S-hópurinn með vænlegasta tilboðið 7. október 2005 00:01 Helstu rökin fyrir vali HSBC á S-hópnum sem álitlegasta fjárfestinum vegna Búnaðarbankans var aðkoma Societe Generale eða álíka alþjóðlegs fjárfestingabanka að fjárfestahópnum. Þetta kemur fram í skýrslu sem Fréttablaðið hefur fengið afhenta í kjölfar ákvörðunar úrskurðarnefndar um upplýsingamál. HSBC er alþjóðlegur fjárfestingabanki sem veitti framkvæmdanefnd um einkavæðingu ráðgjöf vegna einkavæðingar ríkisbankanna 2002. Skýrslan hefur að geyma mat HSBC á fjárfestunum tveimur sem voru valdir úr hópi áhugasamra um kaup á Búnaðarbankanum, S-hópnum og Kaldbaki. Þar kemur einnig fram að bankastjórn Búnaðarbankans hafði áhyggjur af pólitískum tengslum S-hópsins og varaði við hugsanlegum afleiðingum þess fyrir bankann. Bankastjórnin óttaðist að pólitísk tengsl S-hópsins gæti fælt frá viðskiptavini bankans og dregið úr nýjum viðskiptum. S-hópurinn ætlaði sér í samstarf með VÍS og sá fyrir sér samvinnu eða samruna við aðrar fjármálastofnanir, þótt það væri ekki tilgreint nánar. HSBC notaði reiknilíkan til að leggja mat á fjóra þætti í tilboðum bjóðendanna: Fjárhagsstaða fjárfestis, framtíðaráform um rekstur bankans, hugmyndir um staðgreiðsluverð, þekking og -reynsla fjárfestis á fjármálamarkaði. Í reiknilíkani HSBC vegna sölu Landsbankans var einn þáttur hafður til viðbótar, skilyrði af hálfu kaupenda. Í reiknilíkani HSBC vegna sölu Búnaðarbankans var tilboð S-hópsins metið á bilinu 66 til 74. Ástæðan fyrir bilinu var óvissan um hvort franski alþjóðafjárfestingabankinn Societe Generale eða viðlíka alþjóðlegur fjárfestir tæki þátt í fjárfestingunni. Tilboð Kaldbaks var metið á 64 og því hefði tilboð S-hópsins verið metið sem vænlegra en Kaldbaks, með eða án alþjóðlegs fjárfestis. Fréttir Innlent Salan á Búnaðarbankanum Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Sjá meira
Helstu rökin fyrir vali HSBC á S-hópnum sem álitlegasta fjárfestinum vegna Búnaðarbankans var aðkoma Societe Generale eða álíka alþjóðlegs fjárfestingabanka að fjárfestahópnum. Þetta kemur fram í skýrslu sem Fréttablaðið hefur fengið afhenta í kjölfar ákvörðunar úrskurðarnefndar um upplýsingamál. HSBC er alþjóðlegur fjárfestingabanki sem veitti framkvæmdanefnd um einkavæðingu ráðgjöf vegna einkavæðingar ríkisbankanna 2002. Skýrslan hefur að geyma mat HSBC á fjárfestunum tveimur sem voru valdir úr hópi áhugasamra um kaup á Búnaðarbankanum, S-hópnum og Kaldbaki. Þar kemur einnig fram að bankastjórn Búnaðarbankans hafði áhyggjur af pólitískum tengslum S-hópsins og varaði við hugsanlegum afleiðingum þess fyrir bankann. Bankastjórnin óttaðist að pólitísk tengsl S-hópsins gæti fælt frá viðskiptavini bankans og dregið úr nýjum viðskiptum. S-hópurinn ætlaði sér í samstarf með VÍS og sá fyrir sér samvinnu eða samruna við aðrar fjármálastofnanir, þótt það væri ekki tilgreint nánar. HSBC notaði reiknilíkan til að leggja mat á fjóra þætti í tilboðum bjóðendanna: Fjárhagsstaða fjárfestis, framtíðaráform um rekstur bankans, hugmyndir um staðgreiðsluverð, þekking og -reynsla fjárfestis á fjármálamarkaði. Í reiknilíkani HSBC vegna sölu Landsbankans var einn þáttur hafður til viðbótar, skilyrði af hálfu kaupenda. Í reiknilíkani HSBC vegna sölu Búnaðarbankans var tilboð S-hópsins metið á bilinu 66 til 74. Ástæðan fyrir bilinu var óvissan um hvort franski alþjóðafjárfestingabankinn Societe Generale eða viðlíka alþjóðlegur fjárfestir tæki þátt í fjárfestingunni. Tilboð Kaldbaks var metið á 64 og því hefði tilboð S-hópsins verið metið sem vænlegra en Kaldbaks, með eða án alþjóðlegs fjárfestis.
Fréttir Innlent Salan á Búnaðarbankanum Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Sjá meira