Innlent

Ákærður fyrir heimilisofbeldi

Maður hefur verið ákærður af ríkissaksóknara fyrir að hafa beitt sambýliskonu sína miklu ofbeldi í þremur líkamsárásum á hana en hún hlaut varanlega áverka vegna einnar árásarinnar. Maðurinn er sagður hafa ráðist hvað eftir annað á sambýliskonu sína á heimili þeirra frá því seinni part gamlársdags til nýársdagsmorguns áramótin 1999 til 2000. Í ákæru er því lýst að hann hafi margoft gengið í skrokk á konunni, barið og sparkað í hana, snúið upp á handleggi hennar og dregið hana á höndum og fótum upp og niður stiga á milli hægða í húsinu. Konan hlaut stórfellt líkams- og heilsutjón en hún hlaut mar víðs vegar um líkamann auk alvarlegs áverka á öxl sem síðar var metinn til örorku að hluta. Í apríl 2002 er maðurinn sakaður um að hafa lyft konunni upp á hökunni og slengt henni til í vegg. Daginn eftir hann sagður hafa kýlt hana í hendur, bak, herðar og tekið hana hálstaki þannig að hún hlaut yfirborðsáverka og tognun á hálsi og öxlum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×