Innlent

Bílvelta í Breiðadal

Bílslys varð aðfaranótt laugardags í Breiðadal í Önundarfirði. Tvennt var í bílnum og kom það á lögreglustöðina á Ísafirði klukkan korter fyrir eitt aðfaranótt laugardags og tilkynnti um slysið. Bíllinn fór út af veginum í Breiðadal og valt nokkrar veltur. Bíllinn er talsvert mikið skemmdur, ef ekki eyðilagður að sögn lögreglunnar á Ísafirði. Lögreglan veit ekki um orsök slyssins en telja hálkuna hafa spilað þar inní. Ökumaður og farþegi bifreiðarinnar sluppu með skrámur og skurði og lagðist farþeginn inná fjórðungssjúkrahúsið á Ísafirði í skoðun. Samkvæmt vakthafandi lækni á slysadeild þurfti aðeins að sauma nokkur spor í augabrún farþega og var hann sendur heim að því loknu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×