Of gamall fyrir heyrnartæki 1. júní 2005 00:01 Reykvískur ellilífeyrisþegi fékk þau svör hjá stéttarfélaginu sínu, þegar hann bað um styrk til kaupa á heyrnartæki, að hann væri orðinn of gamall. Hann kveðst hafa greitt í félagið alla tíð og er sár vegna synjunarinnar. "Ég varð fyrst og fremst dálítið sár," sagði Kristján Vilmundarson, 74 ára reykvískur ellilífeyrisþegi, sem fékk þau svör hjá stéttarfélaginu sínu að hann væri of gamall til að fá styrk frá því til kaupa á heyrnartæki. Kristján kvaðst hafa heyrt um dæmi þess að fólk hefði fengið aðstoð stéttarfélagsins til að kaupa heyrnartæki. Sjálfur þyrfti hann að nota tvö og kostaði hvort um sig eitt hundrað þúsund krónur. Nú hefði verið komið að því að endurnýja tækin en hann hefði ekki treyst sér í svo mikil útgjöld á einu bretti. Því hefði hann ákveðið að kaupa bara eitt tæki. Í gærmorgun hefði hann svo hringt í sitt stéttarfélag, Eflingu til að athuga með styrkveitingu til kaupanna. "Jú, stúlkan sem varð fyrir svörum sagði að það gæti gengið og bað um kennitölu," sagði hann. "Þegar ég sagði henni kennitöluna sá hún að ég var orðinn 74 ára. Þá sagði hún að ég væri orðinn of gamall til að fá aðstoð frá verkalýðsfélaginu mínu." Kristján kvaðst hafa greitt til verkalýðsfélagsins síns "alla tíð" og fengi nú vissulega ellilífeyri frá því að upphæð 54 þúsund krónur á mánuði. Aðra styrki hefði hann aldrei fengið frá því. Hann hefði þurft að nota heyrnartæki í 25 - 30 ár og hann hefði aldrei sótt um aðstoð hjá félaginu fyrr en nú. "En mér fannst afar leiðinlegt að heyra að ég væri orðinn of gamall til að fá þessa aðstoð hjá þeim," sagði hann. "Mér skilst að úr því að ég er hættur að borga í félagið þá ætti ég ekki rétt á henni. Mér finnst þetta skjóta svolítið skökku við, því það er fyrst þegar maður er hættur að vinna sem maður getur þurft á stuðningi að halda. Eitt tæki kostar mig meira heldur en ég fæ útborgað á mánuði, því það nær ekki hundrað þúsundunum." Sigurður Bessason formaður Eflingar sagði að samkvæmt reglugerð um sjúkrasjóð væri hann fyrir þá sem væru á vinnumarkaði. Að öðru leyti vísaði hann á Guðrúnu Kr. Óladóttur forstöðumann sjóðsins. Fréttablaðið náði ekki í hana í gær. Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Reykvískur ellilífeyrisþegi fékk þau svör hjá stéttarfélaginu sínu, þegar hann bað um styrk til kaupa á heyrnartæki, að hann væri orðinn of gamall. Hann kveðst hafa greitt í félagið alla tíð og er sár vegna synjunarinnar. "Ég varð fyrst og fremst dálítið sár," sagði Kristján Vilmundarson, 74 ára reykvískur ellilífeyrisþegi, sem fékk þau svör hjá stéttarfélaginu sínu að hann væri of gamall til að fá styrk frá því til kaupa á heyrnartæki. Kristján kvaðst hafa heyrt um dæmi þess að fólk hefði fengið aðstoð stéttarfélagsins til að kaupa heyrnartæki. Sjálfur þyrfti hann að nota tvö og kostaði hvort um sig eitt hundrað þúsund krónur. Nú hefði verið komið að því að endurnýja tækin en hann hefði ekki treyst sér í svo mikil útgjöld á einu bretti. Því hefði hann ákveðið að kaupa bara eitt tæki. Í gærmorgun hefði hann svo hringt í sitt stéttarfélag, Eflingu til að athuga með styrkveitingu til kaupanna. "Jú, stúlkan sem varð fyrir svörum sagði að það gæti gengið og bað um kennitölu," sagði hann. "Þegar ég sagði henni kennitöluna sá hún að ég var orðinn 74 ára. Þá sagði hún að ég væri orðinn of gamall til að fá aðstoð frá verkalýðsfélaginu mínu." Kristján kvaðst hafa greitt til verkalýðsfélagsins síns "alla tíð" og fengi nú vissulega ellilífeyri frá því að upphæð 54 þúsund krónur á mánuði. Aðra styrki hefði hann aldrei fengið frá því. Hann hefði þurft að nota heyrnartæki í 25 - 30 ár og hann hefði aldrei sótt um aðstoð hjá félaginu fyrr en nú. "En mér fannst afar leiðinlegt að heyra að ég væri orðinn of gamall til að fá þessa aðstoð hjá þeim," sagði hann. "Mér skilst að úr því að ég er hættur að borga í félagið þá ætti ég ekki rétt á henni. Mér finnst þetta skjóta svolítið skökku við, því það er fyrst þegar maður er hættur að vinna sem maður getur þurft á stuðningi að halda. Eitt tæki kostar mig meira heldur en ég fæ útborgað á mánuði, því það nær ekki hundrað þúsundunum." Sigurður Bessason formaður Eflingar sagði að samkvæmt reglugerð um sjúkrasjóð væri hann fyrir þá sem væru á vinnumarkaði. Að öðru leyti vísaði hann á Guðrúnu Kr. Óladóttur forstöðumann sjóðsins. Fréttablaðið náði ekki í hana í gær.
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira