Sex í gæsluvarðhaldi 7. október 2004 00:01 Ásgeir Karlsson, yfirmaður fíkniefnadeildarinnar í Reykjavík, segir ráðast í dag hvort farið verði fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir fjórum Íslendingum sem handteknir voru hér á landi í september í tengslum við eitt stærsta fíkniefnamál síðari ára. Rannsókn málsins er enn í fullum gangi að sögn Ásgeirs. Tveir Íslendingar voru handteknir í Hollandi um svipað leyti og handtökurnar fóru fram hér á landi. Annar þeirra hefur verið framseldur til Íslands og kom hann í lögreglufylgd til landsins á þriðjudag. Hann var síðan úrskurðaður í þriggja vikna gæsluvarðhald á miðvikudag. Hinn var handtekinn á heimili sínu í Hollandi og er enn í haldi lögreglunnar þar. Á heimili hans fannst talsvert af fíkniefnum. Í fyrstu var talið að um kókaín væri að ræða en það reyndist síðar vera um eitt kíló af amfetamíni auk tuttugu kílóa af maríjúana. Ásgeir Karlsson segir ekkert ákveðið um að fá hinn manninn framseldan frá Hollandi, eins og staðan er nú sé ekkert sem bendi til þess. Þrír menn og ein kona voru handtekin föstudaginn sautjánda september í tengslum við málið og voru þrjú þeirra úrskurðuð í þriggja vikna gæsluvarðhald daginn eftir. Gæsluvarðhaldið rennur út á laugardag. Þeim fjórða var gert að sæta tveggja vikna gæsluvarðhaldi sem var framlengt, í síðustu viku, til dagsins í dag. Í síðustu viku var sjöundi maðurinn handtekinn í Reykjavík og var þá úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald eða til þrettánda október. Upphaf málsins var þegar tæplega þrjú kíló af amfetamíni og nokkuð af kókaíni fannst í vörusendingu í Dettifossi, skipi Eimskipafélagsins. Lögreglan og tollgæslan í Reykjavík hófu rannsókn í framhaldinu sem leiddi til að mikið magn af amfetamíni fannst í vörusendingu í Dettifossi. Heimildir blaðsins herma að það hafi verið um átta kíló en lögreglan hefur ekki viljað staðfesta það. Í þriðju sendingunni voru 2.000 skammtar af LSD sem komu með pósti í september. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Sjá meira
Ásgeir Karlsson, yfirmaður fíkniefnadeildarinnar í Reykjavík, segir ráðast í dag hvort farið verði fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir fjórum Íslendingum sem handteknir voru hér á landi í september í tengslum við eitt stærsta fíkniefnamál síðari ára. Rannsókn málsins er enn í fullum gangi að sögn Ásgeirs. Tveir Íslendingar voru handteknir í Hollandi um svipað leyti og handtökurnar fóru fram hér á landi. Annar þeirra hefur verið framseldur til Íslands og kom hann í lögreglufylgd til landsins á þriðjudag. Hann var síðan úrskurðaður í þriggja vikna gæsluvarðhald á miðvikudag. Hinn var handtekinn á heimili sínu í Hollandi og er enn í haldi lögreglunnar þar. Á heimili hans fannst talsvert af fíkniefnum. Í fyrstu var talið að um kókaín væri að ræða en það reyndist síðar vera um eitt kíló af amfetamíni auk tuttugu kílóa af maríjúana. Ásgeir Karlsson segir ekkert ákveðið um að fá hinn manninn framseldan frá Hollandi, eins og staðan er nú sé ekkert sem bendi til þess. Þrír menn og ein kona voru handtekin föstudaginn sautjánda september í tengslum við málið og voru þrjú þeirra úrskurðuð í þriggja vikna gæsluvarðhald daginn eftir. Gæsluvarðhaldið rennur út á laugardag. Þeim fjórða var gert að sæta tveggja vikna gæsluvarðhaldi sem var framlengt, í síðustu viku, til dagsins í dag. Í síðustu viku var sjöundi maðurinn handtekinn í Reykjavík og var þá úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald eða til þrettánda október. Upphaf málsins var þegar tæplega þrjú kíló af amfetamíni og nokkuð af kókaíni fannst í vörusendingu í Dettifossi, skipi Eimskipafélagsins. Lögreglan og tollgæslan í Reykjavík hófu rannsókn í framhaldinu sem leiddi til að mikið magn af amfetamíni fannst í vörusendingu í Dettifossi. Heimildir blaðsins herma að það hafi verið um átta kíló en lögreglan hefur ekki viljað staðfesta það. Í þriðju sendingunni voru 2.000 skammtar af LSD sem komu með pósti í september.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Sjá meira