Sölu Símans skotið á frest 13. september 2004 00:01 Engar tímasetningar eru gefnar upp varðandi sölu á Símanum þótt vinna við söluna hafi verið komin á algjört lokastig. Til stóð að auglýsa eftir ráðgjöfum fyrir söluna og koma þannig einkavæðingarferlinu af stað. Skyndileg veðrabrigði virðast hafa orðið í afstöðu til sölunnar og nú er alls óvíst um hvenær hún fari af stað. Sjónarmið um hagstætt verð annars vegar og öflugt dreifikerfi hins vegar takast á. Framsóknarmenn munu ekki samþykkja að Síminn verði seldur nema þeir hafi fullvissu um að aðgangur að dreifikerfum Símans verði tryggður öllum íbúum á landsbyggðinni. Svo virðist sem áherslumunur milli flokkanna um aðferðir við söluna og uppbyggingu fjarskiptanets á landsbyggðinni valdi því að annar og hægari taktur er kominn í málið. Þeir sjálfstæðismenn sem vilja flýta sölunni telja að skilyrði Framsóknarflokksins kunni að flækja málin og tefja. Þeir eru minnugir þess að síðast þegar gerð var tilraun til að selja Símann var beðið of lengi þannig að markaðsaðstæður höfðu versnað þegar loks var haldið af stað og ekki tókst að fá ásættanlegt verð. Þá þykir einsýnt að ströng rekstrarskilyrði og miklar fjárfestingar í óarðbæru dreifikerfi komi til með að minnka verðmæti fyrirtækisins þegar það verður selt. Þetta hugnast sjálfstæðismönnum illa. Davíð Oddsson segir ágreining milli flokkanna hafa verið "kallaðan fram". Ekki sé um raunveruleg átök að ræða. Hann leggur áherslu á að til standi að selja fyrirtækið á þessu kjörtímabili en ríkisstjórnin væri "ekki á neinni hraðferð" í þeim efnum. Þá segir Davíð eðlilegt að Halldór Ásgrímsson, sem tekur við embætti forsætisráðherra á morgun, fái tíma til að móta hlutina. Fréttir Innlent Stj.mál Viðskipti Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Fleiri fréttir Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Fjögur mál til landskjörsstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Ástandið að lagast í Hvítá Kviknaði í eldhúsinnréttingu Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur við Sprengisand „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Sjá meira
Engar tímasetningar eru gefnar upp varðandi sölu á Símanum þótt vinna við söluna hafi verið komin á algjört lokastig. Til stóð að auglýsa eftir ráðgjöfum fyrir söluna og koma þannig einkavæðingarferlinu af stað. Skyndileg veðrabrigði virðast hafa orðið í afstöðu til sölunnar og nú er alls óvíst um hvenær hún fari af stað. Sjónarmið um hagstætt verð annars vegar og öflugt dreifikerfi hins vegar takast á. Framsóknarmenn munu ekki samþykkja að Síminn verði seldur nema þeir hafi fullvissu um að aðgangur að dreifikerfum Símans verði tryggður öllum íbúum á landsbyggðinni. Svo virðist sem áherslumunur milli flokkanna um aðferðir við söluna og uppbyggingu fjarskiptanets á landsbyggðinni valdi því að annar og hægari taktur er kominn í málið. Þeir sjálfstæðismenn sem vilja flýta sölunni telja að skilyrði Framsóknarflokksins kunni að flækja málin og tefja. Þeir eru minnugir þess að síðast þegar gerð var tilraun til að selja Símann var beðið of lengi þannig að markaðsaðstæður höfðu versnað þegar loks var haldið af stað og ekki tókst að fá ásættanlegt verð. Þá þykir einsýnt að ströng rekstrarskilyrði og miklar fjárfestingar í óarðbæru dreifikerfi komi til með að minnka verðmæti fyrirtækisins þegar það verður selt. Þetta hugnast sjálfstæðismönnum illa. Davíð Oddsson segir ágreining milli flokkanna hafa verið "kallaðan fram". Ekki sé um raunveruleg átök að ræða. Hann leggur áherslu á að til standi að selja fyrirtækið á þessu kjörtímabili en ríkisstjórnin væri "ekki á neinni hraðferð" í þeim efnum. Þá segir Davíð eðlilegt að Halldór Ásgrímsson, sem tekur við embætti forsætisráðherra á morgun, fái tíma til að móta hlutina.
Fréttir Innlent Stj.mál Viðskipti Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Fleiri fréttir Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Fjögur mál til landskjörsstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Ástandið að lagast í Hvítá Kviknaði í eldhúsinnréttingu Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur við Sprengisand „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Sjá meira