Bush ánægður með skýrsluna 24. júlí 2004 00:01 George Bush, forseti Bandaríkjanna, lýsir ánægju sinni með skýrslu nefndar um hryðjuverkin 11. september 2001, þótt ríkisstjórn hans sé harðlega gagnrýnd í henni. Skýrslan varpar meðal annars skýrara ljósi en áður á þau hörðu átök sem urðu milli flugræningja og farþega í flugvélinni sem hrapaði í Pennsylvaníu. Í skýrslu nefndarinnar segir meðal annars að hryðjuverkin 11. september hafi verið áfall, en þó ekki óvænt áfall. Aðgerðir ríkisstjórna George Bush og Bills Clintons á árunum 1998-2001 hafi hvorki truflað né seinkað áformum Al-Kaída og stjórn George Bush hafi hreinlega ekki tekið hryðjuverkaógnina alvarlega. Þrátt fyrir þessa gagnrýni er George Bush ánægður með það sem fram kemur í skýrslunni og segir hana minna Bandaríkjamenn á að ógnin vegna hryðjuverka sé alls ekki liðin hjá. Hann sagðist í vikulegu útvarpsávarpi sínu til þjóðarinnar vera þakklátur fyrir störf nefndarinnar undanfarna tuttugu mánuði. Hún hafi skilað alvarlegri og tæmandi skýrslu og Bush þiggur ráðleggingar hennar með þökkum. Hann segir ríkisstjórnina reyndar þegar hafa innleitt margar þær tillögur sem nefndin skilaði. Allar hugmyndir verða skoðar vandlega, að sögn forsetans, um úrbætur í öryggismálum og hvernig megi koma í veg fyrir frekari árásir. Ekki eru allir tilbúnir að samþykkja að stjórn Bush hafi þegar hrint í framkvæmd stórum hluta þeirra úrbóta sem lagðar eru til í skýrslunni. John Kerry lýsti því t.a.m. yfir í gær að skýrslan fæli í sér þau einföldu skilaboð að hægt væri að gera betur í öryggismálum en stjórn Bush hefði gert, og það myndi hann gera kæmist hann til valda í haust. En það kemur ýmislegt annað fram í skýrslunni heldur en gagnrýni á ríkisstjórnir Bush og Clintons. Í skýrslunni eru t.d. tíunduð mikil átök sem áttu sér stað á milli farþega og flugræningja í vélinni sem brotlenti í Pennsylvaníu. Farþegar vélarinnar voru við það að yfirbuga flugræningjana þegar vélinni var brotlent í jörðina. Einn flugræningjanna, Ziad Jarrah, sem var við stjórnvölinn, sveigði vélinni til beggja átta og upp og niður til þess að trufla fjölda farþega sem voru við það að komast inn í stjórnklefann. Þegar farþegarnir gerðu næstu atlögu að stjórnklefanum aðeins fáeinum mínútum síðar var Jarrah nóg boðið og hann keyrði vélina niður í átt að jörðinni um leið og hann ákallaði Allah. Skömmu síðar lá brakið af vélinni í jörðinni í Shanksville í Pennsylvaníu. Á myndinni má sjá skýrsluna til sölu í bókabúð í Bandaríkjunum. Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
George Bush, forseti Bandaríkjanna, lýsir ánægju sinni með skýrslu nefndar um hryðjuverkin 11. september 2001, þótt ríkisstjórn hans sé harðlega gagnrýnd í henni. Skýrslan varpar meðal annars skýrara ljósi en áður á þau hörðu átök sem urðu milli flugræningja og farþega í flugvélinni sem hrapaði í Pennsylvaníu. Í skýrslu nefndarinnar segir meðal annars að hryðjuverkin 11. september hafi verið áfall, en þó ekki óvænt áfall. Aðgerðir ríkisstjórna George Bush og Bills Clintons á árunum 1998-2001 hafi hvorki truflað né seinkað áformum Al-Kaída og stjórn George Bush hafi hreinlega ekki tekið hryðjuverkaógnina alvarlega. Þrátt fyrir þessa gagnrýni er George Bush ánægður með það sem fram kemur í skýrslunni og segir hana minna Bandaríkjamenn á að ógnin vegna hryðjuverka sé alls ekki liðin hjá. Hann sagðist í vikulegu útvarpsávarpi sínu til þjóðarinnar vera þakklátur fyrir störf nefndarinnar undanfarna tuttugu mánuði. Hún hafi skilað alvarlegri og tæmandi skýrslu og Bush þiggur ráðleggingar hennar með þökkum. Hann segir ríkisstjórnina reyndar þegar hafa innleitt margar þær tillögur sem nefndin skilaði. Allar hugmyndir verða skoðar vandlega, að sögn forsetans, um úrbætur í öryggismálum og hvernig megi koma í veg fyrir frekari árásir. Ekki eru allir tilbúnir að samþykkja að stjórn Bush hafi þegar hrint í framkvæmd stórum hluta þeirra úrbóta sem lagðar eru til í skýrslunni. John Kerry lýsti því t.a.m. yfir í gær að skýrslan fæli í sér þau einföldu skilaboð að hægt væri að gera betur í öryggismálum en stjórn Bush hefði gert, og það myndi hann gera kæmist hann til valda í haust. En það kemur ýmislegt annað fram í skýrslunni heldur en gagnrýni á ríkisstjórnir Bush og Clintons. Í skýrslunni eru t.d. tíunduð mikil átök sem áttu sér stað á milli farþega og flugræningja í vélinni sem brotlenti í Pennsylvaníu. Farþegar vélarinnar voru við það að yfirbuga flugræningjana þegar vélinni var brotlent í jörðina. Einn flugræningjanna, Ziad Jarrah, sem var við stjórnvölinn, sveigði vélinni til beggja átta og upp og niður til þess að trufla fjölda farþega sem voru við það að komast inn í stjórnklefann. Þegar farþegarnir gerðu næstu atlögu að stjórnklefanum aðeins fáeinum mínútum síðar var Jarrah nóg boðið og hann keyrði vélina niður í átt að jörðinni um leið og hann ákallaði Allah. Skömmu síðar lá brakið af vélinni í jörðinni í Shanksville í Pennsylvaníu. Á myndinni má sjá skýrsluna til sölu í bókabúð í Bandaríkjunum.
Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira