Framtíðin ekki í höndum Sigrúnar 26. ágúst 2004 00:01 Guðjón Ólafur Jónsson, varaþingmaður Framsóknarflokksins segir framtíð flokksins ekki í höndum Sigrúnar Magnúsdóttur heldur stelpu og strákhvolpa. Sigrún sagði á fjölmennum fundi í gærkvöldi að konur í Framsókn ætluðu ekki að láta strákhvolpa lítilsvirða sig og varaþingmaðurinn tók það til sín. Um 150 manns sóttu fund framsóknarkvenna í gærkvöldi. Sigrún Magnúsdóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi, var harðorð í framsöguræðu sinni. Hún sagði meðal annars að framsóknarkonur létu ekki strákhvolpa lítilsvirða framsóknarkonur og störf þeirra. Þá sagðist hún blása á óvandaðan málflutning varaþingmanns sem sjálfur hafi leitað eftir framgangi sér til handa í þremur kjördæmum. Þar vísar Sigrún til Guðjóns Ólafs Jónssonar, varaþingmanns, sem fór mikinn í pistli á hrifla.is fyrr í vikunni. Guðjón hélt því fram að fáeinir, einkum konur, sem einhvern tímann hafi orðið fyrir vonbrigðum með eigin framgang í Framsóknarflokknum vitni nú um meinta þrönga valdaklíku í flokknum, sem eigi þar öllu lifandi og dauðu að ráða. Sigrún fékk góðan hljómgrunn á fundinum þegar hún gagnrýndi þessi orð Guðjóns Ólafs. Guðjón sagði í samtali við fréttastofu í dag að þarna talaði sár og bitur kona, en ljóst væri að Sigrún Magnúsdóttir væri ekki framtíð flokksins, heldur stelpu- og strákahvolpar eins og hann sjálfur. Þá segist hann alls ekki telja að líkja mætti framgöngu sinni í síðustu viku við pólitískt sjálfsmorð, enda vissu allir sem til starfa hans þekktu við trúnaðarstörf í þágu flokksins að hann hefði náð að rífa félagsstarfið upp. Guðjón segist ennfremur fagna ályktun fundarins, sem samþykkti einróma að val flokksins á ráðherrum í ríkisstjórn fullnægði ekki markmiðum flokksins í jafnréttismálum. Eftir brotthvarf Sivjar Friðleifsdóttur úr ríkissjórn er ein kona ráðherra af fimm, en í lögum flokksins segir að hlutur kvenna í trúnaðarstörfum skuli vera minnst 40 prósent. Í ályktun fundarins segir ennfremur að í flokknum sé fjöldi kvenna með hæfileika, reynslu og vilja til að axla pólítíska ábyrgð, og eru konur og jafnréttissinnar hvattir til að þjappa sér saman til að ná fram jafnrétti undir merkjum flokksins. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fleiri fréttir Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Sjá meira
Guðjón Ólafur Jónsson, varaþingmaður Framsóknarflokksins segir framtíð flokksins ekki í höndum Sigrúnar Magnúsdóttur heldur stelpu og strákhvolpa. Sigrún sagði á fjölmennum fundi í gærkvöldi að konur í Framsókn ætluðu ekki að láta strákhvolpa lítilsvirða sig og varaþingmaðurinn tók það til sín. Um 150 manns sóttu fund framsóknarkvenna í gærkvöldi. Sigrún Magnúsdóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi, var harðorð í framsöguræðu sinni. Hún sagði meðal annars að framsóknarkonur létu ekki strákhvolpa lítilsvirða framsóknarkonur og störf þeirra. Þá sagðist hún blása á óvandaðan málflutning varaþingmanns sem sjálfur hafi leitað eftir framgangi sér til handa í þremur kjördæmum. Þar vísar Sigrún til Guðjóns Ólafs Jónssonar, varaþingmanns, sem fór mikinn í pistli á hrifla.is fyrr í vikunni. Guðjón hélt því fram að fáeinir, einkum konur, sem einhvern tímann hafi orðið fyrir vonbrigðum með eigin framgang í Framsóknarflokknum vitni nú um meinta þrönga valdaklíku í flokknum, sem eigi þar öllu lifandi og dauðu að ráða. Sigrún fékk góðan hljómgrunn á fundinum þegar hún gagnrýndi þessi orð Guðjóns Ólafs. Guðjón sagði í samtali við fréttastofu í dag að þarna talaði sár og bitur kona, en ljóst væri að Sigrún Magnúsdóttir væri ekki framtíð flokksins, heldur stelpu- og strákahvolpar eins og hann sjálfur. Þá segist hann alls ekki telja að líkja mætti framgöngu sinni í síðustu viku við pólitískt sjálfsmorð, enda vissu allir sem til starfa hans þekktu við trúnaðarstörf í þágu flokksins að hann hefði náð að rífa félagsstarfið upp. Guðjón segist ennfremur fagna ályktun fundarins, sem samþykkti einróma að val flokksins á ráðherrum í ríkisstjórn fullnægði ekki markmiðum flokksins í jafnréttismálum. Eftir brotthvarf Sivjar Friðleifsdóttur úr ríkissjórn er ein kona ráðherra af fimm, en í lögum flokksins segir að hlutur kvenna í trúnaðarstörfum skuli vera minnst 40 prósent. Í ályktun fundarins segir ennfremur að í flokknum sé fjöldi kvenna með hæfileika, reynslu og vilja til að axla pólítíska ábyrgð, og eru konur og jafnréttissinnar hvattir til að þjappa sér saman til að ná fram jafnrétti undir merkjum flokksins.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fleiri fréttir Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Sjá meira