Skuldir eiga að lækka 8. desember 2004 00:01 Reykjavíkurlistinn gerir ráð fyrir að lækka hreinar skuldir borgarsjóðs um 1,5 milljarð á næsta ári, heildarskuldir eiga að lækka um rúman milljarð. Þetta kemur fram í fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2005. Heildarskuldir borgarsjóðs hafa hækkað um 2.738 milljónir frá 2002. Steinunn Valdís Óskarsdóttir, borgarstjóri segir eitt af helstu stefnumálum næsta árs vera opnun þjónustumiðstöðva í öllum hverfum borgarinnar. Þegar eru tvær þjónustumiðstöðvar starfandi, Miðgarður í Grafarvogi og Vesturgarður í Vesturbænum. Til að borga fyrir nýjar þjónustumiðstöðvar er ekki gert ráð fyrir að þjónustugjöld hækki, heldur segir Steinunn Valdís það vera stefnu meirihluta borgarstjórnar að auka tekjur úr sameiginlegum sjóði, með hækkun útsvars og fasteignaskatts eins og þegar hefur verið tilkynnt um. Með slíkri hækkun fáist 870 milljónir á næsta ári. Á móti kemur að í fjárhagsáætluninni er ekki að fullu gert ráð fyrir launahækkum kennara, þar sem einungis var gert ráð fyrir þriggja prósenta launahækkun. Launahækkun kennara muni hins vegar kosta borgarsjóð um milljarð. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti sjálfstæðismanna gagnrýndi í ræðu á fundi borgarstjórnar á þriðjudag ákvörðun meirihlutans að fullnýta heimild til hækkunar útsvars. Þá sagði hann að skatttekjur á hvern íbúa hafi hækkað úr 245 þúsund árið 2002 í 287 þúsund á næsta ári. Þá sagði hann óskhyggju ráða ferðinni í áætlunum borgarinnar. "Þetta hefur verið þannig í mörg ár, nánast alltaf spáð lækkun (skulda) á næsta ári. Það hefur síðan í langflestum tilvikum alls ekki gengið eftir." Áætlað er að heildarskuldir borgarsjóðs og fyrirtækja Reykjavíkurborgar muni hækka um rúman 8,6 milljarða á næsta ári. Steinunn Valdís segir þá hækkun koma að stórum hluta til vegna skuldsetningar Orkuveitunnar vegna Hellisheiðarvirkjunar. "Þó við séum að skuldsetja Orkuveitu og samstæðu nokkuð mikið, þá er gert ráð fyrir að fjárfestingin borgi sig á 15 árum." Gert er ráð fyrir að handbært fé frá rekstri verð rúmir fjórir milljarðar, eða um 200 milljónum meira en útkomuspá fyrir 2004 gerir ráð fyrir. Þegar búið verði að greiða skuldir og lífeyrisgreiðslur upp á tæpan 1,4 milljarð, verð því rúm til fjárfestinga upp á rúmar tvær milljónir. Það er um helmingur fjárfestinga 2004, en á þessu ári voru tekin ný langtímalán upp á 2,5 milljarð. Ekki er gert ráð fyrir nýjum langtímalánum á næsta ári. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira
Reykjavíkurlistinn gerir ráð fyrir að lækka hreinar skuldir borgarsjóðs um 1,5 milljarð á næsta ári, heildarskuldir eiga að lækka um rúman milljarð. Þetta kemur fram í fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2005. Heildarskuldir borgarsjóðs hafa hækkað um 2.738 milljónir frá 2002. Steinunn Valdís Óskarsdóttir, borgarstjóri segir eitt af helstu stefnumálum næsta árs vera opnun þjónustumiðstöðva í öllum hverfum borgarinnar. Þegar eru tvær þjónustumiðstöðvar starfandi, Miðgarður í Grafarvogi og Vesturgarður í Vesturbænum. Til að borga fyrir nýjar þjónustumiðstöðvar er ekki gert ráð fyrir að þjónustugjöld hækki, heldur segir Steinunn Valdís það vera stefnu meirihluta borgarstjórnar að auka tekjur úr sameiginlegum sjóði, með hækkun útsvars og fasteignaskatts eins og þegar hefur verið tilkynnt um. Með slíkri hækkun fáist 870 milljónir á næsta ári. Á móti kemur að í fjárhagsáætluninni er ekki að fullu gert ráð fyrir launahækkum kennara, þar sem einungis var gert ráð fyrir þriggja prósenta launahækkun. Launahækkun kennara muni hins vegar kosta borgarsjóð um milljarð. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti sjálfstæðismanna gagnrýndi í ræðu á fundi borgarstjórnar á þriðjudag ákvörðun meirihlutans að fullnýta heimild til hækkunar útsvars. Þá sagði hann að skatttekjur á hvern íbúa hafi hækkað úr 245 þúsund árið 2002 í 287 þúsund á næsta ári. Þá sagði hann óskhyggju ráða ferðinni í áætlunum borgarinnar. "Þetta hefur verið þannig í mörg ár, nánast alltaf spáð lækkun (skulda) á næsta ári. Það hefur síðan í langflestum tilvikum alls ekki gengið eftir." Áætlað er að heildarskuldir borgarsjóðs og fyrirtækja Reykjavíkurborgar muni hækka um rúman 8,6 milljarða á næsta ári. Steinunn Valdís segir þá hækkun koma að stórum hluta til vegna skuldsetningar Orkuveitunnar vegna Hellisheiðarvirkjunar. "Þó við séum að skuldsetja Orkuveitu og samstæðu nokkuð mikið, þá er gert ráð fyrir að fjárfestingin borgi sig á 15 árum." Gert er ráð fyrir að handbært fé frá rekstri verð rúmir fjórir milljarðar, eða um 200 milljónum meira en útkomuspá fyrir 2004 gerir ráð fyrir. Þegar búið verði að greiða skuldir og lífeyrisgreiðslur upp á tæpan 1,4 milljarð, verð því rúm til fjárfestinga upp á rúmar tvær milljónir. Það er um helmingur fjárfestinga 2004, en á þessu ári voru tekin ný langtímalán upp á 2,5 milljarð. Ekki er gert ráð fyrir nýjum langtímalánum á næsta ári.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira