Innlent

Orðalagið rýrir gildi samninganna

Samninganefnd kennara segir loðið orðalag hafa rýrt gildi samninganna sem gerðir voru við sveitarfélögin árið 2001. Meðal kennara heyrast þær raddir að tími sé kominn til að skipta út nefndarmönnum.  Þung undiralda er í kennurum. Næsti samningafundur deilenda verður ekki haldinn fyrr en á fimmtudag og það þykir ekki boða gott. Kennarar eru þó sagðir sáttir við að samninganefndin standi fast á sínu, enda hafi þeir samningar sem gerðir voru árið 2001 verið afleitir. Agla Ástbjörnsdóttir, sem á sæti í samninganefnd kennara, segir félagsmenn Kennarasambandsins ekki hafa vitað hvernig samningurinn væri. Það stafi af því að opnað sé á ýmsa möguleika í honum, t.d. ýmsa viðbótarlaunaflokka sem áttu að koma til vegna færni og ábyrgðar, og í alltof mörgun tilfellum sé þeim ekki viturlega ráðstafað. Agla segir þá dálítið notaða sem gulrót fyrir ný störf. Agla segir samninganefndina núna ekki tilbúna til að semja um neitt sem felur í sér það loðið orðalag að hægt sé að misskilja það. Hún segir að þær raddir hafi heyrst meðal kennara að tími sé kominn til að skipta um fólk samninganefndinni. Þær raddir hafi hins vegar heyrst áður. 



Fleiri fréttir

Sjá meira


×