Stjórnarandstaðan ber kvíðboga 21. júlí 2004 00:01 Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, segir að stjórnarandstaðan beri kvíðboga fyrir þeirri sáttagjörð sem stjórnarflokkarnir hafa lagt fram með stofnun fjölmiðlanefndar. Hann segir að stjórnarandstaðan muni áfram sýna samstöðu í fjölmiðlamálinu og leggja fram mótaðar tillögur innan fjölmiðlanefndarinnar. Þingfundur hefur verið boðaður klukkan 13:30 í dag og verður nýtt frumvarp ríkisstjórnarinnar um afnám fjölmiðlalaganna rætt. Líklegt er að þingmenn kveði sér hljóðs við upphaf þingfundar en meirihluti og minnihluti allsherjarnefndar gera væntanlega grein fyrir nefndarálitum sínum. Minnihlutinn skilaði ekki nefndaráliti um frumvarp stjórnarflokkanna en hann skilaði áliti um frumvarp stjórnarandstöðunnar um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslu vegna fjölmiðlalaganna. Í álitinu segir meðal annars að minnihlutinn telji Alþingi skylt að samþykkja lög sem tryggja að þjóðaratkvæðagreiðsla geti farið fram um fjölmiðlalögin sem forseti Íslands synjaði staðfestingar. Ljóst megi vera að Alþingi og framkvæmdavaldinu beri að sjá til þess að atkvæðagreiðslan um málið fari fram sem fyrst og því nauðsynlegt að þingið afgreiði málið. Í ljósi atburða gærdagsins segir Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, að stjórnarandstöðunni líði eins og gríska fótboltalandsliðinu eftir úrslitaleikinn á Evrópumótinu og þeim árangri hafi hún náð með því að sýna góða samstöðu. Hann segir að þeirri samstöðu verði haldið áfram. Össur segist hafa lesið það, sér til nokkurs til ama, í áliti allsherjarnefndar sem útbýtt var í gær að fjölmiðlanefndinni sé gert að skila af sér og leggja fram fullbúið frumvarp strax á haustþingi. Hann lítur hins vegar svo á að nefndin eigi að fá allan þann tíma sem hún þarf. Össuri finnst skrítið að ríkisstjórnarflokkarnir skuli ekki læra af reynslunni heldur byrji strax að fyrirskipa hvernig eigi að haga þessari vinnu. Hann segir jafnframt að taka þurfi mið af samræðunni sem fram fari um málið úti í samfélaginu. Össur segir að nú muni stjórnarandstaðan halda áfram sínu starfi innan fjölmiðlanefndarinnar og leggja fram mótaðar tillögur. Hann gagnrýnir hins vegar þau áform stjórnaflokkanna að ætla að leggja fram þingsályktunartillögu sem miði að því að afnema málskotsrétt foretans og telur það afar óheppilegt. Hægt er að hlusta á viðtal við Össur úr hádegisfréttum Bylgjunnar með því að smella á hlekkinn sem fylgir fréttinni. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Sjá meira
Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, segir að stjórnarandstaðan beri kvíðboga fyrir þeirri sáttagjörð sem stjórnarflokkarnir hafa lagt fram með stofnun fjölmiðlanefndar. Hann segir að stjórnarandstaðan muni áfram sýna samstöðu í fjölmiðlamálinu og leggja fram mótaðar tillögur innan fjölmiðlanefndarinnar. Þingfundur hefur verið boðaður klukkan 13:30 í dag og verður nýtt frumvarp ríkisstjórnarinnar um afnám fjölmiðlalaganna rætt. Líklegt er að þingmenn kveði sér hljóðs við upphaf þingfundar en meirihluti og minnihluti allsherjarnefndar gera væntanlega grein fyrir nefndarálitum sínum. Minnihlutinn skilaði ekki nefndaráliti um frumvarp stjórnarflokkanna en hann skilaði áliti um frumvarp stjórnarandstöðunnar um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslu vegna fjölmiðlalaganna. Í álitinu segir meðal annars að minnihlutinn telji Alþingi skylt að samþykkja lög sem tryggja að þjóðaratkvæðagreiðsla geti farið fram um fjölmiðlalögin sem forseti Íslands synjaði staðfestingar. Ljóst megi vera að Alþingi og framkvæmdavaldinu beri að sjá til þess að atkvæðagreiðslan um málið fari fram sem fyrst og því nauðsynlegt að þingið afgreiði málið. Í ljósi atburða gærdagsins segir Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, að stjórnarandstöðunni líði eins og gríska fótboltalandsliðinu eftir úrslitaleikinn á Evrópumótinu og þeim árangri hafi hún náð með því að sýna góða samstöðu. Hann segir að þeirri samstöðu verði haldið áfram. Össur segist hafa lesið það, sér til nokkurs til ama, í áliti allsherjarnefndar sem útbýtt var í gær að fjölmiðlanefndinni sé gert að skila af sér og leggja fram fullbúið frumvarp strax á haustþingi. Hann lítur hins vegar svo á að nefndin eigi að fá allan þann tíma sem hún þarf. Össuri finnst skrítið að ríkisstjórnarflokkarnir skuli ekki læra af reynslunni heldur byrji strax að fyrirskipa hvernig eigi að haga þessari vinnu. Hann segir jafnframt að taka þurfi mið af samræðunni sem fram fari um málið úti í samfélaginu. Össur segir að nú muni stjórnarandstaðan halda áfram sínu starfi innan fjölmiðlanefndarinnar og leggja fram mótaðar tillögur. Hann gagnrýnir hins vegar þau áform stjórnaflokkanna að ætla að leggja fram þingsályktunartillögu sem miði að því að afnema málskotsrétt foretans og telur það afar óheppilegt. Hægt er að hlusta á viðtal við Össur úr hádegisfréttum Bylgjunnar með því að smella á hlekkinn sem fylgir fréttinni.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Sjá meira