Framtíðin ekki í höndum Sigrúnar 26. ágúst 2004 00:01 Guðjón Ólafur Jónsson, varaþingmaður Framsóknarflokksins segir framtíð flokksins ekki í höndum Sigrúnar Magnúsdóttur heldur stelpu og strákhvolpa. Sigrún sagði á fjölmennum fundi í gærkvöldi að konur í Framsókn ætluðu ekki að láta strákhvolpa lítilsvirða sig og varaþingmaðurinn tók það til sín. Um 150 manns sóttu fund framsóknarkvenna í gærkvöldi. Sigrún Magnúsdóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi, var harðorð í framsöguræðu sinni. Hún sagði meðal annars að framsóknarkonur létu ekki strákhvolpa lítilsvirða framsóknarkonur og störf þeirra. Þá sagðist hún blása á óvandaðan málflutning varaþingmanns sem sjálfur hafi leitað eftir framgangi sér til handa í þremur kjördæmum. Þar vísar Sigrún til Guðjóns Ólafs Jónssonar, varaþingmanns, sem fór mikinn í pistli á hrifla.is fyrr í vikunni. Guðjón hélt því fram að fáeinir, einkum konur, sem einhvern tímann hafi orðið fyrir vonbrigðum með eigin framgang í Framsóknarflokknum vitni nú um meinta þrönga valdaklíku í flokknum, sem eigi þar öllu lifandi og dauðu að ráða. Sigrún fékk góðan hljómgrunn á fundinum þegar hún gagnrýndi þessi orð Guðjóns Ólafs. Guðjón sagði í samtali við fréttastofu í dag að þarna talaði sár og bitur kona, en ljóst væri að Sigrún Magnúsdóttir væri ekki framtíð flokksins, heldur stelpu- og strákahvolpar eins og hann sjálfur. Þá segist hann alls ekki telja að líkja mætti framgöngu sinni í síðustu viku við pólitískt sjálfsmorð, enda vissu allir sem til starfa hans þekktu við trúnaðarstörf í þágu flokksins að hann hefði náð að rífa félagsstarfið upp. Guðjón segist ennfremur fagna ályktun fundarins, sem samþykkti einróma að val flokksins á ráðherrum í ríkisstjórn fullnægði ekki markmiðum flokksins í jafnréttismálum. Eftir brotthvarf Sivjar Friðleifsdóttur úr ríkissjórn er ein kona ráðherra af fimm, en í lögum flokksins segir að hlutur kvenna í trúnaðarstörfum skuli vera minnst 40 prósent. Í ályktun fundarins segir ennfremur að í flokknum sé fjöldi kvenna með hæfileika, reynslu og vilja til að axla pólítíska ábyrgð, og eru konur og jafnréttissinnar hvattir til að þjappa sér saman til að ná fram jafnrétti undir merkjum flokksins. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Sjá meira
Guðjón Ólafur Jónsson, varaþingmaður Framsóknarflokksins segir framtíð flokksins ekki í höndum Sigrúnar Magnúsdóttur heldur stelpu og strákhvolpa. Sigrún sagði á fjölmennum fundi í gærkvöldi að konur í Framsókn ætluðu ekki að láta strákhvolpa lítilsvirða sig og varaþingmaðurinn tók það til sín. Um 150 manns sóttu fund framsóknarkvenna í gærkvöldi. Sigrún Magnúsdóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi, var harðorð í framsöguræðu sinni. Hún sagði meðal annars að framsóknarkonur létu ekki strákhvolpa lítilsvirða framsóknarkonur og störf þeirra. Þá sagðist hún blása á óvandaðan málflutning varaþingmanns sem sjálfur hafi leitað eftir framgangi sér til handa í þremur kjördæmum. Þar vísar Sigrún til Guðjóns Ólafs Jónssonar, varaþingmanns, sem fór mikinn í pistli á hrifla.is fyrr í vikunni. Guðjón hélt því fram að fáeinir, einkum konur, sem einhvern tímann hafi orðið fyrir vonbrigðum með eigin framgang í Framsóknarflokknum vitni nú um meinta þrönga valdaklíku í flokknum, sem eigi þar öllu lifandi og dauðu að ráða. Sigrún fékk góðan hljómgrunn á fundinum þegar hún gagnrýndi þessi orð Guðjóns Ólafs. Guðjón sagði í samtali við fréttastofu í dag að þarna talaði sár og bitur kona, en ljóst væri að Sigrún Magnúsdóttir væri ekki framtíð flokksins, heldur stelpu- og strákahvolpar eins og hann sjálfur. Þá segist hann alls ekki telja að líkja mætti framgöngu sinni í síðustu viku við pólitískt sjálfsmorð, enda vissu allir sem til starfa hans þekktu við trúnaðarstörf í þágu flokksins að hann hefði náð að rífa félagsstarfið upp. Guðjón segist ennfremur fagna ályktun fundarins, sem samþykkti einróma að val flokksins á ráðherrum í ríkisstjórn fullnægði ekki markmiðum flokksins í jafnréttismálum. Eftir brotthvarf Sivjar Friðleifsdóttur úr ríkissjórn er ein kona ráðherra af fimm, en í lögum flokksins segir að hlutur kvenna í trúnaðarstörfum skuli vera minnst 40 prósent. Í ályktun fundarins segir ennfremur að í flokknum sé fjöldi kvenna með hæfileika, reynslu og vilja til að axla pólítíska ábyrgð, og eru konur og jafnréttissinnar hvattir til að þjappa sér saman til að ná fram jafnrétti undir merkjum flokksins.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Sjá meira