Þrenna frá Michael Owen

Michael Owen skoraði þrennu fyrir Newcastle í dag þegar liðið lagði West Ham á útivelli 4-2 í ensku úrvalsdeildinni. Alan Shearer skoraði eitt mark fyrir Newcastle, Marlon Harewood skoraði eitt mark fyrir West Ham, en fyrra mark liðsins var sjálfsmark Nolberto Solano.