Innlent

Eitthvað annað vaki fyrir forseta

Geir H. Haarde, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, segir að ef forsetinn neiti að staðfesta ný fjölmiðlalög sé ljóst að fyrir honum vaki annað en það sem hann hélt fram í upphafi. Hann verði þá kominn enn meira á kaf í stjórnmáladeilur samtímans, en áður. Sjálfstæðismenn í Reykjavík stóðu fyrir umræðufundi í hádeginu þar sem fjallað var um nýja stöðu fjölmiðlamálsins. Varaformaður flokksins var þar aðalræðumaður. Hann sagði að einhverjir spyrðu hvers vegna núna þyrfti að samþykkja lög, sem taka eiga gildi haustið 2007. Hann svaraði því sem svo að ríkisstjórnin hefði markað sína stefnu sem mikilvægt væri að kvika ekki frá. Á fundinum var Geir spurður hvort Sjálfstæðisflokkurinn ætlaði að halda þessum óskapnaði til steitu. Geir spurði á móti hvað kjósendur myndu segja ef ríkisstjórnin léti undir höfuð leggjast að bregðast við því sem væri að gerast á fjölmiðlamarkaði.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×