Innlent

Fyrsti fundur deilenda í verkfalli

Forsvarsmenn kennara og sveitarfélaganna funda í dag hjá ríkissáttasemjara. Fundurinn hefst klukkan níu. Samninganefnd kennara lagði fram tilboð til launanefndar sveitarfélaganna 16. september sem hljóðaði upp á 34,4% hækkun launagjalda samkvæmt útreikningi kennara. Launanefndin hafnaði því. Með sínum útreikningum taldi hún kostnaðinn nema um 42,4%. Launanefndin stóð við tilboð sitt um 18,6% hækkun launakostnaðar. Launanefnd sveitarfélaganna lagði fram tillögur að helstu þáttum kjarasamningsins á fundi þann 19. september sem kennarar hafa ekki svarað, samkvæmt heimasíðu Sambands íslenskra sveitarfélaga.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×