Innlent

Engar undanþágur veittar enn

Verklagsreglur undanþágunefndar kennara og sveitarfélaganna voru ræddar á fyrsta fundi hennar í gær. Þegar hefur verið óskað eftir undanþágum vegna verkfalls kennara en engar ákvarðanir verið teknar, segir Þórarna Jónasdóttir, fulltrúi Félags grunnskólakennara og skólastjórnendafélags Íslands í undanþágunefndinni. Hún hittir Sigurð Óla Kolbeinsson, fulltrúa sveitarfélaganna, í dag klukkan hálf tíu. Þórarna segir að þau mál sem liggi fyrir hjá nefndinni séu trúnaðarmál. Fjöldi þeirra og eðli sé því ekki gefið upp að svo stöddu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×