Fjölmiðlalögin felld úr gildi 22. júlí 2004 00:01 Alþingi felldi fjölmiðlalögin úr gildi rétt fyrir hádegi með 32 atkvæðum að lokinni þriðju umræðu málsins. Breytingar allsherjarnefndar á fjölmiðlafrumvarpinu voru fyrst samþykktar við aðra umræðu á Alþingi í gærkvöld með 31 atkvæði stjórnarliða. 28 sátu hjá og fjórir greiddu ekki atkvæði. Áður en atkvæðgreiðslan hófst rétt fyrir hádegi tóku nokkrir þingmenn til máls og gerðu grein fyrir atkvæði sínu. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, sagði þetta vera sögulega atkvæðagreiðslu því með henni væri að ljúka hundrað daga stríði ríkisstjórnarinnar við þjóðina og þjóðin hefði haft fullan sigur. Yfirlýsingin sem fælist í þessari samþykkt þingsins fæli líka í sér yfirlýsingu um að það hafi verið hárrétt ákvörðun hjá forseta Íslands að beita 26. grein stjórnarskrárinnar til þess að synja málinu samþykktar og setja það í ferli þjóðaratkvæðagreiðslu. Össur sagði jafnframt að ákvörðun ríkisstjórnarinnar fæli í sér árétttingu á mikilvægi greinarinnar, og málskotsréttarins sérstaklega, sem eins af grundvallaratriðumn í okkar stjórnskipan. Formaður Samfylkingarinnar sagði ríkja stjórnskipulegan vafa á því hvort unnt sé að taka mál, sem búið er að vísa í þjóðaratkvæðagreiðslu, úr henni. Af þeim sökum gætu þingmenn Samfylkingarinnar ekki tekið ábyrgð á þessu verki og sætu því hjá í atkvæðagreiðslu þingsins um málið. Snarpar umræður urðu á þinginu strax eftir að þingfundur hófst klukkan tíu í morgun. Formenn stjórnarandstöðuflokkanna tóku fyrstir til máls og fóru þeir mikinn í ræðustóli um meintan valdhroka stjórnarflokkanna. Þeir voru sammála um að þjóðin hefði átt að fá að kjósa um fjölmiðlalögin fremur en þau væru dregin til baka. Eina breytingin á lögunum er að gerðar hafa verið breytingar á skipan útvarpsréttarnefndar. Forseti Íslands fær síðan þessi nýju lög til staðfestingar og kemur þá í ljós á næstu dögum hvort hann staðfestir þau með undirskrift eða vísar þeim einnig til þjóðarinnar, eins og fyrri fjölmiðlalögum. Hægt er að hlusta á Össur Skarphéðinsson gera grein fyrir atkvæði sínu í þinginu með því að smella á hlekkinn hér að neðan. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Alþingi felldi fjölmiðlalögin úr gildi rétt fyrir hádegi með 32 atkvæðum að lokinni þriðju umræðu málsins. Breytingar allsherjarnefndar á fjölmiðlafrumvarpinu voru fyrst samþykktar við aðra umræðu á Alþingi í gærkvöld með 31 atkvæði stjórnarliða. 28 sátu hjá og fjórir greiddu ekki atkvæði. Áður en atkvæðgreiðslan hófst rétt fyrir hádegi tóku nokkrir þingmenn til máls og gerðu grein fyrir atkvæði sínu. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, sagði þetta vera sögulega atkvæðagreiðslu því með henni væri að ljúka hundrað daga stríði ríkisstjórnarinnar við þjóðina og þjóðin hefði haft fullan sigur. Yfirlýsingin sem fælist í þessari samþykkt þingsins fæli líka í sér yfirlýsingu um að það hafi verið hárrétt ákvörðun hjá forseta Íslands að beita 26. grein stjórnarskrárinnar til þess að synja málinu samþykktar og setja það í ferli þjóðaratkvæðagreiðslu. Össur sagði jafnframt að ákvörðun ríkisstjórnarinnar fæli í sér árétttingu á mikilvægi greinarinnar, og málskotsréttarins sérstaklega, sem eins af grundvallaratriðumn í okkar stjórnskipan. Formaður Samfylkingarinnar sagði ríkja stjórnskipulegan vafa á því hvort unnt sé að taka mál, sem búið er að vísa í þjóðaratkvæðagreiðslu, úr henni. Af þeim sökum gætu þingmenn Samfylkingarinnar ekki tekið ábyrgð á þessu verki og sætu því hjá í atkvæðagreiðslu þingsins um málið. Snarpar umræður urðu á þinginu strax eftir að þingfundur hófst klukkan tíu í morgun. Formenn stjórnarandstöðuflokkanna tóku fyrstir til máls og fóru þeir mikinn í ræðustóli um meintan valdhroka stjórnarflokkanna. Þeir voru sammála um að þjóðin hefði átt að fá að kjósa um fjölmiðlalögin fremur en þau væru dregin til baka. Eina breytingin á lögunum er að gerðar hafa verið breytingar á skipan útvarpsréttarnefndar. Forseti Íslands fær síðan þessi nýju lög til staðfestingar og kemur þá í ljós á næstu dögum hvort hann staðfestir þau með undirskrift eða vísar þeim einnig til þjóðarinnar, eins og fyrri fjölmiðlalögum. Hægt er að hlusta á Össur Skarphéðinsson gera grein fyrir atkvæði sínu í þinginu með því að smella á hlekkinn hér að neðan.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent