Höfuðpaur nýsloppinn úr varðhaldi 3. september 2005 00:01 Fimm ungir piltar voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald í dag fyrir mannrán á Seltjarnarnesi í gær. Meintur höfuðpaur losnaði úr gæsluvarðhaldi vegna annarra mála í gær. Fimm menn komu að verslun Bónus á Seltjarnarnesi á bíl í gær. Þrír þeirra fóru inn og tóku þar starfsmann með sér og neyddu hann með sér út í bíl. Þar lokuðu þeir hann ífarangrusgeymslu bifreiðarinnar og óku á brott. Skammt þar frá höfðu þeir í hótunum við hann og segir fórnarlambið að byssa hafi verið notuð við þær hótanir. Maðurinn var síðan neyddur til að taka um 30 þúsund krónur af reikningi sínum og láta ræningjanna fá féð. Þetta gerðist um hábjartan dag og að sögn vitna tók þetta mjög fljótt af, eða um 20 sekúndur. Hópur viðskiptavina var í verlsuninni en enginn aðhafðist nokkuð þar sem fólk áttaði sig ekki á því hvað var á seyði. Reyndar virðist sem einhver í versluninni hafi áttað sig á að ekki var allt með felldu því einhver þeirra hringdi í lögregluna. Þegar frekari upplýsingar lágu fyrir var lögreglan orðin viss hverjir þarna voru að verki og voru þeir handteknir hver af öðrum. Þeir voru síðan leiddir fyrir dómara í dag, sem úrskurðaði þá alla í sex daga gæsluvarðhald. Reyndar er sá sem talinn er höfuðpaurinn í málinu nýlaus úr gæsluvarðhaldi. Hann hefur setið í gæsluvarðhaldi vikum saman vegna auðgunarbrota. Hann hafði átt þátt í fjölda þjófnaða í vesturbæ Reykjavíkur og á Seltjarnarnesi. Í gær hlaut hann síðan dóm fyrir þau mál og dróst gæsluvarðhaldið frá. Með dóminum voru forsendur fyrir frekari gæslu brostnar og honum því sleppt. Hann var hins vegar ekki búinn að ganga lengi laus þegar hann var handtekinn að nýju vegna mannránsins. Samkvæmt upplýsingum tengjast tveir bræðra hans þessum málum. Meintir brotamenn eru á aldrinum 16 til 26 ára, en sá sem rænt var er tæplega tvítugur. Unnið er að rannsókn á mannráninu og miðast hún að því að upplýsa þátt hvers og eins meints mannræningja í því. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Sjá meira
Fimm ungir piltar voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald í dag fyrir mannrán á Seltjarnarnesi í gær. Meintur höfuðpaur losnaði úr gæsluvarðhaldi vegna annarra mála í gær. Fimm menn komu að verslun Bónus á Seltjarnarnesi á bíl í gær. Þrír þeirra fóru inn og tóku þar starfsmann með sér og neyddu hann með sér út í bíl. Þar lokuðu þeir hann ífarangrusgeymslu bifreiðarinnar og óku á brott. Skammt þar frá höfðu þeir í hótunum við hann og segir fórnarlambið að byssa hafi verið notuð við þær hótanir. Maðurinn var síðan neyddur til að taka um 30 þúsund krónur af reikningi sínum og láta ræningjanna fá féð. Þetta gerðist um hábjartan dag og að sögn vitna tók þetta mjög fljótt af, eða um 20 sekúndur. Hópur viðskiptavina var í verlsuninni en enginn aðhafðist nokkuð þar sem fólk áttaði sig ekki á því hvað var á seyði. Reyndar virðist sem einhver í versluninni hafi áttað sig á að ekki var allt með felldu því einhver þeirra hringdi í lögregluna. Þegar frekari upplýsingar lágu fyrir var lögreglan orðin viss hverjir þarna voru að verki og voru þeir handteknir hver af öðrum. Þeir voru síðan leiddir fyrir dómara í dag, sem úrskurðaði þá alla í sex daga gæsluvarðhald. Reyndar er sá sem talinn er höfuðpaurinn í málinu nýlaus úr gæsluvarðhaldi. Hann hefur setið í gæsluvarðhaldi vikum saman vegna auðgunarbrota. Hann hafði átt þátt í fjölda þjófnaða í vesturbæ Reykjavíkur og á Seltjarnarnesi. Í gær hlaut hann síðan dóm fyrir þau mál og dróst gæsluvarðhaldið frá. Með dóminum voru forsendur fyrir frekari gæslu brostnar og honum því sleppt. Hann var hins vegar ekki búinn að ganga lengi laus þegar hann var handtekinn að nýju vegna mannránsins. Samkvæmt upplýsingum tengjast tveir bræðra hans þessum málum. Meintir brotamenn eru á aldrinum 16 til 26 ára, en sá sem rænt var er tæplega tvítugur. Unnið er að rannsókn á mannráninu og miðast hún að því að upplýsa þátt hvers og eins meints mannræningja í því.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Sjá meira