Innlent

Samstarf stjórnarandstöðu

Formenn stjórnarandstöðuflokkanna munu hittast á fyrsta samráðsfundi sínum í vetur í dag. "Þessi fundur er táknrænn fyrir ásetning okkar að stilla saman strengi í vetur í þeim málum sem það er hægt" segir Ögmundur Jónasson, formaður þingflokks Vinstri-grænna. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar tekur í sama streng: "Við höfðum nákvæmlega sömu afstöðu í fjölmiðlamálinu. Við vonumst til að geta byggt á þeirri góðu samvinnu sem þá tókst til að verða enn öflugri í stjórnarandstöðunni" Talsmenn stjórnarandstöðuflokkanna viðurkenna að þeir séu langt í frá samstíga í öllum málum en engu að síður hafi fjölmiðlafrumvarpið sýnt að samstaða geti skilað miklum árangri.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×