Innlent

Stjórnvöld bregðist við vandanum

Bæjarmálafélag Frjálslynda flokksins á Húsavík ítrekar fyrri ályktun sína frá því 15. september síðastliðinn þar sem félagið skoraði á stjórnvöld að bregðast þegar við þeim alvarlega vanda sem blasti við Mývatnssveit þegar starfsemi Kísiliðjunnar legðist af. Fyrirsjáanlegt er að það hafi alvarlegar afleiðingar á atvinnu- og byggðaþróun um alla Suður-Þingeyjarsýslu og má sem dæmi um það nefna að Mánafoss er hættur strandsiglingum frá Húsavík að því er segir í ályktuninni. Bæjarmálafélag Frjálslynda flokksins lýsir vonbrigðum með ótrúlegt sinnuleysi og tómlæti stjórnvalda í þessu máli.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×