Blæs á sögusagnir um klofning 15. ágúst 2005 00:01 Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, blæs á sögusagnir um að hreyfingin í Reykjavík sé að klofna. Félagsfundur Vinstri - grænna í Reykjavík verður haldinn í kvöld þar sem ákveðið verður hvort vinstri - grænir vilji halda R-listasamstarfinu áfram. Ekki eru taldar miklar líkur á því að hreyfingin vilji áframhaldandi samstarf og því verði ákveðið að bjóða fram sér fyrir borgarstjórnarkosningarnar á næsta ári. Aðspurður hvort hann sé hræddur um að vinstri - grænir í Reykjavík muni klofna ef niðurstaðan verður sú að hreyfingin dragi sig út úr R-listasamstarfinu segir Steingrímur J. Sigfússon, formaður flokksins, að hann sé það alls ekki. Það hafi einkennt framgöngu vinstri - grænna í málinu að þar á bæ hafi málin verið unnin lýðræðislega og félagslega og bæði stjórn félagsins, viðræðunefnd og borgarfulltrúar flokksins hafi sótt skýrt umboð til almennra félagsfunda eins og þess sem halda eigi í kvöld. Þó svo að menn kunni að hafa mismunandi skoðanir og mat á stöðunni hafi menn staðið saman um þá stefnu sem ákveðin hafi verið. Hann hafi því engar áhyggjur af klofningi og telur að menn ættu að gæta þess í einhverri taugaveiklun og kjaftagangi að fara ekki fram úr sér. Fréttastofan sagði frá því í gær að þreifingar væru hafnar um framhald á stjórnarsamstarfi í borginni án þátttöku vinstri - grænna en með frjálslyndum og óháðum. Inn í þetta nýja R-listassamstarf kæmu enn fremur ýmsir fulltrúar Vinstri - grænna sem myndu kljúfa sig úr flokknum. Spurður hvernig honum lítist á þessar hugmyndir segir Steingrímur að hann hafi enga skoðun á því á meðan um sé að ræða orðróm og sögusagnir. Vinstri - grænir hafi talið að þeir væru í alvöru viðræðum á heiðarlegum grundvelli um það hvort kosningabandalag flokkanna þriggja gæti haldið áfram á sama grunni og það hefur verið. Það hafi verið vilji til þess af hálfu vinstri - grænna að láta reyna á það til þrautar en ekki hafi náðst samkomulag um slíkt. Það sé þá allt annað mál ef menn ætli að búa til nýtt samstarf á nýjum grunni. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Flokki fólksins einum refsað Innlent Fleiri fréttir Jón segir Guðrúnu eigna sér árangur forvera sinna og gera lítið úr þeim Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, blæs á sögusagnir um að hreyfingin í Reykjavík sé að klofna. Félagsfundur Vinstri - grænna í Reykjavík verður haldinn í kvöld þar sem ákveðið verður hvort vinstri - grænir vilji halda R-listasamstarfinu áfram. Ekki eru taldar miklar líkur á því að hreyfingin vilji áframhaldandi samstarf og því verði ákveðið að bjóða fram sér fyrir borgarstjórnarkosningarnar á næsta ári. Aðspurður hvort hann sé hræddur um að vinstri - grænir í Reykjavík muni klofna ef niðurstaðan verður sú að hreyfingin dragi sig út úr R-listasamstarfinu segir Steingrímur J. Sigfússon, formaður flokksins, að hann sé það alls ekki. Það hafi einkennt framgöngu vinstri - grænna í málinu að þar á bæ hafi málin verið unnin lýðræðislega og félagslega og bæði stjórn félagsins, viðræðunefnd og borgarfulltrúar flokksins hafi sótt skýrt umboð til almennra félagsfunda eins og þess sem halda eigi í kvöld. Þó svo að menn kunni að hafa mismunandi skoðanir og mat á stöðunni hafi menn staðið saman um þá stefnu sem ákveðin hafi verið. Hann hafi því engar áhyggjur af klofningi og telur að menn ættu að gæta þess í einhverri taugaveiklun og kjaftagangi að fara ekki fram úr sér. Fréttastofan sagði frá því í gær að þreifingar væru hafnar um framhald á stjórnarsamstarfi í borginni án þátttöku vinstri - grænna en með frjálslyndum og óháðum. Inn í þetta nýja R-listassamstarf kæmu enn fremur ýmsir fulltrúar Vinstri - grænna sem myndu kljúfa sig úr flokknum. Spurður hvernig honum lítist á þessar hugmyndir segir Steingrímur að hann hafi enga skoðun á því á meðan um sé að ræða orðróm og sögusagnir. Vinstri - grænir hafi talið að þeir væru í alvöru viðræðum á heiðarlegum grundvelli um það hvort kosningabandalag flokkanna þriggja gæti haldið áfram á sama grunni og það hefur verið. Það hafi verið vilji til þess af hálfu vinstri - grænna að láta reyna á það til þrautar en ekki hafi náðst samkomulag um slíkt. Það sé þá allt annað mál ef menn ætli að búa til nýtt samstarf á nýjum grunni.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Flokki fólksins einum refsað Innlent Fleiri fréttir Jón segir Guðrúnu eigna sér árangur forvera sinna og gera lítið úr þeim Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Sjá meira