Innlent

Vilja eigið frumvarp á dagskrá

Stjórnarandstaðan hefur krafist þess að frumvarp hennar um þjóðaratkvæðagreiðslu verði tekið á dagskrá Alþingis á morgun. Forseti þingsins hefur fallist á það. Össur Skarphéðinsson formaður Samfylkingarinnar segir ríkisstjórnina sýna forsetanum og þjóðinni allri óvirðingu með því að hafa af henni stjórnarskrárbundinn rétt með brellum. Össur segir að óskað verði eftir því að frumvarp stjórnarandstöðunnar um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslunnar verði rætt á morgun. Hann segir forsetabréfið sem kvaddi saman þingið hafa kveðið á um að verkefni þingsins væri að ræða framkvæmd atkvæðagreiðslunnar. Össur segir að andstaðan hafi unnið sína heimavinnu og að þau vilji fá frumvarpið á dagskrá og fá umfjöllun um það í allsherjarnefndinni. Formenn andstöðuflokkanna ætla allir að taka sæti í allsherjarnefnd Alþingis meðan fjölmiðlafrumvarpið nýja er þar til umræðu. Össur segir að það sé vilji Samfylkingarinnar að það verði kallaðir sérfræðingar fyrir allsherjarnefndina til að skera úr um það hvort sú gjörð ríkissstjórnarinnar að leggja fram nýtt frumvarp í sama málinu standist stjórnarskrá. Hann segir jafnframt að stjórnvöld hafi sýnt bæði forsetanum og þjóðinni óvirðingu



Fleiri fréttir

Sjá meira


×