Erlent

Al-Sadr neitar miklu mannfalli

Talsmaður sjítaklerksins Moqtada al-Sadr neitar þeim fréttum Bandaríkjamanna að þrjú hundruð írakskir uppreisnarmenn hafi fallið í tveggja daga bardögum í borginni Najaf. Hann segir þrjátíu og sex af þeirra mönnum látna. Annar sjítaklerkur, Ali al-Sistani, sem átti stóran hlut í að koma á vopnahléi milli Bandaríkjamann og skæruliða al-Sadrs, kom til London í morgun þar sem hann mun fara í hjartaaðgerð. Talið er að linnulausir bardagar í Najaf frá því í gær hafi átt sinn þátt í því að al-Sistani leitaði annað eftir læknishjálp. Hann er sjötíu og þriggja ára gamall.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×