Erlent

Nader ekki frambjóðandi Græningja

Öllum á óvart tilnefndi Græningjaflokkurinn í Bandaríkjunum ekki Ralph Nader sem forsetaframbjóðanda sinn um helgina. Fyrir fjórum árum sökuðu margir demókratar Nader um að hafa stolið atkvæðum frá Al Gore og þar með komið í veg fyrir að hann yrði forseti. Í ár óttuðust margir demókratar að sama saga myndi endurtaka sig enda stefndi Nader á framboð fyrir Græningja.  Nader hyggst hins vegar ekki gefast upp heldur halda áfram kosningabaráttu ótrauður í von um að hann nái nægum stuðningi til að komast á kjörseðla í flestum ríkjum. Demókratar hafa hins vegar hafi herferð gegn honum á meðan erkifjendur Naders, repúblíkanar, rétta honum hjálparhönd í von um að það komi niður á demókrötum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×