Edwards vinælasta varaforsetaefnið 30. júní 2004 00:01 Fjórir mánuðir eru til forsetakosninga í Bandaríkjunum. George W. Bush og John Kerry eru nánast hnífjafnir samkvæmt skoðanakönnunum. Mikið veltur á vali frambjóðendanna á varaforsetaefni. Rúmlega sjötíu prósent aðspurðra í könnun CNN, USA Today og Gallup vildu fá Edwards sem varaforsetaefni en næstur kom fulltrúadeildarþingmaður Dick Gephardt með 64% fylgi. Landsþing Demókrataflokksins verður haldið í Boston í júlílok og þar mun John Kerry formlega taka við útnefningu flokksins sem forsetaframbjóðandi. Eigi síðar en þá mun verða ljóst hver verður varaforsetaefni Kerrys. Þeir Edwards og Gephardt sóttust báðir eftir útnefningu Demókrataflokksins í forkosningum síðastliðinn vetur og veitti Edwards Kerry harða keppni lengst af. Kerry hefur verið fámáll um val sitt á varaforsetaefni en þeir Edwards munu hafa átt einkafund um málið í Washington í síðustu viku. Forsetakosningar verða haldnar vestanhafs laugardaginn 6. nóvember og allt útlit er fyrir að þær verði álíka tvísýnar og kosningarnar fyrir fjórum árum er George W. Bush bar sigurorð af Al Gore. Samkvæmt nýjustu fylgiskönnunum eru þeir Bush og Kerry nánast hnífjafnir meðal þeirra sem líklegir eru til að kjósa. Mælist Bush nú með 49 prósenta fylgi en Kerry 48 prósent. Framboð neytendafrömuðarins Ralphs Nader virðist taka fylgi frá báðum frambjóðendum, þótt fréttaskýrendur séu flestir á einu máli um að framboð hans bitni meira á Kerry. Á síðustu vikum hefur Kerry náð nokkru forskoti á Bush þegar kemur að persónulegum vinsældum. Nú segjast 58 prósent kunna vel við Kerry en vinsældir Bush hafa dvínað verulega að undanförnu og segjast 53 prósent kunna vel við hann. Utanríkismál hafa sjaldan skipt verulegu máli í forsetakosningum í Bandaríkjunum en vegna baráttunnar gegn alþjóðlegum hryðjuverkum og stríðsins í Írak er talið að utanríkismál muni hafa meira vægi en oft áður. Sex af hverjum tíu segjast treysta Kerry sem yfirmanni bandaríska heraflans en samanburðurinn við Bush er Kerry þó óhagstæður, því 51 prósent treystir Bush betur á meðan 43 prósent treysta Kerry betur en Bush. Þátttakendur í skoðanakönnunum telja að Kerry muni hafa betri stjórn á efnahagsmálum en Bush og nýtur Kerry þar trausts 53 prósenta á meðan einungis 40 prósent treysta forsetanum í þeim efnum. Þessi mikli munur er sérstaklega athyglisverður í ljósi þess að flestir kjósendur segjast leggja mesta áherslu á efnahagsmálin þegar kemur að vali forsetaefnis. Í ljósi þess hve mjótt er á mununum milli frambjóðendanna í skoðanakönnunum mun val þeirra á varaforseta skipta verulega miklu máli. Kerry þarf nauðsynlega að bæta stöðu sína meðal hvítra Suðurríkjamanna, sem hafa stutt demókrata lengst af þrátt fyrir landlæga íhaldssemi. Bush tókst vel upp á þessum slóðum í síðustu kosningum, þar sem Al Gore þótt of frjálslyndur fyrir þennan kjósendahóp. Það sem talið er vinna á móti Kerry við að ná þessum hópi er að hann er frjálslyndur yfirstéttardemókrati frá Nýja-Englandi, eins og Michael Dukakis sem keppti við George Bush eldri árið 1988 og tapaði. Suðurríkjamaðurinn John Edwards nýtur hins vegar mikil fylgis í Suðurríkjunum og hafði í sumum ríkjunum meira fylgi en Kerry í forkosningunum. Segja má að baráttan um forsetaembættið milli Bush og Kerrys hefjist af fullum þunga að loknu landsþingi Demókrataflokksins sem hefst í Boston 26. júlí. Kerry hefur tuttugu og sex daga til að velja sér varaforsetaefni. Á því vali kann að velta hvort hann verður 44. forseti Bandaríkjanna. Samkvæmt skoðanakönnunum í Bandaríkjunum nýtur öldungadeildarþingmaðurinn John Edwards mestrar hylli sem varaforsetaefni Johns Kerry, frambjóðanda demókrata í forsetakosningunum, sem fram fara í nóvember. Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Fjórir mánuðir eru til forsetakosninga í Bandaríkjunum. George W. Bush og John Kerry eru nánast hnífjafnir samkvæmt skoðanakönnunum. Mikið veltur á vali frambjóðendanna á varaforsetaefni. Rúmlega sjötíu prósent aðspurðra í könnun CNN, USA Today og Gallup vildu fá Edwards sem varaforsetaefni en næstur kom fulltrúadeildarþingmaður Dick Gephardt með 64% fylgi. Landsþing Demókrataflokksins verður haldið í Boston í júlílok og þar mun John Kerry formlega taka við útnefningu flokksins sem forsetaframbjóðandi. Eigi síðar en þá mun verða ljóst hver verður varaforsetaefni Kerrys. Þeir Edwards og Gephardt sóttust báðir eftir útnefningu Demókrataflokksins í forkosningum síðastliðinn vetur og veitti Edwards Kerry harða keppni lengst af. Kerry hefur verið fámáll um val sitt á varaforsetaefni en þeir Edwards munu hafa átt einkafund um málið í Washington í síðustu viku. Forsetakosningar verða haldnar vestanhafs laugardaginn 6. nóvember og allt útlit er fyrir að þær verði álíka tvísýnar og kosningarnar fyrir fjórum árum er George W. Bush bar sigurorð af Al Gore. Samkvæmt nýjustu fylgiskönnunum eru þeir Bush og Kerry nánast hnífjafnir meðal þeirra sem líklegir eru til að kjósa. Mælist Bush nú með 49 prósenta fylgi en Kerry 48 prósent. Framboð neytendafrömuðarins Ralphs Nader virðist taka fylgi frá báðum frambjóðendum, þótt fréttaskýrendur séu flestir á einu máli um að framboð hans bitni meira á Kerry. Á síðustu vikum hefur Kerry náð nokkru forskoti á Bush þegar kemur að persónulegum vinsældum. Nú segjast 58 prósent kunna vel við Kerry en vinsældir Bush hafa dvínað verulega að undanförnu og segjast 53 prósent kunna vel við hann. Utanríkismál hafa sjaldan skipt verulegu máli í forsetakosningum í Bandaríkjunum en vegna baráttunnar gegn alþjóðlegum hryðjuverkum og stríðsins í Írak er talið að utanríkismál muni hafa meira vægi en oft áður. Sex af hverjum tíu segjast treysta Kerry sem yfirmanni bandaríska heraflans en samanburðurinn við Bush er Kerry þó óhagstæður, því 51 prósent treystir Bush betur á meðan 43 prósent treysta Kerry betur en Bush. Þátttakendur í skoðanakönnunum telja að Kerry muni hafa betri stjórn á efnahagsmálum en Bush og nýtur Kerry þar trausts 53 prósenta á meðan einungis 40 prósent treysta forsetanum í þeim efnum. Þessi mikli munur er sérstaklega athyglisverður í ljósi þess að flestir kjósendur segjast leggja mesta áherslu á efnahagsmálin þegar kemur að vali forsetaefnis. Í ljósi þess hve mjótt er á mununum milli frambjóðendanna í skoðanakönnunum mun val þeirra á varaforseta skipta verulega miklu máli. Kerry þarf nauðsynlega að bæta stöðu sína meðal hvítra Suðurríkjamanna, sem hafa stutt demókrata lengst af þrátt fyrir landlæga íhaldssemi. Bush tókst vel upp á þessum slóðum í síðustu kosningum, þar sem Al Gore þótt of frjálslyndur fyrir þennan kjósendahóp. Það sem talið er vinna á móti Kerry við að ná þessum hópi er að hann er frjálslyndur yfirstéttardemókrati frá Nýja-Englandi, eins og Michael Dukakis sem keppti við George Bush eldri árið 1988 og tapaði. Suðurríkjamaðurinn John Edwards nýtur hins vegar mikil fylgis í Suðurríkjunum og hafði í sumum ríkjunum meira fylgi en Kerry í forkosningunum. Segja má að baráttan um forsetaembættið milli Bush og Kerrys hefjist af fullum þunga að loknu landsþingi Demókrataflokksins sem hefst í Boston 26. júlí. Kerry hefur tuttugu og sex daga til að velja sér varaforsetaefni. Á því vali kann að velta hvort hann verður 44. forseti Bandaríkjanna. Samkvæmt skoðanakönnunum í Bandaríkjunum nýtur öldungadeildarþingmaðurinn John Edwards mestrar hylli sem varaforsetaefni Johns Kerry, frambjóðanda demókrata í forsetakosningunum, sem fram fara í nóvember.
Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira