Sport

Sacramento fékk grínið borgað

Sá hlær best sem síðast hlær. Detroit tók Sacramento í nefið eftir misheppnað grín heimamanna
Sá hlær best sem síðast hlær. Detroit tók Sacramento í nefið eftir misheppnað grín heimamanna NordicPhotos/GettyImages

Skondin uppákoma varð fyrir leik Sacramento og Detroit í NBA í nótt. Í upphitun fyrir leik liðanna eru venjulega spiluð myndbrot á risaskjá fyrir ofan völlinn og þegar lið Detroit var kynnt, hafði einhverjum háðfuglinum dottið í hug að sýna myndir af brenndum bílum og ónýtum byggingum, til að gera grín af staðalmyndum um bílaborgina. Þetta fór ekki vel fyrir brjóstið á leikmönnum Detroit.

Fæstir leikmanna Detroit urðu vitni af þessari uppákomu, en brugðust reiðir við þegar þeir heyrðu af henni eftir á. "Það er skammarlegt að láta sér detta í hug að gera svona nokkuð," sagði Flip Saunders, þjálfari Detroit. "Ég þekki eigendur Sacramento-liðsins persónulega og þeir eru toppmenn, sem ég efast um að hafi átt þátt í þessu misheppnaða gríni," sagði Saunders.

Leikmenn Detroit svöruðu þó fyrir sig á körfuboltavellinum og tóku heimamenn í kennslustund 102-88.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×