandic Guides, hafa ákveðið að hefja byggingu á lúxushóteli rétt við Grenivík í Eyjafirði. Viðskipti innlent 9.11.2020 18:17 Bóluefnisbylgja skekur hlutabréfamarkaði Markaðir um allan heim hafa tekið kipp í dag eftir að fregnir bárust af „þáttaskilum“ í þróun á kórónuveirubóluefni lyfjafyrirtækjanna Pfizer og BioNTech. Viðskipti innlent 9.11.2020 15:46 Eigandi starfsmannaleigu fær tveggja ára dóm fyrir skattsvik Ingimar Skúli Sævarsson hefur verið dæmdur í tveggja ára skilorðsbundið fangelsi fyrir meiriháttarbrot gegn skattalögum og peningaþvætti, bæði sem framkvæmdastjóri einkahlutafélagsins og starfsmannaleigunnar Verkleigan og sjálfur persónulega. Viðskipti innlent 9.11.2020 15:27 Ráðinn kynningarstjóri Krabbameinsfélagsins Björn Teitsson hefur verið ráðinn til starfa hjá Krabbameinsfélagi Íslands sem nýr kynningarstjóri. Viðskipti innlent 9.11.2020 13:31 Herdís ráðin forstjóri Valitor Herdís Fjeldsted hefur verið ráðin forstjóri Valitor og mun ekki taka þátt í störfum stjórnar Arion banka að svo stöddu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum. Viðskipti innlent 9.11.2020 13:24 Hilma og Viktor til liðs við stofu Sævars Þórs Hilma Ósk Hilmarsdóttir og Viktor Marinó Alexandersson hafa verið ráðin til starfa á lögmannsstofuna Sævar Þór & Partners. Viðskipti innlent 9.11.2020 11:18 Gera yfirtökutilboð í Skeljungi Þrjú félög sem samtals eiga 36 prósent hlut í Skeljungi boða yfirtökutilboð í félaginu innan fjögurra vikna. Viðskipti innlent 9.11.2020 10:23 Samherji vill koma með fiskinn lifandi að landi Samherji er nú að láta breyta uppsjávarskipi á þann hátt að hægt verður að dæla fiski um borð og geyma lifandi í tönkum. Viðskipti innlent 8.11.2020 20:31 Telur ekki óábyrgt að halda Kringlukast þrátt fyrir harðar samkomutakmarkanir Framkvæmdastjóri Kringlunnar telur ekki óábyrgt að halda Kringlukast þrátt fyrir að harðar samkomutakmarkanir séu í gildi. Áhersla sé lögð á netverslun. Viðskipti innlent 8.11.2020 12:16 Fornbókabúðin á Klapparstíg opnar útibú í húsnæði Máls og menningar Fornbókabúðin Bókin, sem staðsett er á horni Klapparstígs og Hverfisgötu mun opna útibú í kjallara Laugavegar 18, þar sem Mál og menning var áður til húsa. Viðskipti innlent 6.11.2020 21:58 Piparkökur og sjónvörp seljast sem aldrei fyrr Sjónvörp og bökunarvörur seljast nú sem aldrei fyrr. Þá er ásókn í piparkökur helningi meiri nú en á sama tíma í fyrra. Viðskipti innlent 6.11.2020 20:02 Frumkvöðlar skipta með sér 30 milljónum Íslandsbanki afhenti í dag styrki úr frumkvöðlasjóði bankans. Alls voru veittar 30,5 milljónir króna til fjórtán verkefna en 124 umsóknir bárust samkvæmt tilkynningu frá bankanum. Viðskipti innlent 6.11.2020 14:08 Rannveig og Gísli ráðin í stjórnendastöður hjá Seðlabankanum Rannveig Júníusdóttir hefur verið ráðin í stöðu framkvæmdastjóra skrifstofu bankastjóra Seðlabanka Íslands og Gísli Óttarsson hefur verið ráðinn í stöðu áhættustjóra Seðlabanka Íslands. Viðskipti innlent 5.11.2020 17:27 Hundruð hermanna á hótelum í Reykjanesbæ Umfangsmikilli loftrýmisgæslu bandaríska flughersins er nýlokið en flugsveitin hafði aðsetur á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli. Þá fara nú fram áhafnaskipti hjá kafbátaleitarsveit bandaríska sjóhersins. Viðskipti innlent 5.11.2020 15:43 „Við viljum bara að veitingastaðir lifi þetta ástand af“ Forsvarsmenn veitingastaðarins Duck and Rose settu af stað bylgju á meðal íslenskra veitingastaða í gær og það til að vekja athygli á stöðu þeirra á þessum erfiðu tímum. Viðskipti innlent 5.11.2020 13:51 Starfsfólk Jóa Fel sagt skulda hundruð þúsunda Fyrrverandi starfsmönnum bakarískeðjunnar Jóa Fel sem fór á dögunum í gjaldþrot hefur borist kröfubréf um óuppgreidda skuld starfsmanna við fyrirtækið. Bréfið er sent frá skiptastjóra þrotabúsins en engar skýringar koma fram í bréfinu hvers vegna starfsfólkið skuldi peningana. Viðskipti innlent 5.11.2020 10:56 Vill sameiningu Skattsins og embættis skattrannsóknarstjóra Embætti skattrannsóknarstjóra mun sameinast Skattinum nái fumvarp fjármála- og efnahagsráðherra fram að ganga. Viðskipti innlent 5.11.2020 07:52 Milljarðakröfu Jóns Ásgeirs og Ingibjargar vísað frá í héraðsdómi Héraðsdómur Reykjavíkur hefur vísað frá milljarðakröfu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, Ingibjargar Pálmadóttur og félags hennar, 365 hf., gegn fjarskiptafyrirtækinu Sýn hf., forstjóra þess Heiðari Guðjónssyni og öllum stjórnarmönnum. Viðskipti innlent 4.11.2020 18:04 Innkalla sælgæti vegna málmhlutar Matvælastofnun hefur varað við neyslu á sænsku sælgæti „S-märke surt skum“, sem heildverslun Core ehf. flytur inn, vegna aðskotarhlutar úr málmi sem fannst í vörunni. Viðskipti innlent 4.11.2020 14:41 Anna nýr þjóðgarðsvörður á norðurhálendi Anna Þorsteinsdóttir hefur verið ráðin þjóðgarðsvörður á norðurhálendi Vatnajökulsþjóðgarðs með aðsetur á Mývatni. Viðskipti innlent 4.11.2020 13:53 Óvænt vörukynning á upplýsingafundi almannavarna Þórunn Sveinbjörnsdóttir dró óvænt úr pússi sínu tvær fernur af Næringu + frá MS og mælti með þeim næringarríka próteindrykk. Viðskipti innlent 4.11.2020 13:33 Ráðin til Gagnaveitu Reykjavíkur Guðmundur Jóhann Arngrímsson og Regína Björk Jónsdóttir hafa verið ráðin í tækniþjónustu- og afhendingardeild Gagnaveitu Reykjavíkur. Viðskipti innlent 4.11.2020 10:23 Margt þarf að ganga upp til að greiðslur berist fyrir mánaðarmót Stefnt er að því að samþykkja frumvarp um tekjufallsstyrki fyrir lok vikunnar. Úrræðið hefur verið útvíkkað verulega. Veitingamenn óttast gjaldþrot í greininni og segja vanta meiri fyrirsjáanleika í aðgerðir stjórnvalda. Viðskipti innlent 3.11.2020 19:31 Ólöglegt varnarefni í Atkins-brauðblöndu Matvælastofnun varar við brauðblöndunni Atkins bread mix vegna þess að sesamfræ sem notuð eru í framleiðslu á blöndunni innihalda varnarefnið ethylenoxíð sem óheimilt er að nota við framleiðslu matvæla. Viðskipti innlent 3.11.2020 17:54 Vísað út eftir að hafa neitað að bera grímu Starfsmenn Nexus í Glæsibæ þurftu á laugardaginn að neita viðskiptavini um inngöngu vegna annars en óláta, ölvunar eða vímu eða þá fyrri stuldar í fyrsta sinn í 28 ár. Viðskipti innlent 3.11.2020 13:34 Mjólkursamsölunni skipt upp og Pálmi nýr forstjóri Eigendur og stjórn Mjólkursamsölunnar hafa ákveðið að skipta starfseminni upp í sjálfstæð félög í sömu eigu, sem sinni annars vegar innlendri og hins vegar erlendri starfsemi. Viðskipti innlent 3.11.2020 12:10 « ‹ 202 203 204 205 206 207 208 209 210 … 334 ›
Skoða þarf hvort málefnalegar ástæður séu fyrir lögverndun starfsgreina Íslendingar lögvernda flestar starfsgreinar allra Evrópuríka og ekkert rekstrarfélag flugvalla í álfunni er rekið með óhagstæðari hætti en Isavia, að mati skýrsluhöfunda Efnahags og framfarastofnunar Evrópu. OECD segir þetta koma illa niður á neytendum og gerir yfir fjögur hundruð úrbótatillögur á íslenskum reglum. Viðskipti innlent 10.11.2020 17:51
OECD gerir hátt í 700 athugasemdir við „flóknar“ íslenskar reglur Greining OECD á 632 lögum og stjórnvaldsfyrirmælum sem gilda um ferðaþjónustu og byggingariðnað hér á landi leiddi í ljós 676 mögulegar samkeppnishindranir í regluverkinu. Viðskipti innlent 10.11.2020 13:50
Innkalla granóla Nathan & Olsen hefur innkallað tvær tegundir af granóla eftir að tilkynning barst frá birgja um að varnarefnið ethylene oxíð, sem er bannað í matvælum, hafi fundist í sesamfræjum sem er notað í framleiðslu. Viðskipti innlent 10.11.2020 13:06
Bein útsending: Samkeppnismat OECD á íslenskri ferðaþjónustu og byggingariðnaði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra býður til opins fundar um niðurstöður samkeppnismats OECD á íslenskri ferðaþjónustu og byggingariðnaði, sem hún óskaði eftir árið 2018 og niðurstöður liggja nú fyrir. Viðskipti innlent 10.11.2020 12:16
Byggja lúxushótel í Eyjafirði: „Bjartsýnir fyrir framtíð Íslands“ Félagarnir Björgvin Björgvinsson og Jóhann Haukur Hafstein, fyrrverandi landsliðsmenn á skíðum og eigendur Viking Heliskiing og Scandic Guides, hafa ákveðið að hefja byggingu á lúxushóteli rétt við Grenivík í Eyjafirði. Viðskipti innlent 9.11.2020 18:17
Bóluefnisbylgja skekur hlutabréfamarkaði Markaðir um allan heim hafa tekið kipp í dag eftir að fregnir bárust af „þáttaskilum“ í þróun á kórónuveirubóluefni lyfjafyrirtækjanna Pfizer og BioNTech. Viðskipti innlent 9.11.2020 15:46
Eigandi starfsmannaleigu fær tveggja ára dóm fyrir skattsvik Ingimar Skúli Sævarsson hefur verið dæmdur í tveggja ára skilorðsbundið fangelsi fyrir meiriháttarbrot gegn skattalögum og peningaþvætti, bæði sem framkvæmdastjóri einkahlutafélagsins og starfsmannaleigunnar Verkleigan og sjálfur persónulega. Viðskipti innlent 9.11.2020 15:27
Ráðinn kynningarstjóri Krabbameinsfélagsins Björn Teitsson hefur verið ráðinn til starfa hjá Krabbameinsfélagi Íslands sem nýr kynningarstjóri. Viðskipti innlent 9.11.2020 13:31
Herdís ráðin forstjóri Valitor Herdís Fjeldsted hefur verið ráðin forstjóri Valitor og mun ekki taka þátt í störfum stjórnar Arion banka að svo stöddu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum. Viðskipti innlent 9.11.2020 13:24
Hilma og Viktor til liðs við stofu Sævars Þórs Hilma Ósk Hilmarsdóttir og Viktor Marinó Alexandersson hafa verið ráðin til starfa á lögmannsstofuna Sævar Þór & Partners. Viðskipti innlent 9.11.2020 11:18
Gera yfirtökutilboð í Skeljungi Þrjú félög sem samtals eiga 36 prósent hlut í Skeljungi boða yfirtökutilboð í félaginu innan fjögurra vikna. Viðskipti innlent 9.11.2020 10:23
Samherji vill koma með fiskinn lifandi að landi Samherji er nú að láta breyta uppsjávarskipi á þann hátt að hægt verður að dæla fiski um borð og geyma lifandi í tönkum. Viðskipti innlent 8.11.2020 20:31
Telur ekki óábyrgt að halda Kringlukast þrátt fyrir harðar samkomutakmarkanir Framkvæmdastjóri Kringlunnar telur ekki óábyrgt að halda Kringlukast þrátt fyrir að harðar samkomutakmarkanir séu í gildi. Áhersla sé lögð á netverslun. Viðskipti innlent 8.11.2020 12:16
Fornbókabúðin á Klapparstíg opnar útibú í húsnæði Máls og menningar Fornbókabúðin Bókin, sem staðsett er á horni Klapparstígs og Hverfisgötu mun opna útibú í kjallara Laugavegar 18, þar sem Mál og menning var áður til húsa. Viðskipti innlent 6.11.2020 21:58
Piparkökur og sjónvörp seljast sem aldrei fyrr Sjónvörp og bökunarvörur seljast nú sem aldrei fyrr. Þá er ásókn í piparkökur helningi meiri nú en á sama tíma í fyrra. Viðskipti innlent 6.11.2020 20:02
Frumkvöðlar skipta með sér 30 milljónum Íslandsbanki afhenti í dag styrki úr frumkvöðlasjóði bankans. Alls voru veittar 30,5 milljónir króna til fjórtán verkefna en 124 umsóknir bárust samkvæmt tilkynningu frá bankanum. Viðskipti innlent 6.11.2020 14:08
Rannveig og Gísli ráðin í stjórnendastöður hjá Seðlabankanum Rannveig Júníusdóttir hefur verið ráðin í stöðu framkvæmdastjóra skrifstofu bankastjóra Seðlabanka Íslands og Gísli Óttarsson hefur verið ráðinn í stöðu áhættustjóra Seðlabanka Íslands. Viðskipti innlent 5.11.2020 17:27
Hundruð hermanna á hótelum í Reykjanesbæ Umfangsmikilli loftrýmisgæslu bandaríska flughersins er nýlokið en flugsveitin hafði aðsetur á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli. Þá fara nú fram áhafnaskipti hjá kafbátaleitarsveit bandaríska sjóhersins. Viðskipti innlent 5.11.2020 15:43
„Við viljum bara að veitingastaðir lifi þetta ástand af“ Forsvarsmenn veitingastaðarins Duck and Rose settu af stað bylgju á meðal íslenskra veitingastaða í gær og það til að vekja athygli á stöðu þeirra á þessum erfiðu tímum. Viðskipti innlent 5.11.2020 13:51
Starfsfólk Jóa Fel sagt skulda hundruð þúsunda Fyrrverandi starfsmönnum bakarískeðjunnar Jóa Fel sem fór á dögunum í gjaldþrot hefur borist kröfubréf um óuppgreidda skuld starfsmanna við fyrirtækið. Bréfið er sent frá skiptastjóra þrotabúsins en engar skýringar koma fram í bréfinu hvers vegna starfsfólkið skuldi peningana. Viðskipti innlent 5.11.2020 10:56
Vill sameiningu Skattsins og embættis skattrannsóknarstjóra Embætti skattrannsóknarstjóra mun sameinast Skattinum nái fumvarp fjármála- og efnahagsráðherra fram að ganga. Viðskipti innlent 5.11.2020 07:52
Milljarðakröfu Jóns Ásgeirs og Ingibjargar vísað frá í héraðsdómi Héraðsdómur Reykjavíkur hefur vísað frá milljarðakröfu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, Ingibjargar Pálmadóttur og félags hennar, 365 hf., gegn fjarskiptafyrirtækinu Sýn hf., forstjóra þess Heiðari Guðjónssyni og öllum stjórnarmönnum. Viðskipti innlent 4.11.2020 18:04
Innkalla sælgæti vegna málmhlutar Matvælastofnun hefur varað við neyslu á sænsku sælgæti „S-märke surt skum“, sem heildverslun Core ehf. flytur inn, vegna aðskotarhlutar úr málmi sem fannst í vörunni. Viðskipti innlent 4.11.2020 14:41
Anna nýr þjóðgarðsvörður á norðurhálendi Anna Þorsteinsdóttir hefur verið ráðin þjóðgarðsvörður á norðurhálendi Vatnajökulsþjóðgarðs með aðsetur á Mývatni. Viðskipti innlent 4.11.2020 13:53
Óvænt vörukynning á upplýsingafundi almannavarna Þórunn Sveinbjörnsdóttir dró óvænt úr pússi sínu tvær fernur af Næringu + frá MS og mælti með þeim næringarríka próteindrykk. Viðskipti innlent 4.11.2020 13:33
Ráðin til Gagnaveitu Reykjavíkur Guðmundur Jóhann Arngrímsson og Regína Björk Jónsdóttir hafa verið ráðin í tækniþjónustu- og afhendingardeild Gagnaveitu Reykjavíkur. Viðskipti innlent 4.11.2020 10:23
Margt þarf að ganga upp til að greiðslur berist fyrir mánaðarmót Stefnt er að því að samþykkja frumvarp um tekjufallsstyrki fyrir lok vikunnar. Úrræðið hefur verið útvíkkað verulega. Veitingamenn óttast gjaldþrot í greininni og segja vanta meiri fyrirsjáanleika í aðgerðir stjórnvalda. Viðskipti innlent 3.11.2020 19:31
Ólöglegt varnarefni í Atkins-brauðblöndu Matvælastofnun varar við brauðblöndunni Atkins bread mix vegna þess að sesamfræ sem notuð eru í framleiðslu á blöndunni innihalda varnarefnið ethylenoxíð sem óheimilt er að nota við framleiðslu matvæla. Viðskipti innlent 3.11.2020 17:54
Vísað út eftir að hafa neitað að bera grímu Starfsmenn Nexus í Glæsibæ þurftu á laugardaginn að neita viðskiptavini um inngöngu vegna annars en óláta, ölvunar eða vímu eða þá fyrri stuldar í fyrsta sinn í 28 ár. Viðskipti innlent 3.11.2020 13:34
Mjólkursamsölunni skipt upp og Pálmi nýr forstjóri Eigendur og stjórn Mjólkursamsölunnar hafa ákveðið að skipta starfseminni upp í sjálfstæð félög í sömu eigu, sem sinni annars vegar innlendri og hins vegar erlendri starfsemi. Viðskipti innlent 3.11.2020 12:10