Innlent

Verða að láta þjóðina ráða

Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, segir, eftir að hafa hlýtt á einn helsta stjórnskipunarfræðing landsins,Eirík Tómasson lagaprófessor, á fundi allsherjarnefndar Alþingis í morgun. Að ríkisstjórninni sé ekki stætt á öðru en að láta þjóðina greiða atkvæði um fjölmiðlalögin. Hann segir það gjörbreyta stöðunni að fremsti sérfræðingur Íslands í stjórnskipunarlögum segi það brot á stjórnarskrá að taka fjölmiðlalögin úr ferli þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Eiríkur hafi sagt það með traustum rökum að Alþingi geti ekki gert þetta, þeim sé það óheimilt og þjóðin verði að fá að segja sína skoðun.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×