Innlent

Gríðarlegt áfall að ekki samdist

Fundarslitin í Karphúsinu eru gríðarlegt áfall, segir Stefán Jón Hafstein formaður fræðsluráðs Reykjavíkur. "Það sem gerist núna kallar á varfærin viðbrögð. Það má alls ekkert út af bregða," segir Stefán Jón. Gagnrýnna viðbragða sé þörf. Stefán segir stöðu grunnskólanemenda í Reykjavíkurborg verða metna næstu daga: "Það verður hver um sig að velta fyrir sér hvort úthlaup sé til í málinu," segir Stefán Jón. Allra möguleika verði að skoða án útilokunar: "Það er gjörsamlega óþolandi fyrir almenning að tveggja vikna hlé verði á samningaviðræðunum. Það kemur ekki til greina að ekkert verði gert í tvær vikur." Hvorki náðist í forsætisráðherra né menntamálaráðherra vegna stöðunnar í samningaviðræðum kennara og sveitarfélaganna. Eiríkur Jónsson formaður Kennarasambandsins gagnrýnir áhugaleysi ráðamenn: "Menntamálaráðherra til að mynda hefur ekki komið að deilunni. Eina sem hún hefur sagt að hún hafi þungar áhyggjur. Þessar þungu áhyggjur hafa ekki leitt hana svo langt að hún hafi talað við okkur. Fjármálaráðherra hefur ekki einu sinni spurt um hvað við erum að tala. Þessir tveir ráðherrar, sem bera ábyrgð á faglegu hlið menntamála annars vegar og fjármálahliðinni hins vegar, hafa hvorugur haft samband okkar megin í þessari deilu."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×