Innlent

Verkfall ekki liðið mikið lengur

Samninganefndir kennara og sveitarfélaga hafa fundað frá því klukkan tíu í morgun en litlar fréttir berast af gangi mála. Grunnskólakennarar hafa nú verið þrjár vikur í verkfalli og segir sveitarstjórnar- og alþingismaðurinn Gunnar I. Birgisson að það verði ekki liðið mikið lengur.  Gunnar I. Birgisson formaður bæjarráðs Kópavogs og verðandi bæjarstjóri er einnig formaður menntamálanefndar Alþingis. Hann hefur miklar áhyggjur af kjaradeilu kennara og sveitarfélaga og segir senn koma að því að grípa verði inn í hana með einhverjum hætti. Hagsmunir barnananna og heimilanna í landinu, sem og kennara, séu í húfi og þetta því hið versta mál. „Ég hef sagt við kennara: takið frekar 2-3 skref að markinu. Ekki bara eitt,“ segire Gunnar.   Gunnar er alfarið á móti því að ríkisvaldið blandi sér í deiluna. Þetta sé mál sem sveitarfélögin og kennarar verði að leysa sín í milli. Þegar hann er spurður til hvaða ráða sveitarfélögin geti gripið til að binda enda á deiluna verður hann dularfullur á svip: „Ég hef það fyrir mig. Það er allt á leiðinni en ég veit ekki hvort allir verði ánægðir með það,“ segir Gunnar. „En á einhverjum tímapunkti verður að höggva á hnútinn.“ Spurður hvenær það verði segir Gunnar það nálgast.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×